Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 32
32 matur & vín Helgin 13.-15. mars 2015 V ið skynjum bragð af mat með bragð-laukum á tungunni í fjórum höfuð-áttum; sætt, súrt, biturt og salt. Menn geta reynt að troða umami inn í þessa einföldu mynd, en það má líka flokka umami sem af- brigði af seltu. Ég kýs að gera það. Með fjór- ar höfuðáttir og ása dregna á milli þeirra má flokka bragð á jafn einfaldan hátt og til dæmis stjórnmálaskoðanir á rúðustrikuðu grafi þar sem stjórnlyndi og frjálslyndi mynda einn ás og hægri og vinstri sjónarmið hinn ásinn. En þó það sé gaman að staðsetja fólk á svona grafi (og helst þó sjálfan sig) þá vitum við vel að staðsetningin segir í raun minna en ekkert um lífsskoðanir okkar. Ekki frekar en það gefi góða mynd af mat að meta hann aðeins út frá þessum fjórum höfuðbrögðum; sætu, súru, beisku og söltu. Lyktarskynið eru strengirnir Þessi fjögur höfuðbrögð gefa ekki einu sinni góða mynd af því hvernig maturinn bragðast okkur. Þótt bragð sé í þröngum skilningi að- eins það sem bragðlaukarnir skynja þá vísum við almennt til bæði bragðs- og lyktarskynj- unar þegar við tölum um bragð. Lyktarskynið í munninum er miklu flóknara hljóðfæri en bragðskynið á tungunni. Ef bragðlaukarnir eru slagverkið og bassinn þá er lyktarskynið strengirnir, tréblásturshljóðfærin, brassið og allt hitt. Auðvitað getum við samið mat fyrir bragðlaukana eina; eins og við getum samið einleiksverk fyrir sneriltrommu. En það er bara svo lítið gaman. Engum hefur tekist að skrásetja öll þau lyktarafbrigði sem fléttast saman við bragð- skynjun okkar. Því hefur verið kastað fram að þau skipti einhverjum hundruðum hið minnsta. Það er svoldið mikið stærri veröld en fjórvíður heimur bragðlaukanna. Það er líka erfitt að höndla heim lyktarbragðsins og fanga í orð. Við getum hlegið að tilgerð vín- þjónsins þegar hann líkir rauðvíninu við tré, mold eða hnetur, segir bragðið stingandi eða mjúkt og talar um yfirtón, undritón og botn – en hann er þó að reyna. Hver er hræddur við salt, súrt og sætt? Við getum sagt að bragðlauksmatur sé frum- stæður. Hann keyrir á einföldustu skilgrein- ingu á bragði og hamrar svo á sætunni eða saltinu að engin önnur blæbrigði ná í gegn. Bragðlauksmatur er þó ekki frumstæður í þeim skilningi að hann sé forn eða uppruna- legur eins og forn tónlist eða hellaristur; ein- faldur trommutaktur eða handafar þrykkt á hellisvegg. Bragðlauksmatur er þvert á móti skilgetið afkvæmi módernismans; tilrauna nútímamannsins til að brjóta allt niður í frum- eindir og byggja úr þeim nýjan veruleika; sem kennisetningarnar sögðu að ættu að henta manninum betur; nýr manngerður veruleiki sniðinn að þörfum mannsins án íþyngjandi byrða fortíðar eða sjónskekkju af sögunni. Ofursaltaðar kartöfluflögur (sem reyndar eru flestar núorðið gerðar af maíssterkju) eru því ekki síður módernískt verk en eldrautt verk Barnett Newman. Það vantar aðeins að kalla kartöfluflöguna: Hver er hræddur við salt, súrt og sætt? Hvort tveggja er tilraun til að grípa fast í einhverja grunntaug í fólki til að ná hámarksáhrifum með lágmarks flækju. Stórar kenningar af litlum uppgötv- unum Margt í samfélagi okkar og menningu hefur leitað inn í álíka brautir. Í hvert sinn sem eitt- hvað er mælt eða flokkað eru iðulega dregnar af því of miklar ályktanir. Einu sinni var öll fæðuneysla skýrð út frá próteinum, fitu og kolvetni vegna þess að engum hafði tekist að brjóta matinn niður í minni grunneiningar. Það aftraði fólki ekki frá því að búa til kenn- ingar um hina réttu samsetningu fæðunnar út frá þessu grófa niðurbroti. 