Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 68
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Halla Helgadóttir
Bakhliðin
Heill og
sannur leið-
togi
Nafn: Halla Helgadóttir
Aldur: Mun eldri en fólk heldur.
Maki: Ingvi Þór Elliðason.
Börn: Synirnir Arnaldur Bjarnason
og Matthías Orri Ingvason og mínar
yndislegu stjúpdætur, Bríet Birta Ingva-
dóttir, Anita Brá Ingvadóttir, Ástrós
Ingvadóttir, Kristín Mjöll Bjarnadóttir og
Líney Rut Bjarnadóttir.
Menntun: Grafísk hönnun.
Starf: Framkvæmdastjóri Hönnunar-
miðstöðvar Íslands.
Fyrri störf: Art director á auglýs-
ingastofu, teiknistofustjóri, grafískur
hönnuður.
Áhugamál: Hönnun, mannlíf, framtíðin,
þjóðfélagsumræða, ferðalög og svo
finnst mér mjög gaman að búa eitthvað
til.
Stjörnumerki: Tvíburi, auðvitað.
Stjörnuspá: Láttu ekki hugfallast þótt
samskipti þín og vinnufélaga þinna
gangi ekki snurðulaust með öllu. Ekki
skaltu erfa málin við nokkurn mann.
Halla er eldklár, hörku-dugleg og mikill leiðtogi og hefur verið frá fyrstu
tíð,“ segir Egill Helgason, bróðir
Höllu. „Stundum finnst mér full-
mikill fyrirgangur í henni, en
hún kemur hlutum í verk. Hún er
fjarska réttsýn og alveg laus við
allar kreddur – væri ferlega fín í
pólitík. Held samt að hún myndi
ekki þola tvöfeldnina og óheilind-
in þar, slíkt fer mikið í taugarnar
á Höllu. Hún á það til að keyra sig
full hart, en það er partur af því
hvað hún er heil og sönn,“ segir
Egill.
Halla Helgadóttir er framkvæmdarstjóri
Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem heldur
utan um Hönnunarmars í sjöunda sinn í
ár. Hátíðin spannar vítt svið, þar sýna
helstu hönnuðir þjóðarinnar það sem
í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir
stíga sín fyrstu skref. HönnunarMars er
uppskeruhátíð, þar fara fram viðskipta-
stefnumót íslenskra og erlendra fyrir-
tækja við fyrirtæki hönnuða, hann hvetur
til samstarfs og þar verða ný stefnumót.
Hrósið...
... fær Gettu betur lið Mennta-
skólans í Reykjavík sem vann
úrslitaviðureignina gegn FG mjög
sannfærandi á miðvikudaginn.
Ævintýralegir
loftbelgir
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð frá 4.500,-