Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 4
Doppuhringar
18.500 kr.
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Skil fara yfir landið eftir hádegi. Sa-
Stormur og rigning, en Slydda til fjalla.
höfuðborgarSvæðið: SA-hvASSviðri
og rigning.
Sunnan Stormur eða rok. rigning um allt
land en útSynningur SíðdegiS.
höfuðborgarSvæðið: ÁfrAmhAldAndi
SlAgveður, kólnAr undir kvöld.
fremur hæg Suðlæg átt en hveSSir
Seinnipartinn og fer að rigna.
höfuðborgarSvæðið: Suðlæg Átt,
en hveSSir með rigningu SíðdegiS.
hvassar sunnanáttir,
en þó hlýnandi
Það eru enn talsverð átök loftmassa allt
í kringum landið og um helgina verður
talsvert vindasamt á öllu landinu, jafnvel
viðvarandi stormur S-til. Úrkomusamt
verður líka, þá sérstaklega sunnan- og
vestanlands. Þar sem veður er
heldur hlýnandi er að mestu
um rigningu að ræða, en
búast þó má við slyddu á fjall-
vegum, a.m.k. í dag. fyrir
hádegi á sunnudag er útlit
fyrir örlítinn veðurglugga
um mest allt land, og um að
gera að nýta hann.
3
0 -2
0
3
5
6 6
4
7
2
0 0
1
3
elín björk jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Gísli greiðir skaðabætur
gísli freyr val dórs son,
fyrrum aðstoðar-
maður innanríkis-
ráðherra, mun greiða
evelyn glory Joseph
skaðabæt ur sam-
kvæmt sátt sem náðst
hef ur á milli þeirra. evelyn höfðaði
skaðabóta mál gegn gísla frey en hún
var nafn greind í minn is blaði sem
hann lak í fjöl miðla úr innanríkis-
ráðuneytinu.
Tvöfalt dýrara hér á
landi
verð á sjón vörp um í elko er
næstum tvöfalt hærra hér á
landi en í noregi í einhverj-
um tilvikum. morgunblaðið
greinir frá þessu og nefnir
dæmi um 55 tommu Sam sung
þrívídd ar- og snjallsjón varp sem kost-
ar 319.995 kr. í elko á sama tíma og
uppgefiðverðíNoregier9.995
norsk ar krón ur, eða sem nem ur
rúm um 172 þúsund krón um.
Fara fram á endurupptöku
ErfingjarSævarsCiesielskiogTryggva
rún ars leifs son ar, sem voru dæmd ir í
Guðmundar-ogGeirfinnsmálum,hafa
farið fram á endurupptöku málsins til
að sýna fram á sakleysi þeirra. í fyrra
fóru erla Bolla dótt ir og guðjón Skarp-
héðins son, sem einnig voru dæmd í
mál inu, fram á end urupp töku.
Lík við Sólfarið
Sjórekið lík fannst við
Sólfarið við Sæ braut í
vikunni. kennsl hafa
verið borin á líkið.
konan var íslensk
og búsett í reykja-
vík. hún var ógift
og barnlaus.
35
ísland hækkar
um tvö
sæti á
styrk-
leikalista
fifA, Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins,
og er nú í 35. sæti
listans með 776 stig.
Þjóðverjar eru sem
fyrr í efsta sæti listans.
vikan sem var
mr sigraði í 19. sinn
lið menntaskólans í reykjavík sigraði í gettu betur, spurningakeppni framhaldsskól-
anna, í nítjánda sinn á miðvikudagskvöld. mr sigraði lið fg með 41 stigi gegn 18.
Þ að sem kemur mest á óvart í þess-ari rannsókn er hversu mikið meira álag er á íslenskum foreldrum mið-
að við önnur Norðurlönd,“ segir Þóra Krist-
ín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði,
en hún hélt erindi um samspil heimilis og
vinnu á málþingi sem Jafnréttisráð bauð til
síðastliðinn mánudag. Þóra Kristín byggir
niðurstöður sínar á alþjóðlegri kynhlut-
verkakönnun frá árinu 2013 þar sem fram
kemur að íslenskir foreldrar vinna meira en
foreldrar á Norðurlöndunum og upplifa sig
oftar undir álagi.
há atvinnuþátttaka og lág laun
Þóra Kristín segir ekki auðvelt að átta sig
nákvæmlega á því hvað valdi þessu mikla
álagi en ljóst sé að það séu margir sam-
verkandi þættir.
