Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 67

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 67
Kaffiborðið var glæsilegt hjá Sigurborgu og ekki að sjá að hún væri nýkomin úr hesthúsinu frá því að sinna fjórtán hestum. Hestarnir eiga sinn heiðursstall í stofunni hjá Sigurborgu. hún nýbúinn að gefa fjórtán hestum. Sigurborg er höfðing- leg kona. I stofunni sér maður strax hvert hugurinn beinist. Fjöl- skyldumyndir, en síðan málverk af hestum, myndir af hestaferðum og kappreiðum! „Þetta er hún Skeifa mín - ættmóðirin frá Kirkjubæ“ segir hún og bendir á mynd af rauðstjömóttri hryssu. „Á Þingvöllum 1970 var hún efsta kynbótahryssan með afkvæmum. Út af henni eru mörg úr- vals afkvæmi, t.d. stóðhesturinn Ófeigur, Borgfjörð, Flug- svinn og fleiri, en margir ættliðir rekjast nú til hennar, aðal- lega í gegnum Ófeig og Borgfjörð. Ég á góða hesta og maður reynir að leita uppi sterka stóðhesta til að halda stofninum við.“ Tregi er í rödd Sigurborgar þegar hún talar um ætt- móðurina Skeifu. „Ég sá hana fyrst í girðingu á Hvanneyri. Horfði í augun á henni - og milli okkar skapaðist band sem aldrei slitnaði. Hún dróg mig að sér eins og segull. Augun svo stór og spyrj- andi. Mér fannst hún minna á fanga í búri. Ég var búin að leita lengi að góðum hesti, þama var hryssan mín komin.“ Skeifa var ættmóðirin að gróðurvininni í hesthúsi Sigur- borgar, veitti henni meiri gleði og tár en flest annað. Sam- runi konu og hests í íslenskri náttúru birtist vel í eftirfar- andi greinarbrotum... Grœni balinn, umkringdur klettabelti sem veitti skjöl fyrir norðanáttinni og gafútsýn vítt um hér- að... staðurinn sem Skeifa hafði oftast borið mig til, verk- aði á hug minn eins og að ganga í kirkju... Þú heimsækir blettinn þinn græna í heimi minninganna... hlustar á þögn- ina, nálgast hana, hlustar eftir eigin hjartslætti. Þér finnst hann renna saman við hjartslátt þessa lands. Þú hefur nálgast eitthvað í sjálfum þér - þérfmnst þú hafa gengið í hús Guðs þíns... Guð blessi þig sem bar mig á balann græna... „Skeifa var ótrúlega fjölhæf hryssa og geysilega næm. Ég keppti einu sinni á henni á kappreiðum. Hún startaði á fullu, við vomm á flugskeiði þegar hún stoppaði skyndilega hjá Óla og bömunum. Alveg rosalegt að hún skyldi snarstoppa, en hún var svo næm fyrir fjölskyldunni. Ég flaug fram fyrir hnakkkúluna, en hélt mér á baki. Ég fór ekki aftur sjálf með hana á kappreiðar, en það gerði Reynir Aðalsteinsson fyrir mig með glöðu geði. I kynbótasýningu á landsmóti hesta- manna á Þingvöllum 1970 var hún hæst dæmda hryssan með afkvæmum. Úrvalsgæðingur er að bæta sig allt lífið, Skeifa var með ólíkindum góð þegar hún stóð á tvítugu." Sigurborg segist sækja andlegan styrk, þegar hún þeysir út á gæðingunum sínum. Skeifa var örlagavaldur í lífi þínu - á fleiri en einn veg. „Já, við Ólafur bjuggum í 20 ár á Hvanneyri. Ég var með hesta og fannst að mér þrengt með þá. Snemma árs ‘75 var Skeifa rétt óköstuð og týndist úr girðingu. Sinueld- ar höfðu verið kveiktir allt í kring, hestarnir fælst og farið yfir girðinguna. Alla nóttina var leitað af henni, jafnvel nemendur fylktu liði til hjálpar. Systursonur minn, Guð- mundur Hermannsson, kennari á Ákranesi, tók sér frí til leitar. Nokkrum dögum síðar fannst Skeifa ofan í pytti, dáin. „Nú eru Báreksstaðir lausir,“ sagði Guðmundur þegar hann settist niður með okkur. „Já, það er víst ekkert um annað að gera en að fara,“ svaraði Ólafur. Þú segir að Ólafur hafí verið mikill tónlistarmaður? „Já, tónlistin var hans hálfa líf. Hann var alinn upp á Hvanneyri. Faðir hans, Guðmundur Jónsson, var skólastjóri við bændaskólann á Hvanneyri. Ólafur var deildarstjóri hjá bútæknideild RALA, en hann var líka organisti í Hvann- eyrarkirkju, æfði kirkjukór og bændaskólakór, kenndi böm- um á píanó heima um helgar og var um tíma skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Svo spilaði hann á mörgum skemmtunum. Maturinn var oft orðinn kaldur á disknum hans þegar hann gaf sér tíma til að setjast niður. Á jólunum mætti ég í kirkjuna með bömin okkar fimm, hlustaði á hann spila, en eftir messu var haldið út í gamla skóla þar sem hann spilaði undir söng á jólatrésskemmtun. Svona var lífið. Hann var sterkur í menningarlífinu héma, en síðari árin fannt mér þetta full- mikið álag á hann.“ 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.