Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 42

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 42
í Volaseli bjuggum við í tíu ár, byggðum íbúðarhús, hlöðu og fjós. En þegar þrjú börn voru komin í framhalds- skóla, vantaði bæði skóla og vinnu handa þeim. Þá seldum við jörð og bú. Fluttum aftur til Eyja.“ Trausti málaði bæinn sinn, Volasel í Lóni, 1985. Galleríið hans Trausta: „Nú verðurðu að sjá mitt at- hvarf,“ segir Trausti. í bflskúrnum er lítil skrifstofa. Stórt málverk á vegg sýnir unga bátsverja í rauðum peysum, blátt haf, grænar eyjar. Synimir og Eyjaárin! Nótnablöð á skrifborði - söngtextar. í aðalrýminu málaratrönur og hálf- unnar myndir. Trausti segist mála mest gamla bæi og annað sem ekki er hægt að mynda. Trausti málar, skrifar ljóð, syngur. „Ég var með þægi- lega rödd, hafði gaman af að syngja, var í kirkjukórnum í Lóni og Samkór Vestmannaeyja um tíma, söng líka mikið með nemendum mínum. Svo byrja ég sjálfur að semja ljóð, þegar ég er að kenna krökkunum stuðlasetningu.“ Trausti réttir mér sjötugsafmælisgjöfina frá börnunum sínum átta - ljóðabók skreytta með málverkunum hans. Greinilega hefur hann oft verið liðtækur að semja söngtexta. „Þau vildu koma mér á óvart, en urðu að hafa samráð við mig um ljóðin. Á sjötugsafmælinu mínu, 19. febrúar 1998 efndu þau svo til sýningar á málverkunum mínum í Bænda- skólanum.“ Á hundrað ára afmæli skólans var þetta sungið: Vib hyllum þig Hvanneyrarstabur og helgum þér nebangreint Ijób. Frá þér hefur margur einn mabur mebtekib þekkingarsjób. Þú útskrifaðist búfræðingur frá Hvanneyri 1946. Síð- an ertu búinn að vera bóndi og skólastjóri, hótelstjóri og æskulýðsfulltrúi, síðast félagsmálakennari á Hvann- eyri. „Ég komst inn í kennsluna með ótal námskeiðum, var bamakennari í Lónssveit í 8 ár, þar af 4 sem skólastjóri. Árið 1968 fluttum við til Eyja og byrjuðum að vinna á Hót- el Helga Ben. Ég sæki svo um nýtt starf æskulýðsfulltrúa í Eyjum og fæ það. Þegar Magnús skólastjóri á Hvanneyri tók við embættinu fékk hann leyfi til að ráða félagsmála- fulltrúa og réð mig í stöðuna. Þá var ég í átta mánaða leyfi frá vinnu minni í Éyjum. Við vorum með fokhelt hús í Eyjum svo að Jakobína var eftir með krakkana, en ég fór að vinna hér haustið 1972. - Heldurðu að fari þá ekki að gjósa! Á Hvanneyri er bam- vænt umhverfi og enginn af fjölskyldunni vildi ekki fara aftur til Eyja. Húsið okkar fór ekki undir hraun, svo að við gátum selt það og byrjað upp á nýtt héma. Ég var mjög hamingjusamur að mega vinna hér til 71 árs aldurs. Nú bind ég bækur fyrir bókasafnið og skýst inn í eitt og eitt hlutverk. Kirkjan er alfarið í minni umsjá ennþá. Tenór vantaði í kirkjukórinn og ég var beðinn. - Á ég ekki að taka prestinn líka?“ spurði ég, fannst nóg að vera bæði hringjari og meðhjálpari. Er skessan í Skessuhorni ekkert að stríða þér? „Nei, en skessunni var svo illa við kirkjuklukkumar, að hún kastaði grjóti að kirkjunni í bræði sinni. Steinninn stendur þama enn, grásteinn, trúlega úr jökli í fymdinni. Nú er sagt að dvergur búi í skessusteini.“ Við óskum Trausta og Jakobínu velfarnaðar í starfi og leik. Frábært þegar eldra fólk getur nýtt sína lífsreynslu og menntun eins og þau gera. Nýjung ífélagsstcnfi: Gullastokkurinn - fjársjóðakista framtíðar - geymir minningar, þjóbháttalýsingar og ferba- sögur libna tímans Gullastokkurinn er nýjung sem Félag aldraðra í Borgar- fjarðardölum fitjaði upp á. Segja má að hann sé fjársjóða- kista framtíðar. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka geymir Gullastokkinn. Sest er í stofu hjá Magnúsi og Ragnheiði Kristófersdóttur - og Gullastokkurinn skoðaður. Magnús kemur með tvær stórar möppur sem geyma fjár- sjóðinn. í efnisyfirliti sést að Gullastokkurinn geymir um sextíu efnisþætti. Ekki svo lítið, þegar horft er á að byrjað var að skrá í hann veturinn 1999. „Upphaf Gullastokksins var á fundum í félaginu," segir Magnús. „Þriggja manna skemmtinefnd var kosin fyrir hvem fund til að koma með eitthvað til að lesa upp, eða annað til skemmtunar. Þá fóru sumir að segja frá minningum sínar frá gamla tímanum og mörgu sem er að hverfa. Tóta stakk upp á því að halda þessu saman. Ritnefnd var kosin og mér falið að halda utan um þetta. Ragnheiður gaf safninu nafnið Gullastokkurinn. Þjóðháttalýsingar, endurminningar, ferða- sögur, fyrirbærasögur, ljóð og sönglög fóru að safnast í stokkinn. Þetta er geymt í möppum og á disklingum." Hvað finnst ykkur merkilegast í Gullastokknum? „Merkilegast er hvað margt er vel skrifað.“ Magnús flettir í safninu. „Hér em margvísleg sýnishom af ljóðagerð, rifjaðir upp gengnir búhættir, ijallað um fyrri tíma nýtingu á heitu vatni og fyrstu rafvirkjun hér, sagðar ferðasögur, m.a. af hestaferð í kringum Langjökul 1945, árið sem heimsstyrjöldin 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.