Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Síða 57

Fréttatíminn - 13.02.2015, Síða 57
WWW.LEIKHUSID.IS Miðasala 551 1200 og á www.leikhusid.isÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hinn sívinsæli Kuggur er mættur á fjalir Þjóðleik­ hússins og verður leikritið Kuggur og leikhúsvélin frumsýnt laugardaginn 14. febrúar. Sýnt allar helgar í Kúlunni — barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. 6.2.2014 – 22.2.2015 Ertu tilbúin, frú forseti? Are you ready, Madam President? 6.2. - 31.5. 2015 Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar 6.2.2014 – 22.2.2015 Ertu tilbúin, frú forseti? Are you ready, Madam President? 6.2. - 31.5. 2015 Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar 6.2.2014 – 22.2.2015 Ertu tilbúin, frú forseti? Are you ready, Madam President? 6.2. - 31.5. 2015 Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar Sýningunni lýkur 22. febrúar Leiðsagnir á sunnudögum kl. 14. Fatnaður og fylgihlutir frá forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur www.honnunarsafn.isGunnar Hrafn Kristjánsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Edda Arnljótsdóttir leika aðalhlutverkin í Kuggi og leikhús- vélinni. Verkið verður frumsýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu á laugardag.  Leikhús kuggur og LeikhúsvéLin frumsýnt í ÞjóðLeikhúsinu Kuggur og Mosi mættir í Kúluna Nýtt leikrit eftir Sigrúnu Eldjárn um gleðigjafann Kugg og félaga hans verður frumsýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Leik- ritið kallast Kuggur og leikhúsvélin. Kuggur er íslenskum börnum að góðu kunnur enda hefur Sigrún skrifað margar vinsælar bækur um hann. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Kuggur og félagar stíga á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu. Kugg- ur er klár strákur sem á frekar óvenjulega vini. Þeir eru hinn litli og græni Mosi og svo mæðgurnar Málfríður og mamma hennar. Mál- fríður er gömul kerling en mamma hennar er ennþá eldri! Báðar eru þær skemmtilegar og taka upp á ýmsu sem aðrar kerlingar á þeirra aldri gera ekki. Hinn ellefu ára gamli Gunnar Hrafn Kristjánsson leikur Kugg en Gunnar Hrafn hefur áður leikið í tveimur leikritum á Stóra sviði Þjóð- leikhússins, í sjónvarpsþáttum og nú í desember sigraði hann í söng- keppninni Jólastjarnan á Stöð 2. Edda Arnljótsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir leika Málfríði og mömmu hennar. Leikstjóri sýning- arinnar er Þórhallur Sigurðsson en hann hefur leikstýrt um fjörutíu leiksýningum við Þjóðleikhúsið. menning 57 Helgin 13.-15. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.