Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 60
Svo það er ýmislegt í pottinum. Þetta er skemmtilegt og það hefur ekki verið gert áður að Caput fari yfir nokkur verk sama höf- undarins. Nánari upplýsingar a www.hannesarholt.is Miðasala á midi.is Samsöngur 15.mars Kristín Valsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir Heilsuspjall 17.mars Arnór Víkingsson Tónleikar 18.mars Gunnar Kvaran og Elísabet Waage Dagskrá Hannesarholts Caput hópurinn mun halda tónleika í Norræna húsinu á sunnudag og eru tónleikarnir partur af tónleikasyrpunni 15:15. Á tónleikunum mun Caput hópurinn flytja nokkur verk Þuríðar Jónsdóttur tónskálds og geta tónleikarnir skoðast sem portrett af tónskáldinu. Auk verka Þuríðar mun glitta í verk ítalska tónskáldsins Aldo Clementi. Sérstakur gestur á tónleikunum verður söngkonan Hanna Dóra Sturludóttir sem nýverið hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins. Þuríður segir verkefnið mjög skemmtilegt, þó hún hafi svolítið fengið á tilfinninguna að hún væri að verða sjötug.  Tónleikar CapuT hópurinn flyTur verk Þuríðar JónsdóTTur Starfsferill Þuríðar Jónsdóttur spannar nú 25 ár. Caput hópurinn flytur nokkur verk hennar á tónleikum í Norræna húsinu á sunnudag. Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson Þ etta skrifast svolítið á Caput hóp-inn sem fékk þessa hugmynd að taka þessi verk mín fyrir á einum tónleikum,“ segir Þuríður Jónsdóttir tón- skáld. „Ég fékk þó smá tilfinningu eins og ég væri að verða sjötug og þetta væri hálfgert uppgjör, en svo er nú ekki.“ Caput hópurinn flytur 6 verk eftir Þuríði á tónleikunum og er það elsta frá árinu 2003. „Þetta eru allt saman mjög ólík verk,“ segir Þuríður. „Þetta eru tvö einleiksverk, fyrir víólu annars vegar og óbó hins vegar. Tvö söngverk sem Hanna Dóra Sturludóttir syngur með hópnum og svo tvö verk sem eru í elektrónískum stíl,“ segir Þuríður. „Svo það er ýmislegt í pottinum. Þetta er skemmtilegt og það hefur ekki verið gert áður að Caput fari yfir nokkur verk sama höfundarins.“ Starfsferill Þuríðar spannar nú meira en 25 ár. Framan af var Ítalía vettvangur hennar, bæði sem flautuleikara og tón- skálds en nú býr hún á starfar á Íslandi. Meðal þekktustu verka hennar má nefna flautukonsertinn Flutter, saminn fyrir ítalska flautusnillinginn Mario Caroli, Flow and Fusion fyrir stóra hljómsveit og rafhljóð, Rauðan hring fyrir kór, ein- söngvara og rafhljóð og harmoniku- konsertinn Installation around a Heart sem hún samdi fyrir hinn þekkta norska harmonikuleikara Geir Draugsvoll og Caput. Um þessar mundir vinnur hún að nýju verki sem frumflutt verður í vor. „Ég er með vinnustofu á Króki á Álftanesi þar sem ég er með útsýni út á hafið og kindur og kýr í næsta garði,“ segir Þur- íður. „Verkið sem ég er að vinna að er fyrir fiðlu og píanó og var pantað fyrir Listahátíð í Reykjavík og verður því frumflutt á þeirri hátíð,“ segir Þuríður Jónsdóttir. Tónleikar Caput hópsins á sunnudag hefjast klukkan 15.15 og er miðasala við innganginn. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Þetta er ekki uppgjör H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 4 2 4 Áfallastreita sjál oðaliða á hamfarasvæðum Fimmtudaginn 19. mars kynnir Sigríður Björk Þormar doktorsverkefni si í áfallasálfræði. Hún hefur rannsakað áhrif hamfaravinnu á líðan sjáloðaliða. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 17.30-18.30 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is Fjallað um kvíða, þunglyndi og spáþæi sem tengjast einkennum áfallastreitu. Kraumur tónlistarsjóður og Hönnunarsjóður Auroru bjóða í götupartí á laugardag- inn þar sem hljómsveitir og tónlistarmenn, hönnuðir og arkitektar mætast í pop-up borg framtíðarinnar í porti Listasafnsins. Viðburðurinn er stefnumót tónlistar og hönnunar á HönnunarMars og er samvinnuverkefni sjóðanna sem síðustu ár hafa unnið með og að framgangi fjölda íslenskra tónlistar- manna og hönnuða, hérlendis sem erlendis. Í porti Hafnarhússins er verkefnið Hæg breytileg átt með sýningu sem varpar ljósi á íbúðir og hverfi fram- tíðarinnar, en þetta kvöld umbreytist sýningin í lifandi framtíðarborg þar sem á einni götunni er blásið til partís. Þeir tónlistarmenn sem koma fram eru Retro Stefson ,Sin Fang ,Samaris ,Snorri Helgason, Bjartey & Gígja úr Ylju og Valdimar Guðmunds- son & Örn Eldjárn. Hönnun kvöldsins er í höndum The- resa Himmer og Brynhildar Pálsdóttur. Uppákoman í Listasafn- inu hefst klukkan 21 og er aðgangseyrir enginn. -hf  TónlisT mæTir arkiTekTúr Dúndrandi götustemning í Listasafnsportinu Snorri Helgason er einn þeirra sem kemur fram í götupartíi Listasafnsins. 60 menning Helgin 13.-15. mars 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.