Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 38

Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 38
S portvörur er glæsileg íþrótta-vöruverslun sem sérhæfir sig í æfingatækjum fyrir hagnýt- ar æfingar (e. functional training), þar með talið þá sem stunda Cross- fit. Það eru engar skyndilausnir né „snákaolíur“ í boði, en fyrir þá sem vilja leggja áherslu á liðleika, snerpu, styrk og úthald þá er þetta verslunin sem leita skal til. Sport- vörur er í eigu RJR ehf., rótgróins fjölskyldufyrirtækis sem var stofn- að árið 1946. Allt fyrir Crossfit iðkun „Við sérhæfum okkur í vörum sem eru meðal annars notaðar við Cross- fit iðkun, og erum eina verslunin á Íslandi sem býður upp á allt fyrir þennan hóp. Við erum afskaplega stolt af því úrvali sem við bjóðum upp á, en ekki síður umgjörðina sem við höfum skapað í kringum verslunina,“ segir Árni Friðberg Helgason, sölu- og markaðsstjóri Sportvara, en verslunin hefur einn- ig fengið á sig nafngiftina dótabúð íþróttafólksins af viðskiptavin- um hennar. Helstu viðskiptavinir Sportvara eru líkamsræktarstöðv- ar, íþróttafélög og sveitarfélög en vaxandi hópur viðskiptavina eru einstaklingar sem eru að útbúa sitt eigið „gym“ eða ná sér í aukahluti til að hafa í íþróttatöskunni. „Vör- urnar okkar einkennast því fyrst og fremst af fagmennsku og eru verð- in afar samkeppnishæf á Íslandi og þótt víða væri leitað.“ Vörur frá öllum heimshornum „Við bjóðum aðeins hágæða vörur í samstarfi við þekkt vörumerki í Evrópu, Bandaríkjunum og í Asíu ásamt okkar eigin merki, RJR, sem hefur hlotið afar góðar viðtökur, reyndar svo góðar að stór fyrirtæki í þessum geira í Þýskalandi og Bret- landi hafa leitað ráðgjafar hjá okkur við framleiðslu á eigin vörumerkj- um,“ segir Árni, en fyrirtækið legg- ur einnig mikla áherslu á að bjóða upp á æfingavörur og tæki á hag- stæðu verði. „Markmið Sportvara er og hefur alltaf verið að vera leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í sölu á æfingavörum,“ bætir Árni við. Öflug netverslun og ört vaxandi heildverslun Verslunin er í Bæjarlind 1-3, Kópa- vogi. Vaxandi þáttur í starfsem- inni er heildverslunin en auk þess halda Sportvörur úti öflugri net- verslun, www.sportvorur.is. Þar er hægt að skoða hundruð vara í fimmtán mismunandi vöruflokk- um svo úrvalið er sannarlega fjöl- breytt. „Markmið okkar er bjóða það nýjasta í æfingavörum hverju sinni. Við erum mjög stoltir af þjónustunni okkar, en það er eng- inn verðmunur á vörum hvort þú komir við í versluninni okkar eða pantar í netverslun, því við send- um frítt um allt land, alveg sama hversu þung sendingin er. Þetta hefur mælst sérstaklega vel fyrir á landsbyggðinni,“ segir Árni. Unnið í samstarfi við Sportvörur 38 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015 Dótabúð íþróttafólksins Íþróttavöruverslunin Sport- vörur í Bæjarlind 1-3, Kópa- vogi, sérhæfir sig meðal annars í vörum fyrir Crossfit. Árni Friðberg Helgason, sölu- og markaðsstjóri í verslun Sportvara, Bæjarlind 1-3, Kópavogi. Mynd/Hari Úrvalið í Sportvörum einkenniSt af vörum fyrir n Alhliða líkamsrækt n Einkaþjálfun n Hraða- og snerpuþjálfun n Styrktarþjálfun n Ólympískar lyftingar n Kraftlyftingar n CrossFit Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 109.698 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.122 Meira en bara blandari! CUBE 2015 WWW.TRI.IS HAFÐU SAMBAND CUBE 2014 Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST! 35% AFSLÁTTUR AF CUBE 2015 REIÐHJÓLIN ERU KOMIN! í rauninni er ekki margt sem að-greinir Crossfitfólkið frá öðrum sem leita til mín,“ segir Einar Carl Axelsson íþróttanuddari að- spurður. „Ég er þeirra skoðunar að það sé aldrei æfingakerfið sem er slæmt, frekar að iðkandinn sé ekki tilbúinn fyrir æfingarnar. Ef fólk á ekki inneign fyrir styrk eða liðleika þá skiptir engu máli hver æfingin er eða hvað íþróttin heitir ef farið er fram úr getu líkamans,“ segir Einar Carl. Geta líkamans er jafnvel minni en fólk áttar sig á. „Sem börn sitjum við í skólastofunni og sem fullorðin sitjum við oftast við skrifborðið, og sitjum þegar við keyrum bíl og þegar við borðum. Við sitjum meira og minna allan daginn og hreyfum líkamann lítið. Til dæmis þegar við sitjum á stól förum við aldrei í djúpa hnébeygju og því getur það reynt á líkamann þegar stokkið er á æf- ingu og teknar margar djúpar hné- beygjur. Ég grínast stundum með það að ef við myndum líma apa í stól átta tíma á dag þá myndi það flokk- ast undir dýraníð, en það er einmitt það sem við erum að gera við okkur sjálf. Þessvegna er öll hreyfing góð og nauðsynleg en aðalmálið er að gera hlutina rétt.” Hann ráðleggur fólki að hugsa alltaf um gæði hreyfingarinnar, en ekki endurtekninguna eða klukk- una á veggnum. „Er ég að stjórna lóðinu eða er lóðið að stjórna mér, er spurning sem allir þurfa að spyrja sig, því ef lóðið setur þig í vitlausa stöðu skiptir engu máli hvaða tölu þú skrifar á töfluna því þú ert ekki að vinna.” Hann segir fólki jafn- framt að hætta að horfa á klukkuna og byrja að gera æfinguna vel. „Íslendingar eru stundum svolítið æstir og vilja taka vel á því í tímanum en benda svo á þjálfarann og kenna honum um þegar upp koma meiðsl. Þess vegna segi ég að iðkendur mega ekki gleyma því að ábyrgðin er líka þeirra að gera vel. Langflestir þjálfarar taka vel í allar fyrirspurn- ir hjá fólki og það er um að gera að spyrja og fá góða leiðsögn og ef fólk finnur til þá á það að stoppa og skoða hvað er hægt að gera betur. Ég er með marga hjá mér sem hafa farið illa með axlirnar og þá þarf að vinna sérstaklega með það. ” Einar Carl fer með alla sem til hans koma í gegnum ákveðna heild- argreiningu sem hann byggir með- ferðina á. Stór hluti þeirra sem til hans koma eiga við einhverskonar meiðsl að stríða en aðspurður hvort slík greining geti verið fyrirbyggj- andi segir hann það tvímælalaust vera svo. Láttu lóðið ekki stjórna þér Þó Einar Carl Axelsson íþrótta- nuddari sérhæfi sig í að vinna með afreksfólki í íþróttum er það allskonar fólk sem leitar til hans, þar á meðal margir sem stunda Crossfit. Hann segir mikilvægt fyrir alla sem stunda Crossfit að leggja áherslu á að gera hlutina vel. MYNDATEXTI: Einar Carl Axelsson íþróttanuddari segir að það sé aldrei æfingakerfið sem sé slæmt, frekar að iðkandinn sé ekki tilbúinn fyrir æfingarnar.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.