Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 26
Brennistaðabærinn. Teikning séra Jóns Guðjónssonar á Akranesi eftir fyrirsögn Sveinbjörns Oddssonar. Talið frá vinstri: Skemma, baðstofa, bæjardyr, smiðja og fjós efst til hægri. Þessi bær stóð til 1902. Saman hafa Vigdís og Árni alið upp fjölda barna, fyrir utan sín eigin fimm börn. „Héðan hafa 24 börn sótt skóla og 6 stúd- entar útskrifast," segir Vigdís. erfið börn. Börn þurfa aga og stjórnun. Ég er strangur upp- alandi og virkilega stjóma þeim. Ef börn fá engan aga á yngri árum, geta þau orðið ótrúlega erfið, jafnvel óviðráð- anleg. Eitt sinn fékk ung móðir að dvelja hérna hjá okkur með fjóra syni sína. Hún réð ekkert við þá, svo að hún ætlaði að gefa þá frá sér. Fyrsta vikan var algjört helvíti. En þeir breyttust á einum mánuði. Hún lærði að stjóma sínum börnum og dvölin héma gjörbreytti hennar lífi. Við vorum styrktarforeldrar þeirra um helgar og strákamir eru mjög fínir í dag. Segja má að ég hafi verið félagsráðgjafí foreldranna. Faðir hringdi einn daginn hágrátandi og spurði: Hvað á ég að gera? Þá verður maður að fá að vita allar aðstæður. Börnin hringja og spyrja ráða þegar illa gengur - en líka þegar vel gengur. I símtali um daginn var sagt: „Þú ert sú fyrsta sem fær að vita þetta, en við eigum von á bami.“ Mér þykir mjög vænt um þegar vel gengur hjá skjólstæð- ingum mínum.“ Langaði þig ekki í sálfræði eða félagsfræði, þegar þú varst að vinna svona mikið í þessum málum? „Eg hefði viljað vita meira með fyrstu fósturbömin mín. Eg gætti mín ekki nægilega, þegar ég talaði um foreldrana. Sagði kannski að þau myndu koma í heimsókn sem stóðst svo ekki. Aldrei að lofa neinu sem maður getur ekki efnt.“ Vigdís segist vera búin að hlusta á margar ævisögur. „Ekkert í lífinu kemur mér lengur á óvart. Það er gefandi að taka þátt í högum annarra, einkum ef maður getur snúið lífi ungmenna til betri vegar. Þessi lífsreynsla þroskaði mann mikið. Ég er montin af fósturbörnunum mínum.“ Vigdís er skjót til svars þegar hún er spurð, hvað sé besta ráðið í barnauppeldi? „Skamma einu sinni - hæla fjórurn sinnum. Það er lítið gaman að lifa, ef enginn hælir rnanni!" Hinn hópurinn sem sækir til ykkar, útlendir ferða- menn. Að hverju eru þeir að leita á íslandi, Árni? „Út- lendingar sem hingað koma eru ekki að leita eftir dýrum hótelum og munaði. Þetta eru yfirleitt náttúruunnendur og mjög vel menntað fólk - sem vill kynna sér dýralíf, steina, hella og plöntur. Yngsta dóttir okkar, Þórdís, býr með fjöl- skyldu sinni við hliðina á okkur. Hún er líffræðingur, kenn- ir í Kleppjárnsreykjarskóla, og gefur sér góðan tíma að tala við þá. Fólk á hótelum hefur lítinn tíma, en við höfum gaman af þessu. Vigdís eldar líka mjög góðan mat, við erum oft með fólk í fæði.“ Við Edda fengum sýnishorn af góða matnum hennar Vigdísar. Hún var ekki lengi að töfra fram Borgarfjarðarlax - og ótal smákökutegundir með kaffinu á eftir. Innsýn í búskaparhœtti fyrrí alda Árni lumar á stórmerku ljósmyndasafni móðurbróður síns, Bjarna Ámasonar. Myndir úr því skreyttu sýninguna Mun- ir, myndir og minningar í Reykholti. Hann dregur líka fram ritið Örnefni í landi Brennistaða. Hér er enn eitt merkilegt framtak Félags aldraðra í Borgar- fjarðardölum. Á Degi íslenskrar tungu fékk félagið viðurkenningu fyrir skráningu á ömefnum. „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt,“ sagði skáldið. Ömefni gefa betri tilfinningu fyrir atvinnuháttum og lífsskilyrðum fólksins sem á undan er gengið - ef maður skilur merkingu þeirra. Gömul bæjar- nöfn eru oft torskilin. Gluggum aðeins ofan í ömefni í bæj- arlandinu. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.