Fréttatíminn - 13.03.2015, Síða 6
24.900 kr.
DÚNMJÚKUR
DRAUMUR
QOD dúnsæng
· 90% dúnn
· 10% smáfiður
Fullt verð: 25.900 kr.
QOD dúnkoddi
· 15% dúnn
· 85% smáfiður
Fullt verð: 4.900 kr.
Aðeins 69.900 kr.
NATURE’S REST
heilsurúmFERMINGAR
TILBOÐ
Shape Comfort
koddi fylgir með
að verðmæti
5.900 kr.
SHAPE
B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G
Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni.
Fáanlegt í svörtu og hvítu.
Stærð: 120x200 cm.
Fullt verð: 79.900 kr.
FERMINGAR
TVENNA
Fyrir þínarbestu stundir
Holtagarðar | Akureyri | www.dorma.is
Fyrir fólk sem stækkar og stækkar
SHAPE HEILSURÚMRivera rúmstæði
Spape heilsudýna sem lagar sig að líkamanum. Rivera rúmstæði.Fáanlegt í svörtu, hvítu og gráu.Stærð: 120x200 cm.
Fullt verð: 140.900 kr.
112.640 kr.
69.900 kr.
24.900 kr.
20%
FERMINGAR
TILBOÐ
Shape Comfort koddi fylgir með að verðmæti
5.900 kr.
SHAPE
B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G
Shape Comfort koddi fylgir með að verðmæti
5.900 kr.
SHAPE
B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G
NATURE’S RESTheilsurúm
Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni.Fáanlegt í svörtu og hvítu.
Stærð: 120x200 cm.
Fullt verð: 79.900 kr.
FERMINGAR
TVENNA
DÚNMJÚKUR DRAUMUR
QOD dúnsæng
· 90% dúnn
· 10% smáfiður
Fullt verð: 25.900 kr.
QOD dúnkoddi
· 15% dúnn
· 85% smáfiður
Fullt verð: 4.900 kr.
FERMINGAR
TILBOÐ
Afgreiðslutími
Mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18Laugardaga frá kl. 11–16
www.dorma.is
Holtagörðum
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
P
re
nt
un
: Í
sa
fo
ld
ar
pr
en
ts
m
ið
ja
1
A
15
03
01
2
D
or
m
a
15
-0
3-
03
-
0
8:
33
:4
8
O
rk
n
r
--
C
M
Y
K
ormabæklinginn
finnur þú á dorma.is
Afgreiðslutími
Mán. til fös. frá kl. 10–18
Laugardaga frá kl. 11–16
www.dorma.is
Holtagörðum
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
Fyrir fólk sem
stækkar og stækkar
N iðurstöður mínar sýna að styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu er
hæstur í austlægri átt, hægum vindi
og köldu og stöðugu lofti. Styrkur
getur farið yfir heilsuverndarmörk en
í tíðarfarinu sem hefur verið í vetur
er það ólíklegt,“ segir Snjólaug Ólafs-
dóttir, doktor í umhverfisverkfræði,
en hún rannsakaði styrk og dreifingu
brennisteinsvetnis í lofti allt að 35 km
frá jarðvarmavirkjununum á Hengil-
svæðinu í doktorsrannsókn sinni við
Háskóla Íslands.
Meðaltal mengunar sjaldan yfir
mörkum
Innan við 30 km frá Reykjavík eru
tvær jarðvarmavirkjanir, Nesja-
vallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.
Orkuframleiðsla á þessu svæði hefur
aukist á síðastliðnum árum og hafa kvartanir vegna
lyktaróþæginda aukist síðan Hellisheiðarvirkjun tók
til starfa árið 2006. Árið 2010 setti umhverfisráðu-
neytið reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í
andrúmslofti og heilsuverndarmörk voru sett fyrir
24-stunda hlaupandi meðaltal, 50 míkrógrömm á
rúmmetra. „Þegar jarðhitasvæði eru virkjuð eykst
yfirleitt losun brennisteinsvetnis. Gasið sem þaðan
kemur er eitrað í miklum styrk og lyktin getur valdið
viðkvæmum óþægindum við lágan styrk. Mörkin eru
sett fyrir 24 stunda meðaltal þannig að þó við fáum
toppa í einn til tvo tíma, eins og gerist stundum, þá fer
meðaltalið sjaldnar yfir mörkin.“ segir Snjólaug
Mengunin liggur í lægðum í logni
Snjólaug rannsakaði einnig dreifingu brennisteinsins
í 35 km radíus frá upptökum. „Þar komu í ljós nýjar
niðurstöður sem eru áhugaverðar. Við sáum að þegar
andrúmsloftið er stöðugt þá getur
gasið legið í lægðum, meðfram fjalls-
hlíðum og ofan í dölum. Einnig sýndu
niðurstöður að brennisteinsvetni
leysist ekki auðveldlega upp í úrkomu
sem þýðir að þegar rignir er ekki
víst að styrkur þess minnki. Þetta er
öfugt við brennisteinsdíoxíð sem kom
frá Holuhrauni, sem leystist upp í
úrkomu. Styrkur brennisteinsdíoxíðs
frá Holuhrauni var þó margfalt meiri
en það brennisteinsvetni sem við
fáum frá jarðvarmavirkjunum.“
Snjólaug segir að veðurspár gætu
nýst til að segja fyrir um hvort styrk-
ur brennisteinsvetnis fari yfir heilsu-
verndarmörk á höfuðborgarsvæðinu.
