Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 46

Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 46
V alentínusardagurinn er helgaður ástinni og rómantískum tilburðum af ýmsu tagi. Vinsælt er að gefa blómvönd, ljúffengt súkkulaði eða jafnvel skrifa ástarbréf. Mörgum þykir tónlistar- maðurinn Johnny Cash heitinn hafa skrif- að eitt fallegasta ástarbréf sem sést hefur en afþreyingarvefurinn The Lad Bible birti bréfið á dögunum og telur það hafa sigrað í ástarbréfakeppni allra tíma. Bréfið skrif- aði Johnny Cash í júní árið 1994 frá Óðins- véum í Danmörku en tilefnið var 65 ára afmæli eiginkonu hans; June Carter. Í bréf- inu lýsir hann ást sinni og aðdáun á June og segir hana veita sér stöðugan innblástur og hvatningu til þess að verða betri maður. Svala Magnea Georgsdóttir svala@frettatiminn.is 46 valentínusardagur Helgin 13.-15. febrúar 2015 Yes lífrænt sleipiefni fyrir elskendur Yes lífræna sleipefnið er hannað af konum og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Það inniheldur aðeins lífræn efni og er fáanlegt í apótekum og heilsubúðum. L ífrænu sleipiefnin frá Yes henta sérstaklega vel fyrir konur á breytingaskeið- inu, þær sem hafa nýlega eignast barn, verið í meðferð við krabba- meini eða eiga við þurrk að stríða í leggöngum og slímhúð eftir önnur langvarandi veikindi. Að sögn Birnu Gísladóttur, sölu- og markaðsfulltrúa IceCare eru Yes sleipiefnin unnin úr lífrænum efn- um og hafa hlotið lífræna vottun frá The Soil Association í Bristol í Bretlandi. „Yes sleipiefnin inni- halda engin aukaefni eða skaðleg efni sem geta verið ertandi fyrir slímhúðina. Þau klístrast ekki og eru einstaklega rakagefandi,“ segir Birna. Yes sleipiefnin eru hönnuð af tveimur konum og seld í Bret- landi og víða um heim. Vörunni hefur verið vel tekið af neyt- endum og hafa læknar í Bretlandi mælt með því að konur sem eiga við þurrk að stríða í leggöngum noti vöruna. Fyrir fólk í barn- eignarhugleiðingum er sleipiefnið Yes Baby kjörið en sú pakkning inniheldur bæði sleipiefni sem eru sæðisvæn og egglosunarpróf ásamt sleipiefnum sem gott er að nota eftir egglos. Í Yes sleipiefnunum eru lífræn efni eins og Aloe Vera, Flax ext- ract og Guar Gum (Guaran). Þau innihalda einnig bæði olíu basa (oil-based) og vatnsbasa (water- based) sem hægt er að nota með gúmmíverjum. Yes sleipiefnin má nota bæði innvortis og útvortis fyrir samfarir. Sleipiefnin inni- halda ekki hormóna, rotvarnar- efni, ilmefni, silíkon eða önnur efni sem geta haft ertandi áhrif á húð. Nánari upplýsingar um Yes sleipi- efnin má nálgast á vefsíðu IceCare www.icecare.is. Yes línan fæst í apó- tekum og heilsuverslunum. Unnið í samstarfi við IceCare Yes sleipiefnin eru unnin úr lífrænum efnum og vottuð lífrænni vottun frá The Soil Association í Bristol í Bretlandi. Lífrænu sleipiefnin frá Yes henta sér- staklega vel fyrir konur á breyt- ingaskeiðinu, þær sem hafa nýlega eignast barn, verið í meðferð við krabbameini eða eiga við þurrk að stríða í leggöngum og slímhúð eftir önnur langvarandi veikindi. „Yes sleipiefnin inni- halda engin aukaefni eða skaðleg efni sem geta verið ertandi fyrir slímhúðina,“ segir Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsfulltrúi IceCare. Ljósmynd/Hari. Skrifaðu ástarbréf á valentínus- ardaginn Valentínusardagurinn, 14. febrú- ar, á rætur að rekja til dýrlinga og píslarvotta innan kristinnar trúar. Sagan segir að einn þeirra, heil- agur Valentínus í Róm, hafi verið tekinn af lífi fyrir að hafa vígt her- menn í leyfisleysi. Þá á hann að hafa heillað dóttur fangavarðarins upp úr skónum og skrifað henni ástarbréf áður en hann lést. Það var svo á nítjándu öld sem sú hefð skapaðist að senda ást- vinum sérstök valentínusarkort þann 14. febrúar, en það er helgi- dagur tileinkaður heilögum Val- entínusi. Kortin voru þá ríkulega Eitt fallegasta ástarbréf allra tíma 23. júní 1994. Óðinsvéum, Danmörku. Til hamingju með afmælið, prinsessa. Við verðum eldri og verðum góðu vön. Við hugsum eins. Við lesum huga hvors annars. Við vitum hvað annað okkar vill án þess að spyrja að því. Stundum förum við eilítið í taugarnar á hvoru öðru. Við tökum jafnvel hvort annað sem sjálf- sagðan hlut. En endrum og eins, líkt og í dag, þá hug- leiði ég þetta og skil hversu heppinn ég er að fá að deila lífi mínu með stórkost- legustu konu sem ég hef á ævinni hitt. Ég hrífst stöðugt af þér og þú veitir mér enn mikinn innblástur. Þú hefur jákvæð áhrif á mig. Þú ert þrá mín og yndi, helsta ástæðan fyrir tilvist minni. Ég elska þig mjög heitt. Til hamingju með afmælið, prinsessa. Fyrir hann & hana Fæst í Lyf & heilsu og Apótekaranum Toka single-dose, each application a unique experience COSMETICS FOR LOVE

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.