Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Page 28

Fréttatíminn - 13.02.2015, Page 28
Viðbrögð Strætó Þróunar- og nýsköpunar- viðurkenning Mosfellsbæjar Þróunar- og ferðamálanefnd auglýsir eftir umsóknum um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2015 Hæfur umsækjendi er : a) Einstaklingur eða fyrirtæki með lögheimili í Mosfellsbæ b) Einstaklingur eða fyrirtæki sem leggur fram þróunar- eða nýsköpunarhugmynd sem gagnast sérstaklega fyrirtækjum eða stofnunum í Mosfellsbæ. Veittar eru viðurkenningar í tveimur flokkum: a) Hugmynd sem hefur fengið útfærslu og/eða mótast b) Hugmynd sem búið er að útfæra og móta og fyrir liggur viðskiptaáætlun Veittar verða þrjár viðurkenningar í hverjum flokki, en ein valin fremst og fær peningaverðlaun allt að 300.000 kr. í hverjum flokki. Umsóknarfrestur til 1. mars 2015 Hægt er að nálgast umsóknareyðublað ásamt upplýsingum um hæfi umsóknar og forsendur fyrir vali á hugmynd á www.mos.is loka á hana dyrum. „Ég er handviss um að þetta gerist af því ég er arabi. Ég nota farsímann minn mikið og tala oft á Skype við móður mína þegar ég er á ferðinni. Og ég hef tekið eftir augnagot- unum frá bæði farþegum og bílstjórum. Ég nota aldrei höfuðklút því ég er ekki trúuð og held ekki í hefðir en ég er dökk á hörund, með svart hár og tala arabísku. Ég get ekki séð að það sé neitt annað en það sem lætur fólk koma svona fram við mig. Ætli fólk haldi að ég sé múslími og hryðjuverkamaður? Kannski ég ætti að lita á mér hárið til að líta evr- ópskar út, ég veit það ekki?“ Vill ekki aftur til Marokkó Imane og Ladislav eru farin að hugsa um hvert þau eigi að fara næst, því hér langar þau ekki að vera. Imane getur þó ekki hugsað sér að fara á heimaslóðirn- ar. „Ég er kona sem ólst upp í Marokkó svo ég veit hvaða líf biði dóttur minnar þar. Kona getur ekki sest ein niður á kaffihús án þess að vera kölluð hóra og kona þarf að berjast til að geta unnið við það sem hana langar að vinna við. Hér er friður og ró og Lilja gæti átt hér gott líf en ég get þetta ekki lengur. Það er ekki góð tilfinning að vera útskúfuð úr samfélaginu. Ég hélt að í svona litlu sam- félagi væri fólk nánara og vingjarnlegt við hvert annað en ég hef aldrei á ævi minni verið jafn einmana. Vinir okkar eru að flytja til Sviss og við erum að velta því fyrir okkur. Svo þekkjum við fólk í Danmörku, þar er nú nóg af aröbum svo ég ætti að smellpassa þar inn. Ég veit það ekki. Ég veit bara að mig langar að vera hamingjusöm og að dóttir mín fái tækifæri til að verða hamingjusöm.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Imane ásamt manni sínum, Ladislav Haluska, og dóttur, Lilju Helenu. Imane ólst upp í Marokkó en var alltaf viss um að þar vildi hún ekki skjóta rótum. Eftir að hafa átt dóttur er hún enn vissari í sinni sök. Hún vill að Lilja fái að alast upp til að verða frjáls kona, ekki til að verða gift um leið og hún verður kynþroska. Gjör- samlega ólíðandi Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó, harmar framkomu bílstjóranna sem hann segir ekki vera í anda fyrirtækisins. Auk þess hafi kvartanir Imane greinilega ekki skilað sér á réttan stað. „Við bregðumst vanalega mjög hart við svona löguðu og erum með mikla og góða þjónustustýr- ingu gagnvart farþegunum. Við erum líka með viðbragð- sáætlun og eineltisáætlun í gulu vögnunum. Ég er bara á gati yfir því að ekkert hafi verið gert við þessum ábendingum. Ef framkoman er svona þá er það auðvitað gjörsamlega ólíðandi.“ Afstaða til innflytjenda versnað eftir hrun Anna María Jónsdóttir, geðlæknir hjá geðsviði Landspítala, segir svo fjandsamlegt viðmót sem Imane Errajea lýsir í samtali við Fréttatímann vera erfiða upplifun fyrir hvern sem er. Sérstaklega erfitt sé þó að vera innflytjandi og upp- lifa slíkar móttökur. Hún segir innflytjendur upplifa verri móttökur nú en fyrir hrun. „Þegar maður heyrir af svona reynslu þá finnst manni að það þurfi að ræða það í samfélaginu,“ segir Anna María Jónsdóttir, geðlæknir hjá geðsviði Landspítala. „Manneskjan er eins og planta. Hún er algjörlega háð sínu umhverfi og það fer eftir því í hvernig jarðvegi hún er og hvernig hún er vökvuð hvernig hún dafnar. Það þekkja það flestir sem hafa búið erlendis, eins og ég sjálf og flestir aðrir læknar, að það er álag að flytja í nýtt umhverfi. Þar til maður hefur áttað sig á umhverfinu og myndað tengsl við fólk getur ein- falt daglegt amstur verið mikið álag. Fyrstu sex mánuðirnir eru erfiðastir en það getur tekið jafn- vel mörg ár að upplifa sig sem hluta af samfélaginu. Það að vera innflytjandi er erfið staða því þú ert búin að missa allt þitt stuðningsnet og allt sem er kunnuglegt.“ „Að mæta svo fjandsamlegu viðmóti er erfitt fyrir hvern sem er, en enn erfiðara sem innflytj- andi. Aðstæður sem þessar geta auðveldlega vald- ið mjög mikilli vanlíðan, streitu og jafnvel kvíða. Það skiptir afskaplega miklu máli hvernig tekið er á móti fólki og að fólk sé stutt til þess að byggja upp stuðningsnet. Svona viðmót getur verið mjög ógnandi,“ segir Anna María og bætir því við að því miður sé hennar reynsla sú að innflytjendur upp- lifi fjandsamlegri móttökur nú síðustu ár. „Ég hef tekið eftir því, hjá mínum viðmæl- endum, að það er mikill munur á upplifun inn- flytjenda fyrir og eftir hrun. Þeir voru eftirsótt vinnuafl fyrir hrun en eru það ekki lengur og þá breytist viðmót Íslendinga.“ -hh Anna María Jónsdóttir geðlæknir. 28 viðtal Helgin 13.-15. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.