„Það væri þó óþarfi setja upplýsingar
fram á hverjum degi en það væri gott
að láta fólk vita ef búist væri við að
styrkur yrði hár.“
Ekkert vitað um áhrif á heilsu
Ekki er vitað hvaða áhrif brennisteinsvetni hefur á
heilsuna. „Í mjög miklum styrk er þetta eitrað gas en
það er margfalt meira magn en það sem við erum að
sjá í nágrenni virkjananna. Rannsóknir á langtíma-
áhrifum lágs styrks til lengri tíma hafa ekki enn sýnt
afgerandi niðurstöður.“
Niðurdæling brennisteinsvetnis er þegar hafin hjá
Orkuveitu Reykjavíkur og verið er að dæla niður um
fjórðungi þess brennisteinsvetnis sem upp kemur við
Hellisheiðarvirkjun. Auk þess verður settur upp háfur
til að draga úr styrk við jörðu við þær veðurfarsað-
stæður sem niðurstöður verkefnisins sýna að gefa
hvað hæstan styrk.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Séra Sigurvin Lárus
Jónsson, æskulýðs-
prestur Neskirkju,
bauð Muhammed Emin
Kizilkaya, sem er mús-
limi og tilheyrir samtök-
unum Horizon, að biðja
með sér í útvarpsguðs-
þjónustu á sunnudag.
Ljósmynd/Hari
SamfélagSmál NýbreytNi verður í útvarpSguðSþjóNuStu rúv á SuNNudag
Múslimi biður í beinni á RÚV
Í fyrsta skipti tekur múslimi þátt í útvarpsguðs-
þjónustu á RÚV á sunnudag. Guðsþjónustan er í
umsjón séra Sigurvins Lárusar Jónssonar, æsku-
lýðsprests við Neskirkju, en í predikuninni fjallar
hann um múslima á Íslandi og samstarf NeDó,
æskulýðsfélags Neskirkju, og félagsskaparins
Horizon, samtaka múslima en markmið þeirra er
að auka samtal menningar- og trúarhefða í þeim
tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. Að
predikuninni lokinni munu biðja þeir Sigurvin,
Toshiki Toma prestur innflytjenda, og Muham-
med Emin Kizilkaya sem er múslimi og tilheyrir
félaginu Horizon. „Með því að bjóða Muhammed
að biðja með okkur viljum við sýna fordæmi í því
hvernig múslimar og kristnir eiga samtal,“ segir
Sigurvin.
Í predikuninni kemur hann meðal annars
til með að viðra áhyggjur sínar af því hversu
áberandi andúð í garð múslima er í umræðunni á
Íslandi sem birtist meðal annars í því þegar fólk
mótmælir því að reist verði moska hér á landi.
Sigurvin bendir á að í leiðbeiningum fyrir vax-
andi samvinnu kirknanna í Evrópu sem gefnar
eru út af Þjóðkirkjunni segi beinlínis að rækta
þurfi sambandið við íslam. „Við viljum efla sam-
skipti múslíma og kristinna og styrkja samtalið
þeirra á milli á öllum sviðum,“ segir þar.
Muhammed er í íslenskunámi og mun biðja
á íslensku í útvarpsútsendingunni sem hefst
klukkan 11. -eh
lýðheilSa meNguN frá helliSheiði
Mengun mest í hægri
austanátt og köldu lofti
Styrkur brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjuninni á Hellisheiði er hæstur í Reykjavík í austlægri
átt, hægum vindi og köldu og stöðugu lofti. Ekki er vitað hvaða áhrif brennisteinsvetni hefur á
heilsu fólks en Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur bendir á að gott væri að láta fólk
vita í veðurfréttunum þegar búist er við háum styrk.
Fyrir áhugafólk um loftgæði má benda á að rauntímamælingar á brennisteinsvetni og öðrum efnum í andrúmslofti má finna á
heimasíðu Umhverfisstofnunar. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Snjólaug Ólafsdóttir „Þegar
jarðhitasvæði eru virkjuð eykst
yfirleitt losun brennisteinsvetnis.
Gasið sem þaðan kemur er eitrað
í miklum styrk .“
6 fréttir Helgin 13.-15. mars 2015