Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 8

Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 8
F Fyrirsögn fréttaskýringar Fréttatímans í síðustu viku sagði heldur dapurlega sögu: „Ekkert pláss fyrir látna í Reykjavík“. Þar var greint frá áralangri baráttu Kirkju-garða Reykjavíkurprófastdæma fyrir nýjum kirkjugarði í borginni en svör hafa ekki fengist hjá borgaryfirvöldum. Ekki er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði í Reykjavík í nýju aðalskipulagi borgarinnar. Fram kom hjá Þórsteini Ragnarssyni, forstjóra Kirkjugarða Reykja- víkurprófastdæma, að allt að átta árum tæki að undirbúa nýjan kirkjugarð en fyrir liggur að Gufuneskirkju- garður verður fullnýttur eftir sjö ár. Verði ekkert að gert verður að þeim tíma liðnum ekkert pláss fyrir nýjar grafir í Reykjavík. Fyrir öllum liggur að fá leg- stað að lífi loknu og þótt fólki sé frjálst að láta jarða sig utan sinnar heima- byggðar vilja langflestir láta jarða sig í sínu sveitarfélagi, eins og Þórsteinn greindi frá í fyrrnefndri fréttaskýringu. Heimahag- arnir eru flestum kærir, hvort heldur eru smærri staðir á landinu eða stærsta sveitar- félag landsins. Þær óskir ber að virða. Því er óskiljanlegt að forystumenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma séu dregnir árum og misserum saman á svari um land undir kirkjugarð í borginni sem tekið getur við af Gufuneskirkjugarði. Fram kom í fréttaskýringunni að til hafi staðið að finna nýjum kirkjugarði í Reykja- vík stað við Úlfarsfell þar sem íbúðahverfi átti að rísa. Fyrirhugað var að uppfylling í nýjan kirkjugarð fengist frá framkvæmdum við hverfið. Þegar framkvæmdir við það voru settar á bið var farið að ræða kirkjugarð við nýja byggð í Geldingarnesi en framkvæmd- um við það hverfi hefur einnig verið frestað. Það hefur því verið óskipulag á þessum mál- um undanfarna tvo áratugi, eins og sagði í fréttaskýringunni, en þar kom fram að for- ráðamenn Kirkjugarðanna hefðu um árabil lagt hart að skipulagsyfirvöldum í Reykjavík að útvega land undir kistukirkjugarð innan borgarmarkanna en án árangurs. Við yfirferð mála á fundi sem forstjóri Kirkjugarðanna var boðaður á kom þó fram að meiningin væri að koma nýjum kirkjugarði við Úlfarsfell aft- ur inn í aðalskipulag borgarinnar. Löngu er tímabært að borgaryfirvöld hristi af sér slenið og taki ákvörðun um staðsetn- ingu kirkjugarðs innan borgarmarkanna svo hægt sé að hefja undirbúning gerðar hans, sem tekur mörg ár. Fram kom hjá Þórsteini að Úlfarsfell væri mjög ásættanlegur staður fyrir nýjan kirkjugarð en það væri í höndum stjórnmálamannanna að koma í veg fyrir hrossakaup með verðmæt landsvæði innan sístækkandi borgar. Kirkjugarðar þurfa vissulega talsvert rými og það kostar bæði tíma og fjármuni að undirbúa þá. Með því þarf engu að síður að reikna í skipulagi borgarinnar. Þótt land sé dýrt innan marka borgarinnar blasir það samt við að við erum tiltölulega fá í stóru landi. Við stöndum því ekki frammi fyrir sama vanda og víða er í öðrum löndum þar sem plássleysi ýtir á endurnýjun grafreita. Hér er engin þörf á slíku. Kirkjugarðar eru helgir staðir, þar hvíla þeir sem gengnir eru. Þeim og þeirra framlagi til eftirkomenda ber að sýna virðingu. Kirkjugarðar verða með tímanum skrúðgarðar þar sem nýjar kyn- slóðir geta gengið um og lesið af legsteinum nöfn, fæðingar- og dánardægur forfeðranna, starfsheiti og fjölskyldutengsl í grafreitum. Þar liggja hlið við hlið konur og karlar, auk barna, sem lögðu sitt af mörkum á sinni lífs- leið, mörkuðu brautina fyrir þá sem á eftir komu. Þangað leita ekki síst aðstandendur hinna látnu, hirða leiðin og eiga þar minn- ingastund. Sé það meining borgaryfirvalda að koma nýjum kirkjugarði sunnan við Úlfarsfell inn á aðalskipulag, eins og að var látið liggja við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófast- dæma, ber að koma því ferli af stað hið fyrsta svo vinnsla við garðinn geti hafist. Það er ekki boðlegt að ekkert pláss verði fyrir látna í Reykjavík að sjö árum liðnum. Frekari töf á málinu er til vansæmdar. Land undir nýjan kirkjugarð í Reykjavík Frekari töf er til vansæmdar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 67 89 2 Frá kr. 99.900 Páskar á Kanarí Hotel Waikiki Frá kr. 199.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. mars í 13 nætur. Rey Carlos Frá kr. 159.900 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 159.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. mars í 13 nætur. Eugenia Victoria Frá kr. 149.900 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 182.900 m.v. 2 ful- lorðna í herbergi. 24. mars í 13 nætur. Walhalla Frá kr. 99.900 Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 24. mars í 13 nætur. SÉRTILBOÐ 8 viðhorf Helgin 13.-15. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.