Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 70
tíska Helgin 13.-15 mars 20152
V ið teljum að heilbrigður lík-ami stuðli að heilbrigðum huga. Heildræn nálgun að
heilsu og vellíðan hefst með því að
tryggja að snyrtivörur sem þú notar
á líkamann séu jafn náttúrulegar og
lífrænar eins og það sem þú borð-
ar,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir,
sölu- og markaðsstjóri hjá Automax.
Vörurnar frá Dr. Organic innihalda
aðeins náttúruleg og lífræn hrá-
efni. Uppruni hráefnanna er frá öll-
um heimsálfum og er hvert einasta
efni prófað til að tryggja að það sé í
samræmi við strangar viðmiðunar-
reglur um gæði samkvæmt stefnu
Dr. Organic. „Sérstaða varanna
felst í því að í öllum kremunum er
aloe vera en ekki vatn. Vatn þurrkar
húðina en Aloe Vera er rakagefandi
og græðandi,“ segir Svala.
Einstakar vörur úr kókos og
kókosolíu
Kókoslínan frá Dr. Organic inni-
heldur ríkulegt magn af trefjum,
vítamínum og steinefnum. Kókos-
olía hefur verið flokkuð sem hagnýt
fæða vegna þess að kókos stuðlar að
bættri heilsu og inniheldur góð nær-
ingarefni. Kókosolían frá Dr. Org-
anic er einstök þar sem í henni er
blanda af mangó og papaya. „Þessir
ávextir gefa olíunni suðrænan blæ
sem veitir svo sannarlega ekki af
hér á landi,“ segir Svala. Moisture
Melt Coconut Body olían er svo
algjör dekur olía fyrir húð og hár.
„Olían fer vel inn í húðina og hún
verður silkimjúk á eftir.“
Vörur án allra aukaefna
Ein af vinsælustu vörunum í kókos-
línunni er svitalyktareyðirinn Coco-
nut Deo. „Hann er laus við ál og öll
önnur óæskileg aukaefni sem marg-
ir svitalyktareyðar innihalda,“ segir
Svala. Í línunni er einnig að finna
fjöldamargar aðrar vörur, til dæmis
dag- og næturkrem fyrir mjög þurra
húð eða eldri húð, kókos andlits
serum, sjampó og hárnæringu sem
gefur hárinu mýkt og fallegan gljáa.
Vörurnar frá Dr. Organic eru fá-
anlegar í öllum verslunum Heilsu-
hússins, Lyfju og Apótekinu.
Unnið í samstarfi við
Dr. Organic/Automax
Náttúrulegar vörur frá
öllum heimshornum
Snyrtivörurnar frá Dr. Organic eru lausar við öll aukaefni
Léttleiki og náttúrulegir tónar
einkenna hártískuna í vor
Valdís Dröfn Pálsdóttir, hár-
snyrtir á Salon Ritz, fer yfir
það nýjasta í hártískunni.
H ártískan í vor er eitthvað sem við megum láta okkur hlakka til. „Við sjáum marg-
breytileika í síddum en þó verður
axlarsídd með léttleika og liðum
vinsælust. Síða hárið verður áfram
í tísku, eins og undanfarin ár. Topp-
arnir verða frekar síðir en hárið að
aftan og í hliðum klippt í styttur til
að gefa meiri léttleika og hreyfingu
í hárið. Lyfting og fylling verður og
er mjög vinsæl hjá öllum aldurshóp-
um. Til að ná því fram er best að nota
Extra Body Boost frá Paul Mitchell
sem er spreyjað í rótina og því næst
er hárið þurrkað með blásara. Hárið
poppast upp við það og verður við-
ráðanlegt og helst glæsilegt allan
daginn,“ segir Valdís Dröfn Páls-
dóttir, hársnyrtir á Salon Ritz.
Gylltir, gráir og náttúrulegir tón-
ar verða einnig í tísku í vor. „Best
er að biðja um álit hjá hársnyrtinum
hvaða tónn hentar best þínum húðlit
en hann er sérfræðingur í litavali.