55 hlutar kolvetnis, 30 hlutar fitu og 15 hlutar próteins samkvæmt almennri næringafræði. 10 hlutar kolvetni, 60 hlutar fitu og 30 hlutum próteins samkvæmt Robert Atkins heitnum. Þegar menn fóru að mæla vítamín og stein- efni í fæðunni gat það af sér kenningar um æskilega og nauðsynlega dagskammta og ráðleggingar til fólks um að innbyrða svo og svo mikið af vítamíni og steinefnum í töflu- formi. Vítamínum og steinefnum var bætt í óholla fæðu þar til hún varð holl á pappírunum samkvæmt opinberum mælikvörðum um holl- ustu. Síðar leiddu fjölmargar rannsóknir í ljós að engu breytti um heilbrigði hvort fólk tæki inn vítamín í töfluformi eða sem viðbætur í tilbúnum mat. Þrátt fyrir þessar rannsóknarniðurstöður heldur fólk áfram að taka inn töflurnar. Sann- færingin um að við getum endurraðað og leið- rétt matinn út frá mælanlegum frumeiningum er svo sterk að hún lifir áfram þótt hún hafi verið afsönnuð. Og þau okkar sem sætta sig við gagnleysi vítamína hallast flest strax að ensímum eða einhverjum öðrum næringar- efnum sem fundust seinna og enn hefur ekki verið sýnt fram á með jafn afgerandi hætti að gagnast lítið að endurraða. Heimsmynd iðnbyltingar Hugmyndin um að hægt sé að brjóta matinn niður og endurraða á ný svo hann verði betri er sprottin af vélrænni heimsmynd iðnbylting- arinnar. Árangur véla- og verkfræði smitaðist út í alla upplifun af sjálfum okkur og veröld- inni. Ef okkur fannst eitthvað að toppstykk- inu vildum við annað hvort senda vélvirkja inn í undirmeðvitundina til að kippa í nokkra spotta eða gleypa hugbreytandi efni til að lag- færa gangverk hugsunarinnar. Náttúran varð lokað vistkerfi þar sem hver þáttur virkaði á næsta eins og partur í risastórri vél. Mann- félagið varð að vélasamstæðu mælanlegra þátta þar sem markmiðið var ætíð að auka við það sem var mælanlegt. Þrátt fyrir að allt bendi til að þessi vélræna heimsmynd sé bæði röng og skaðleg eigum við erfitt með að brjótast undan henni. Okkur skortir annan valkost. Og við erum orðin svo vélræn í hugsun að það verður æ ólíklegra að við finnum leiðina út; við erum fyrir löngu orðin hluti vélarinnar. Við erum það sem mað- urinn átti við sem sagði að það væri þegar búið að finna upp gervigreind. Hún væri í hausnum á fólkinu sem teldi mögulegt að vél- ar gætu hugsað. Það sem er mælt mun verða Það er lögmál í stjórnun að það sem er mælt mun vaxa. Ef þú mælir mætingar starfsfólks mun stundvísi vaxa. Ef þú mælir árangur af samtölum við viðskiptavini í seldum vöruein- ingum þá mun seldum vörueiningum á hvert samtal fjölga. Ef þú mælir hráefnanýtingu mun hráefnanýting batna. Af þessum sökum hefur stjórnun tilhneigingu til að hverfast um mælanlega hluti. Það sama á við um framleiðslu á vörum. Varan hefur tilhneigingu til að laga sig að mælanlegum þáttum. Bifreiðar urðu aflmeiri þegar farið var að mæla í þeim aflið, sparneyt- nari þegar tókst að mæla orkunýtingu og síð- ur mengandi eftir að útblásturinn var mældur. Í mörgum tilfellum eru mælitæki smíðuð til að halda utan um æskilegan árangur. En í öðrum tilfellum aðlagast framleiðslan einfald- lega að þeim mælitækjum sem í boði eru. Og þar sem við eigum fjölbreytt mælitæki til að mæla efnasamsetningu fæðunnar hef- ur matvælaframleiðslan aðlagað sig að þeim mælingum. Það er til dæmis tilgreint á mat- arvælaumbúðum hvaða efni eru í fæðunni en ekki hvernig hún er á