Fréttatíminn - 13.03.2015, Síða 52
52 matur & vín Helgin 13.-15. mars 2015
Vín vikunnar
Þetta ítalska Primotivo er í reynslusölu
í ÁTVR. Það er á góðu verði og er
prýðis léttur Ítali með berjakeim og smá
sætuvotti. Það er ágætt til
söturs og hentar vel með
öllum léttari mat sér-
staklega léttari ítölskum
mat sem kallar á
rauðvín. Pasta og pitsur
með tómatsósu eru
gott dæmi, sérstaklega
ef kjötmetið er ekki of
yfirgnæfandi.
Líkt og hið létt flippaða nafn þessa víns
gefur til kynna þá siglir það undir örlítið
fölsku flaggi. Það kallar sig game reserve
en það getur varla átt við
villibráð því þó að
vínið sé dökkt og
með dökkum ávexti
þá myndi það ekki
ráða vel við annað
en ljóst kjöt og léttari
mat. Því er hins
vegar ekki að neita
að verðið er gott.
Hér er á ferðinni léttur merlot
frá Chile á fínasta verði. Ágætt
að eiga svona kassa þegar gesti
ber að garði
en passar líka
með léttari
mat, jafnvel
salatréttum, t.d.
með hráskinku
eða ferskum
pastaréttum.
Vito Primotivo
Gerð: Rauðvín
Þrúga: Primotivo
Uppruni: Ítalía
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúðunum: kr. 5.999 3L
Santa Helena Merlot
Gerð: Rauðvín
Þrúga: Merlot
Uppruni: Chile, 2013
Styrkleiki: 13%
Verð í Vínbúðunum: kr. 5.760 3L
Zafrica Game Reserve
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Suður-Afríka, 2013
Styrkleiki: 13%
Verð í Vínbúðunum: kr. 5.399 3L
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Fæst þeirra vína sem
við kaupum okkur eru
ætluð til geymslu eða
eru þeirrar náttúru að
batna með aldrinum. Það
er samt mikilvægt að
huga að því hvernig við
geymum vínin okkar. Það
er t.d. ekki góð hugmynd
að geyma þau inni í eld-
húsi, sérstaklega ekki
fyrir ofan ísskápinn eða
við ofninn þar sem hita-
breytingar eru miklar. Þá
skemmast þau bara. Hér
eru nokkur ráð til að ráða
bót á þessu.
Hvernig er best að geyma vín?
1. Hæfilega
kalt er
gott
Hiti er
óvinur
númer eitt í
víngeymsl-
unni.
Vínin eldast
hraðar og
verða flöt
við stofu-
hita. Það
borgar sig
að geyma
vín við 10-
14 gráður.
2. Of kalt er
ekki gott
Lausnin
er ekki að
skutla vín-
unum inn
í ísskáp.
Það er allt
í lagi til að
kæla hvít-
vínið fyrir
neyslu en
ekki geyma
neina
tegund af
víni í ísskáp
nema það
sér sér-
stakur vín-
skápur. Og
í guðanna
bænum
ekki geyma
vínin í
óupp-
hituðum
skúr eða
geymslu
þar sem
það gæti
jafnvel
frosið.
3. Forðast
hitasveifl-
ur
Vín kunna
ekki að
meta
miklar
hitasveiflur.
Þær fara
líka sér-
staklega
illa í kork-
tappa.
4. Slökktu
ljósin
Vín elska
myrkur og
hata sólar-
ljós sem
er enn ein
ástæðan
til að forða
því úr eld-
húsinu eða
stofunni.
Best að
vera í köldu
glugga-
lausu rými.
5. Hliðarlega
er æskileg
Það er
viturlegt
að geyma
vínflöskur
á hlið. Aðal-
lega af því
að það spar-
ar pláss. Ef
flöskurnar
eru með
korktappa
er ólíklegra
að hann
þorni upp.
Bragð Frakklands á Gallery Restaurant
F yrir ári síðan vildi Marc Bo-uteiller, þáverandi sendi-herra Frakklands, búa til
viðburð hér á Íslandi tengdan matar-
gerð. Í sameiningu skipulögðum við
tveggja daga matreiðslukeppni sem
fékk nafnið Goût de France. Keppn-
in fór fram hér á Hótel Holti og end-
aði á galadinner sem heppnaðist
mjög vel, eins og keppnin öll,“ segir
Friðgeir Ingi. Hráefnið var fyrst og
fremst franskt og sá sendiherrann
um að flytja inn allt það besta beint
frá Frakklandi. „Bouteiller fór svo
á fund í París með öllum helstu
matreiðslumönnum Frakklands,
þar á meðal Alain Ducasse, einum
þekktasta matreiðslumanni heims,
og þeir komu á fót alheimsviðburði
sem felst í að upphefja franska mat-
reiðslu. Þá kom upp hugmynd að
nefna viðburðinn Goût de France.
