Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 44
Magnús Kolbeinsson frá Stóra-Ási á stóran hlut í Gulla-
stokknum, en hann hefur verið óþreytandi að skrifa niður
þjóðháttalýsingar og endurminningar. Magnús er mikill
göngumaður, þótt hann sé kominn yfir áttrætt. Þarna stendur
hann í Hestskarðinu á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar á
áttræðisafmælinu 14. júlí200l.
segir landbúnað í Borgarfirði eiga að sumu leyti erfitt upp-
dráttar, þegar búið er að leggja niður vinnslustöðvamar. „í
haust sendum við sláturlömbin okkar til Sauðárkróks.
Spurning hvað samfélagið þolir að gisna mikið, svo langt
getur orðið á milli fjárbúa að bændur fari að gefast upp á
að smala. Búhættir hafa aldrei breyst eins mikið og síðustu
tuttugu ár, vegna breyttra heyskaparaðferða. Eftir að farið
var að heyja í rúllur þarf enga krakka lengur í heyskapinn,
varla heimabömin, hvað þá aðkomin.“
Gilsbakki er sögufræg jörð, einn af elstu kirkjustöð-
um á landinu. Héðan var Gunnlaugur ormstunga sem
deildi við Skáld-Hrafn um Helgu fögru á Borg. Gils-
bakkaljóð Steingríms Thorsteinssonar og Gilsbakka-
þula Kolbeins Þorsteinssonar tengjast bænum.
Kirkja er enn á Gilsbakka og messað 6-7 sinnum á ári.
„Afi minn, Magnús Andrésson, var prestur hér frá 1881 og
keypti jörðina 1908, þegar prestaköll vom sameinuð. Prest-
setur hér lagðist af er hann hætti prestskap 1918. Þá urðu
Gilsbakka- og Síðumúlakirkjur annexíur frá Reykholti.
Fjórir ættliðir hafa búið héma. Nú er einn sona okkar
bóndi á jörðinni. Hann er búinn að byggja nýtt hús og á
konu og sjö börn. Annar, sem er smiður, á heima í gamla
húsinu frá 1917.“ Lítil hætta á að Gilsbakki leggist í eyði
um sinn.
Hvab er Ijób -
litasinfónía í skógi,
skófir á steinum,
tær söngur lækjarins?
Ljódastundirnar eru
ógleymanlegar
- segir Steinunn Eiríksdóttir
í Litla Ijóðahópnum í Borgarfirði skyggna fimm konur
gömul og ný Ijóð, lesa hvor fyrir aðra - dunda sér líka við
Ijóðaskrif. „Þið megið alls ekki hætta í Ijóðahópnum,"
sagði Þórunn við systur sína, Steinunni, rétt áður en hún
hvarf. Hún tók þátt í Ijóðastundunum, vissi hvað samveran
gaf mikið.
Steinunn Eiríksdóttur, systir Þórunnar, býr að Langholti.
Hún tekur á móti okkur í garðskála þar sem gróðurinn
mætist - innan og utan við glerið. Blóm, geislasteinar og
bergkristallar segja dálítið um konuna sem hér býr. Stein-
unn er yfirveguð, vandar hvert orð, ljóðræn kona. „Mig
vantar drifkraftinn, þegar Þómnn er farin,“ segir hún.
Málverkin í stofunni vekja athygli, oft er stutt á milli
málverks og ljóðs. Steinunn skrifar gjama texta undir
myndimar, les í málverkin - rótlaust þangið fýkur þar til
ogfrá - opnar betri innsýn í fallega fjörumynd.
Handskrifuð lítil bók á borði vekur athygli. „Eg skrifaði
þessa bók fyrir systur mínar og mömmu. Þær höfðu mjög
gaman af henni,“ segir Steinunn.
Fyrsta ljóðið opnar bókina: Smámyndir frá bænum með
smámeyjunum fimm.
Systir gó&, sér&u það sem ég sé
ef þú lokar augunum
og lætur hugann reika
aftur um hálfa öld
- heim
Ljóð Steinunnar ná inn í innstu kviku, snerta hjartarætur,
það er ekki öllum gefið. Steinunn veltir upp spurningunni,
hvað er ljóð - svarar henni hér í ljóðabrotum.
LJÓÐ íþrótt leitandi hugar...
„í umhverfi eins og ég er í, passar ekki að flíka þessu, en
ef maður kemst inn í þetta er það mjög gefandi. Ljóðin mín
lifnuðu þegar Tóta las þau upp,“ segir Steinunn.
LJÓÐ hugsun í sparibúningi, tamin orð
„Það er mjög gott að eiga sálufélaga með sama áhuga-
44