Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 26
Kolvetnaskert og próteinríkt með suðrænu bragði – Nýtt KEA Skyr með kókosbragði. Náttúrulegur sætugjafi mánaða millibili. „Já, auðvitað setti það svip á heim- ilislífið. Hann var búinn að vera hjá 365 í meira en 10 ár og eiginlega alla tíð sem stjórnandi og lengst af á fréttastofunni. Hann var ekki mikið heima hjá sér og kom nánast aldrei heim fyrr en eftir að útsendingu frétta lauk. Þetta breyttist lítið eftir að hann varð sjón- varpsstjóri Stöðvar 2. Hann vann mjög mikið og hafði ekki rými til að taka eðlileg sumarfrí vegna auk- inna verkefna sem alltaf bættust við. En hann gerði frábæra hluti fyrir félagið, eins og flestir eru vonandi meðvitaðir um. Það var bara æðislegt að fá manninn minn heim þegar honum var sagt upp og við höfum eiginlega bara legið saman í faðmlögum og reynt að slaka á og njóta þess að vera saman.“ Kossar næra ástina Hún er mikil fjölskyldukona og er afar þakklát fyrir fjölskylduna sína. „Við Freyr erum heppin með öll börnin okkar og auðvitað hvort annað. Það er mikill kærleikur á okkar heimili, held ég að ég geti sagt, og við látum ekkert utanaðkomandi hafa áhrif á það. Það er aldrei rifist og allir mjög afslappaðir gagnvart hver öðrum. Það er því frekar mikill stöðugleiki á heimilis- lífinu þótt báturinn sem slíkur hafi farið í ólgusjó.“ Ellý er andlega þenkjandi og lumar á ýmsum ráðum til að rækta sambandið við makann. „Ég held að það sé mikilvægt að gera það ekki í einhverjum skorpum með máltíð, gjöfum eða ferðalögum. Sambandið á alltaf að vera í góðu jafnvægi í stað þess að kaupa það tímabundið með einhverjum skammtíma trikkum. Mikilvægt er að fólk sé umburðarlynt og beri virð- ingu hvort fyrir öðru og sjálfstæði einstaklingsins sé virt. Ég held að það sé svona lykillinn að góðu sam- bandi að fólk sé ekki að reyna að breyta hvort öðru eða rífa hvort annað niður í rifrildi. Ekkert sem fólk kann að vera ósátt við í sambandinu er virði afleiðing- anna sem rifrildi skapar. Þess vegna er best að sleppa því bara alveg og einbeita sér að því að elska hvort annað og rækta sambandið á hverjum degi með koss- um, snertingu og fallegum orðum sem næra ástina.“ Síðustu mánuði hefur Ellý haldið úti Facebook- síðunni Stjörnuspá vikunnar þar sem hún hefur birt stutta og hnitmiðaða stjörnuspá fyrir fólk eftir stjörnumerkjum en á nokkrum vikum fékk hún 13 þúsund fylgjendur. Stjörnuspáin verður hluti af Fréttanetinu og þar verður einnig hægt að draga tarotspil eða sérstök ástarspil. „Allt er þetta auðvi- tað í jákvæðum tilgangi og sem dægradvöl án allrar ábyrgðar á þeirri niðurstöðu sem spilin kunna að svara fólki. Þetta er til þess gert að hafa gaman af því. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að hafa gaman.“ Ellý tekur ekki annað í mál en að gefa mér forskot á sæluna og sýnir mér hvernig vefurinn kemur til með að líta út. Ég spyr varfærnislega hvort ég megi draga ástar- spil. „Auðvitað! Ég er búin að vera að kynna vefinn fyrir auglýsendum og það biðja nánast allir um að fá að draga,“ segir hún. Ég horfi vandlega á spilin á vefnum, vel eitt sem er nánast í miðjunni og upp kemur Bikargosi. Textinn við spilið hefst á orðun- um: „Rólyndismanneskja birtist. Gæti verið námsmaður sem býr yfir listrænum hæfi- leikum og ekki síður andlegum þroska.“ Ég þarf víst að bíða eftir að vefurinn fari í loftið til að draga aftur. Til gamans... Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ellý Ármannsdóttir Fædd: 13. maí 1970. Maki: Freyr Einarsson. Börn: Kassandra Líf 24, Ármann Elías 19, Einar Alex 16, Kría 15, Ellý 7 og Freyja 6 ára Samoyed-tík. Barnabörn: Alba Mist, 2 ára og Dalía Von, 6 mánaða. Áhugamál: Útivist, hestamennska, jóga, líkamsrækt og fjölskyldutíminn, sem er bestur. Leyndir hæfileikar: Það hefur komið mörgum á óvart að ég get teiknað. Uppáhaldsmatur: Nautasteik með bernaise, eins og Freyr eldar hana. Ellý með Frey Einarssyni, sambýlismanni sínum. Þau eru bæði mikið áhugafólk um hestamennsku. Ljós- mynd úr einkasafni. 26 viðtal Helgin 13.-15. mars 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.