Þá hló sendiherrann auðvitað og
sagði að það væri hið besta mál því
nafnið væri nú þegar til,“ segir Frið-
geir og hlær. Gallery Restaurant á
Hótel Holti hefur því verið tengdur
við viðburðinn allt frá upphafi.
Yfir þúsund matreiðslumenn
frá fimm heimsálfum
„Sendiherrann bað mig um að taka
frá 19. mars, sem ég gerði. Hann lét
mig svo vita þegar opnað var fyrir
umsóknir og ég sótti um og fékk
þátttökurétt,“ segir Friðgeir Ingi.
Viðburðurinn fer fram næstkom-
andi fimmtudag og verður um allan
heim, en alls munu 1300 matreiðslu-
menn frá fimm heimsálfum taka
þátt í að skapa einstakan málsverð
til heiðurs franskri eldamennsku.
Alls taka um 1000 veitingastaðir
þátt í viðburðinum og mun aðalvið-
burðurinn fara fram í Versalahöll-
inni í Frakklandi.
Bragð Frakklands með ís-
lensku og frönsku hráefni
Á Íslandi fer viðburðurinn fram á
Gallery Restaurant á Hótel Holti og
hefur Friðgeir Ingi hannað sérstak-
an matseðil í takt við hátíðina. „Mér
finnst skipta miklu máli að bjóða
upp á íslenskan humar og krækling,
íslenskan þorsk og að sjálfsögðu ís-
lenskt lamb,“ segir Friðgeir Ingi. 5%
af allri sölu matseðilsins þetta kvöld
munu renna til Landsbjargar. Borð-
apantanir fara fram í síma 552 5700
og á gallery@holt.is. France Media
Monde mun sýna frá viðburðinum á
stöðvum sínum í Frakklandi, Bret-
landi sem og á arabískum stöðvum
sínum. Hægt er að fylgjast með við-
burðinum á facebook: www.facebo-
ok.com/projetgoodfrance
Unnið í samstarfi við
Gallery Restaurant
Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumaður á Gallery Restaurant á
Hótel Holti, mun taka þátt í alþjóðlega matreiðsluviðburðinum
Goût de France, eða Bragð Frakklands, sem fer fram fimmtu-
daginn 19. mars. Upphaf viðburðarins má rekja til samstarfs
Friðgeirs við fyrrverandi sendiherra Frakklands á Íslandi.
Bragð Frakklands 2015:
Matseðill Gallery Res-
taurant 19. mars
Andalifrarterrína og pó-
seruð-pear „mille feuille“
Marineraður humar og
hörpuskel með saffrank-
ryddaðri kræklingafroðu
Langtímaeldaður þorskur
með fennel og kálfasafa
Lambalundir „Wellington“
Úrval franskra osta borið
fram með klettasalati og
truffle vínagrettu
Manjari súkkulaði frá
Valrhona
Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumaður á Gallery Restaurant á Hótel Holti, hefur sett saman
dýrindis matseðil í tilefni hátíðarinnar Bragð Frakklands, sem fer fram um allan heim þann 19.
mars. Mynd/Hari.
www.fi.is
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Fræðslu- og
myndakvöld
„Kúnstir nátt
úrunnar“ og
Kverkfjöll
Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu- og myndakvöldi
nk. miðvikudag, 18. mars, kl. 20:00 í sal FÍ.
„Kúnstir náttúrunnar“, söngvísur
og svipmyndir
Árni Björnsson, Halldór Ólafsson og Páll Einarsson
fræða okkur um ævistarf Sigurðar Þórarinssonar
jarðfræðings og flytja ásamt fleirum nokkarar
vísur eftir hann.
Kverkfjöll - paradís göngu- og
fjallaskíðafólks
Að loknu kaffihléi mun Tómas Guðbjartsson
yfirlæknir sýna myndir frá ferðum í Kverkfjöll
- paradís göngu- og fjallaskíðafólks.
Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur
Allir velkomnir!
– fyrst og fre
mst
ódýr!
1199kr.tvennan
Coke, Coke light eða Coke zero og eitt
Freyju Rís páskaegg nr. 4
Páskaegg +
fjórpakki
Á meðan
birgðir end
ast
saman á
frábæru
verði!
v
4x2
lítrar