„Atvinnuþátttaka spilar þarna inn í en
hún er mun hærri á Íslandi en í öðrum lönd-
um. Við þurfum að vinna meira en á hinum
Norðurlöndunum því launin eru lægri hér
svo það er mjög algeng staða að hjón með
börn séu bæði í fullri vinnu. Álagið er því
mikið á íslenskum hjónum en konur í fullu
starfi virðast ennþá bera meiri ábyrgð á
heimilisstörfum og barnauppeldi og eyða
að jafnaði meiri tíma í vinnu innan en utan
heimilis.“
vetrarfrí, sumarfrí og starfsdagar
valda kvíða
Þóra Kristín segir aukið álag einnig geta
birst sem afleiðing úrræðaleysis foreldra
í kjölfar illa ígrundaðra ákvarðana ráða-
manna.
„Á Íslandi eru teknar ákvarðarnir eins
og að leyfa vetrarfrí í skólum án samráðs
við atvinnurekendur sem ég held að mundi
aldrei ganga upp í öðrum löndum. Þetta
veldur því að foreldrar lenda í vandræðum
sem veldur miklu álagi. Enn annað dæmið
eru sumarfrí á leikskólum í júlí og starfs-
dagar sem valda líka mörgum foreldrum
kvíða.“
Aukið álag getur líka tengst því að hér
eru ekki góðar almenningssamgöngur
sem setur pressu á foreldra sem þurfa að
keyra börnin sín í frístundir. Tómstunda-
starf er auk þess almennt miklu léttara
og betur skipulagt á Norðurlöndunum þar
sem börn fara ekki jafn snemma og hér að
æfa tvisvar eða oftar í viku.“
Erfitt að brúa bil milli fæðingaror-
lofs og leikskóla
Þóra Kristín tekur auk þess veikindadaga
barna sem eru mun færri hér en á Norður-
löndunum. „Við höfum 12 veikindadaga
hér og það er mjög erfitt að vera foreldrið
á vinnustaðnum sem fer yfir þann kvóta.
Í Svíþjóð eru veikindadagarnir líka skil-
greindir víðar, sem þýðir að þú getur tek-
ið veikindadag ef t.d. foreldrar þínir eru
veikir. Svo má að lokum nefna fæðingaror-
lofið sem er styttra en á hinum Norðurlönd-
unum og við erum auk þess eina landið á
Norðurlöndunum þar sem það er algjörlega
á ábyrgð foreldra að brúa bilið á milli fæð-
ingarorlofs og leikskóla.“
halla harðardóttir
halla@frettatiminn.is
lýðheilsa samhæFing heimilis og vinnu
„Álagið er
því mikið á
íslenskum
hjónum en
konur virðast
ennþá bera
meiri ábyrgð
á heimilis-
störfum og
barnauppeldi
og þær eyða
að jafnaði
jafn miklum
tíma í vinnu
innan og utan
heimilis.“
Barnafólk á Íslandi
undir of miklu álagi
ForeldrarífullustarfieruundirmeiraálagiáÍslandienáhinumNorðurlöndunum.Þettakom
fram í erindi Þóru kristínar Þórsdóttur félagsfræðings á málþingi í vikunni um samspil heimilis
og vinnu. hún segir ýmsa samverkandi þætti valda þessu mikla álagi en nefnir lág laun, vetrarfrí
barna, styttra fæðingarorlof, lélegar almenningssamgöngur og starfsdaga leikskóla sem dæmi.
Það eru margir samverkandi þættir sem valda foreldrum kvíða á íslandi. hér er fæðingarorlofið styttra en á hinum norður-
löndunum og ísland er eina landið á norðurlöndunum þar sem það er á ábyrgð foreldranna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og
leikskóla. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
4 fréttir helgin 13.-15. mars 2015