bragðið. Þróun mat- vælaframleiðslunnar hefur hneigst í átt að þessum mælanlegu þáttum; minnkað fitu- innihald og annað sem álitið er óæskilegt og bætt við efnum sem talin eru holl í það og það sinnið. Mælanlegar stærðir hafa sveigt hug- myndir okkar um matinn. Við metum gæði matar út frá skráðri efnasamsetningu hans og ætluðum áhrif hennar á heilsu; metum hann út fá einföldum þekkingarupplýsingum en treystum síður á hæfni okkar til að skynja bragðgæði og meta áhrif matarins á lund og líðan. Ferskleiki utan lífríkis Það vill svo til að einu brögðin sem hægt er að mæla með vélum eru brögðin sem tungan nemur; höfuðáttirnar fjórar; sætt, súrt, bit- urt og salt. Það er því ekki að undra að mat- vælaiðnuðurinn hefur fyrst og fremst keyrt á þessum brögðum. Á grunni þess að sæt- umagn og sölutölur voru bornar saman voru teknar ákvarðanir um að auka sykurmagnið. Sætan hefur líka verið aukin þótt sykrinum hafi verið sleppt. Iðnmaturinn hefur sífellt orðið sætari. Og saltari. Og sumt súrara en fátt beiskara. Það er helsti munurinn á vorum dögum og miðöldum. Þá var margt beiskt en fátt sætt. Nú er flest sætt en fátt beiskt. Matvælaiðnaðurinn mælir líka ferskleika sem takmarkaða örverumyndun. Hægt hef- ur verið á örverumyndun með ýmsum hætti; íblöndun rotvarnarefna, frystingu, gerilsneyð- ingu og svo framvegis. En ferskleiki er ekki lítil örverumyndun þótt mikil örverumyndun geti drepið ferskleika. Það er hægt að fram- leiða vörur með lítilli sem engri örverumynd- un sem samt eru alls ekki ferskar – frekar eins og dánar, farnar úr lífríkinu og yfir í steinaríkið. Örverur vinna ekki á steinum, en steinar eru samt ekki ferskir. Útrýming gamalla hátta Auðvitað hef ég ekki verið að lýsa algildri upplifun okkar af mat heldur hvernig breyt- ingar í framleiðsluháttum, dreifingu og sölu á matvælum hefur gerbreytt matnum (ekki öllum, en flestum) og í kjölfarið hugmyndum okkar um mat (ekki öllum, en flestum). Þetta á kannski ekki við um okkur öll, en flest. Og ég vil aðeins draga athyglina að því að þetta á ekki við um öll landsvæði, en flest. Framleiðslubyltingin og umbreyting hug- mynda okkar um mat hefur gengið leið sína til enda í Bandaríkjunum og getið af sér kröft- ugt afturhvarf til fornra búskaparhátta. Þar vaxa bændamarkaðir og smár búrekstur mun hraðar en iðnrekstur og stórmarkaðir. Íslend- ingar iðnvæddu svo til alla sína matvælafram- leiðslu á síðustu öld en hér er andsvarið enn veikt; dreifileiðir frá smærri framleiðendum til neytenda eru til dæmis enn veikbyggðar þótt þar séu vissulega sprotar. Þótt mörg risastór fyrirtæki í matvæla- iðnaði séu í Frakklandi og öflugar stórmark- aðskeðjur hefur þeim ekki tekist að útrýma gamla framleiðslu- og dreifikerfinu – og þar með gömlu hugmyndum um gæði matar. Gamla kerfið er enn svo sterkt að við getum dafnað vel í Montmartre án þess að skipta nokkru sinni við stórmarkað eða kaupa nokk- urn iðnaðarframleiddan mat. Með því að leyfa sér að dvelja um stund í gömlum heimi opnast augun fyrir hversu ólík- ur hann er; ekki bara á bragðið heldur líður tíminn með öðrum ætti innan hans og heims-  MatartíMinn á MontMartre Heilinn er öflugasti bragðkirtillinn Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Canelé varð til þegar brauðbakarar gátu fellt einokun gildis kökubakara á að nota sykur og mjólk. Éclair á ættir að rekja til matreiðslumeistara Katr- ínar af Medici. Napóleonskökur eru miklu eldri en Napóleon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.