Listin að lifa - 01.03.2004, Side 41

Listin að lifa - 01.03.2004, Side 41
Jakobína flúði hingað undan eldgosinu í Eyjum: „Gosveturinn bauðst Trausta vinna á Hvanneyri, en ég var úti í Eyjum með sex börn og þrjú barnabörn. Flóttanóttina týndum við hvert öðru í myrkrinu og fórum í land í þremur bátum. Talað var um hvað flóttafólkið væri rólegt, en þetta var skelfing! Hingað kom ég allslaus með bömin. Kvenfélagið hljóp þá undir bagga svo að ég gæti keypt föt til skiptana. Auð- vitað gekk ég strax í kvenfélagið og var gerð formaður eftir tvö ár. Kvenfélögin í Borgarfirði eru fámenn, en ótrúlega margt sem þau sjá um: Þorrablót, jólatrésskemmtanir, að- ventukvöld og spilakvöld og erfidrykkjur. Fámennt kvenfé- lag sá um erfidrykkju Þórunnar, en yfir 500 manns mættu í jarðarförina. Ég skil ekki að allar konur skulu ekki vilja vera í kvenfélagi, það er svo skemmtilegt.“ Jakobína á aðra listasmiðju. Gaman að sjá allt sem hugur hennar og hönd hafa mótað. Fullur sófi af jólasvein- um, peysufatakonur, handunnin jólakort og jólaskraut. Uppi á vegg er sýnishom af vefnaði frá æskuheimili henn- ar, Grænavatni. „Þetta svarta klæði er í hátíðahökli og alt- arisklæði Hallgrímskirkju í Reykjavík - unnið á litlu sveitaheimili norður í landi við olíuljós. A árunum 1920- ’26 var ekki hlaupið út í verslun til að kaupa efni í peysuföt eða annað. Nei, þá var tekin frá hvítasta og þelmesta ullin til að vinna úr. Amma mín sat daglangt við rokkinn og spann, en móðir mín sat við vefstóllinn. Við gætum ekki unnið í svo lélegri lýsingu." Jakobína strýkur yfir peysufatakonur og jólasveina. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir hún. „Nú hef ég nógan tíma. Get farið á fætur klukkan sjö og setið hér í friði og ró. Sonur minn sagði eitt sinn: - Hvemig fórstu að því að gera allt sem þú gerðir, mamma? Við vor- um sex í heimili, þú kenndir handavinnu, fórst út í fjós að mjólka, annaðist heimilið. Já, það er liðinn tími. Núna sit ég á Þorláksmessu og bíð eftir jólunum." Bréfavinir Æskunnar: Trausti og Jakobína fóm að skrifast á eftir bréfavinadálki Æskunnar, þá 15 og 16 ára. Örlögin leiddu þau síðan saman í Gunnarsholti. Ungur búfræðingur vann í fjósinu, húsmæðraskólagengin yng- ismær í eldhúsinu. Brúðkaupsnóttin var ævintýraleg! „Við ákváðum að gifta okkur í Reykjavík. Þetta var í febrúar. Hellisheiði ófær og öskubylur. Allan laugardaginn biðum við í óupp- hituðum Tryggvaskála eftir að veðrinu slotaði. Brúðkaupið færðist yfir á sunnudag. - Ætlarðu ekki að láta laga á þér hárið, sagði frænka mín. Ég hef alltaf verið með liðað hár sagði ég. Brúðarkjólinn saumaði ég sjálf úr svörtu efni. Þetta var 1949, þegar ekkert fékkst. Besta brúðkaups- gjöfin var að komast í heildsölu hjá Ríkisskip og kaupa þar sjaldséðan hlut - hitabrúsinn var bylting rétt eftir stríð! Þegar frænka mín sá hitabrúsana var hún fljót að hita kaffi og setja á brúsana. Svo keyrum við af stað, en festum jepp- ann rétt hjá Hellu. Sáum engin ljós í hríðarkófinu, svo að við létum fyrirberast í bflnum um nóttina. Þá kom brúsa- kaffið sér vel. Ekki margir sem eyða brúðkaupsnóttinni föst í snjóskafli! Lærdómsrík ár í Lónssveit: „Fyrstu árin bjuggum við í Ungu brúðhjónin sem eyddu brúðkaupsnóttinni - í snjóskafli. Eyjum. En sveitin togaði, þegar bömin voru orðin fimm. Okkur langaði að ala þau upp í sveit. Við keyptum jörðina Volasel í Lóni sem var þá ein afskekktasta sveit á landinu. Húsakostur var slæmur. Hvorki rennandi vatn né frárennsli og rafmagnsljósarokk lítt treystandi. Olíulampar og luktir urðu að vera tiltæk. Vatninu þurfti að dæla eða sækja það, 200 metra leið. Lækjarkvíslin var sakleysisleg, en viðsjál. Hversdagslega stígvélavæð, en í vexti fóru kýmar á hrokasund í henni. Ég reyndi að kæla þar mjólk, en ílátin fóru á kaf eða flutu burt. Flóðs og fjöru gætti nefnilega upp fyrir túnið! Fyrsta haust- ið stóð ég úti, alveg holdvot, og horfði á þessa vatnavexti. í Eyjum er fátt dýrmætara en vatn. Ég hafði aldrei séð annað eins. Fyrsta sumarið vorum við alveg tekjulaus. Tvær kýr fluttum við með okkur og fimmtíu hænur, en sauðfjárafurð- ir skiluðu sér ekki fyrr en ári seinna. Silungsveiði var nokk- ur, lómur kom líka í netin og kjötið af honum er afbragðs matur. Kartöflu- og gulrófnauppskeran var ágæt um haust- ið. Reykhúsið: í Lóni var siður að salta til vetrarins, en ég hafði vanist að reykja silung í minni heimasveit. Nú voru góð ráð dýr. Vestan við bæinn var gamall öskuhaugur. Við grófum alldjúpa rás í hauginn sem var í brekku. Komum fyrir eldhólfi úr kolavél neðst, en botnlausri tunnu efst. Lokuðum svo rásinni með flekum og mokuðum ösku yfir. Silunginn hengdum við á rá í tunnunni, en kveiktum eld í eldhólfinu. Reykurinn leið svo upp rásina í tunnuna. Þetta reyndist afbragðs reykhús - og vakti mikla athygli. Nágrannakærleikur: í Lóni var einstakt mannlíf og hjálpsemi. Selkjöt fengum við gefins sem krökkunum fannst lostæti. Um haustið gáfu bændur okkur líflömb og slátur í stórum stfl. Gjafmildin setti mig í vanda, ekkert raf- magn á bænum. Nei, ég varð að leggja slátrið í súr, en stór- an sláturpott átti ég ekki og aðstaða engin. En, oddvitinn gaf mér gamlan þvottapott, Þorgeirsstaða- bóndinn smíðaði reykrör og kom pottinum fyrir við klett hjá fjárhúsunum. A fjárhúsgörðunum var komið fyrir flek- um. Þar bjó ég slátrið til - sneið vambir á tunnubotni við tungsljós. Slátrið gat ég geymt í kjallaraholu undir eldhús- inu í stórri rauðvínsámu. Allt varð þetta að góðum mat. 41

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.