Módelinu með síða hárið hentar til
dæmis frekar að hafa kalda tóna en
þeirri með axlarsíða hárið fer mik-
ið betur hlýir hunangstónar. Réttir
tónar draga fram augn- og húðlit
hvers og eins,“ segir Valdís Dröfn.
Unnið í samstarfi við
Arctic Trading Company
Náttúrulegur tónn með gráu ívafi. Blásið
var upp úr Extra Body Boost frá Paul Mitc-
hell í rótina til að ná fram lyftingu en Super
Skinny Serum sett í endana til að mýkja. Dry
shampoo var úðað í rótina eftir blásturinn
til að gefa hámarks lyftingu og fyllingu í
hárið. Stay Strong hárlakki frá Paul Mitchell
er úðað yfir í lokin til að fá létt og gott hald.
Hunangsbrúnn litur með „ombre“ sem er
ljósari tónn í endum. Extra Body Boost frá Paul
Mitchell var notað við blásturinn til að fá fyll-
ingu og Stay Strong hárlakki frá Paul Mitchell
er úðað yfir í lokinn til að fá létt og gott hald.
Super Skinny
Serum Frá Paul
Mitchell
Mýkjandi og nær-
andi serum sem
gerir hárið silki-
mjúkt og glansandi.
Extra Body
Boost Frá Paul
Mitchell
Rótarlyfting
sem lyftir
hárinu vel frá
rótinni.
Dry Wash Frá
Paul Mitchell
Þurrsjampó sem
gefur frískan ilm,
þurrkar upp og
gefur lyftingu og
fyllingu í hárið.
Stay Strong Frá
Paul Mitchell
Frábært þurrt
hárlakk með
góðu haldi.
Hentar í allar
hárgerðir.
Eftirsóknarverð mýkt
Regluleg notkun á djúpnæringu gerir hárið mjúkt og meðfærilegt.
H ár sem er meðhöndlað með djúpnæringu reglulega er auðveldara í meðförum,
auk þess sem endarnir klofna síður
og þar af leiðandi er auðveldara að
halda því í góðri lengd. Það er hins-
vegar einstaklingsbundið hversu oft
þarf að nota djúpnæringu og sumir
nota hana á þriggja til fjögurra daga
fresti en aðrir á tveggja vikna fresti.
Ágætt er að byrja á því að nota hana
einu sinni í viku og sjá svo hver ár-
angurinn er. Það er líka gott að leita
til fagaðila og fá ráðleggingar um
tíðni notkunar og hvaða djúpnæring
hentar best. Annað sem þarf að hafa
í huga varðandi djúpnæringu er hita-
stig og tímalengd. Oftast er að finna
leiðbeiningar á flöskunni en það get-
ur verið gott að hita næringuna með
því að stinga flöskunni í heitt bað-
vatn í nokkrar mínútur og þá á hún
að virka betur og lengur. Hvað tíma-
setningu varðar er mikilvægt að láta
næringuna ekki vera of lengi í hár-
inu og aldrei að leyfa djúpnæringu
að vera í hárinu yfir nótt. Hún á að ná
fullri virkni á 20 til 30 mínútum. Ef
hún skilar ekki árangri á þeim tíma
er ráð að prófa aðra tegund.
Það er best að byrja á því að næra
endana fyrst og vinna sig svo í átt
að rótinni, en flestir gera þetta öf-
ugt. En með því að byrja á endunum
þá fá þeir lengri tíma til að draga í
sig næringuna, og oftast þurfa þeir
mest á henni að halda þar sem þeir
geta verið þurrir og klofnir.
Það er einfalt að nota djúpnær-
ingu en það er líka alltaf hægt að
fara á hárgreiðslustofu og fá fag-
mann til að setja djúpnæringu í
hárið. Hann sér þá um að velja réttu
næringuna og hafa hana í hárinu
í þann tíma sem hún krefst til að
virka vel, auk þess sem oftast fylgir
blástur með þannig að hárið verður
glansandi og flott eftir meðferð á
hárgreiðslustofu.
Auðveldara er að halda hárinu síðu með
því að nota djúpnæringu því það kemur
í veg fyrir klofna enda og þurrk.