Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 72
tíska Helgin 13.-15 mars 20154 Förðun: Kristjana Rúnarsdóttir. Módel: Eskimo Models – Rán. A llur undirbúningur fyrir góða förð-un hefst á að undirbúa húðina vel. Í þessu tilfelli byrjaði Kristjana á að setja Génifique serum sem örvar starfsemi húðarinnar og eykur ljóma. Því næst La Base Pro Hydra Glow sem gefur góðan raka og fal- legan ljóma sem kemur í gegnum farðann. Farði: Nýr farði, Miracle Cushion númer 02 (léttur fljótandi farði í svampi) sem gefur fallega létta áferð sem einfalt er að byggja upp í góða þekju. Best er að dumpa farðanum létt á með svamp- inum sem fylgir. Augabrúnir: Le Sourcils Pro númer 030 auga- brúnablýantur er notaður til að fylla upp í augabrúnirnar til að móta þær. Að auki er bursti á enda blýantsins til að greiða í gegnum brúnirnar. Augu: Vorlitir Lancôme innihalda augnskuggapal- lettu með 9 litum. Litir númer 1-3 eru ljósir mattir tónar. Litir 4-6 eru sanseraðir litir og litir númer 7-9 eru túrkisbláir tónar. Litur númer 1 er notaður yfir allt augnlokið alveg að augabrúnum sem grunnur. Næsta lit númer 5 fór á allt neðra augn- lokið. Litur númer 4 er settur í innri augnkrók og undir augabrún. Í augnlínuna undir augunum er settur litur númer 8 hálfa leið og á móti frá innri augnkrók og út er litur númer 7. Hypnôse vatns- heldur augnblýantur í túrkisbláum lit er settur í efri augnlínuna alla leið inn í innri augnkrók. Maskari: Hypnôse Doll Eyes svartur settur á augnhárin. En hann lyftir augnhárum frá rót, þéttir og lengir. Kinnar: Mildur og fallegur litur í Blush Subtil kinnalitunum númer 11 var settur á epli kinnanna til að fá fallegan og mildan roða í kinnarnar. Varir: Lip Lover gloss númer 401, bjartur bleikur tónn. Vorlúkkið frá Lancôme Geir Sigurðsson, hárgreiðslumeistari á Rakarastofu Akureyrar, hefur góða reynslu af Nioxin hárvörunum. Þær stuðla að styrkingu í hársverðinum og koma í veg fyrir alls konar hárvandamál. Þykkara hár og heilbrigðari hársvörður H árlos og hárþynning er ótrúlega algengt vanda-mál hjá báðum kynjum og í sumum tilfellum getur þetta verið mjög viðkvæmt og jafnvel feimnis- mál. Ástæður fyrir hárlosi geta verið af ýmsum toga, til dæmis vegna erfða, hormónabreytinga, sjúkdóma, álags, mataræðis, vöðva- bólgu og fleiri þátta. Nioxin hárvör- urnar hjálpa til við að draga úr hár- losi með því að auka blóðflæði til hársekkja, auk þess sem vörurnar skapa hárinu gott vaxtarumhverfi ásamt því að huga að veikburða hári sem vill auðveldlega brotna. Nioxin stuðlar að þykkara hári Nioxin hárvörurnar eru eingöngu seldar á hársnyrtistofum og eru mjög auðveldar í notkun. Geir Sigurðsson, hárgreiðslumeistari á Rakarastofu Akureyrar, hefur sjálfur prófað vörurnar. „Munur- inn varð strax sýnilegur, án þess þó að ég væri að telja hárin,“ segir Geir. „Nioxin stuðlar aðallega að styrkingu í hársverðinum. Mörg hárvandamál byrja í hársverðinum og með þessum vörum er hægt að koma í veg fyrir þau,“ bætir Geir við. Til að ná sem bestum árangri er ráðlagt að hefja notkun varanna á hárgreiðslustofu. „Þannig getur við- eigandi fagaðili greint hár viðskipta- vinarins og valið vörur úr línunni við hæfi hvers og eins, auk þess sem hársvörðurinn er djúphreinsaður,“ segir Geir. Grunnpakki af Nioxin samanstendur af sjampói, næringu og sérstöku efni fyrir hársvörðinn. Vörur fyrir konur jafnt sem karla Vörurnar henta konum jafnt sem körlum og segir Geir að karlmenn með veikan hárvöxt hafi til dæmis fundið mikinn mun. Líklega eru þó fleiri konur en karlar sem nota vör- una, enn sem komið er. „Það þarf einfaldlega að kynna þetta frekar fyrir körlunum. Um leið og þeir eru farnir að finna mun þá er ekki aftur snúið. Þeir hafa bæði fundið mun á hárinu og flasa og slíkt hefur einnig horfið,“ segir Geir. Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson ehf. Augnháranæring gerir yfirborð augnháranna mýkra þannig að maskarinn dreifist jafnt yfir hár- in svo það myndast síður klessur á augnhárunum og auðveldara er að bera maskara á mjúk augnhár. Augnháranæring gerir þau jafn- framt mýkri og fallegri í útliti og próteinið í næringunni gefur hár- unum þykkara yfirbragð. Ef augn- hárin verða of þurr þá er líklegt að þau brotni auðveldlega þegar augun eru nudduð og það er jafnvel nóg að blikka augunum til að þurr augn- hár brotni sem gerir þau styttri og ójöfn. En með reglulegri notkun augnháranæringu er hægt að halda augnhárunum löngum. Það eru margar tegundir af augn- háranæringu til í verslunum, en flestar innihalda mýkjandi efni sem kalla emmólíent sem smýgur inn í augnhárin og gerir þau mýkri. Einn- ig er að finna prótein sem styrkja augnhárin eða öllu heldur trefjarnar sem hárin samanstanda af. Margar tegundir eru til af augn- háranæringu en oftast eru þær í svipuðum umbúðum og maskari og bornar á með sama hætti og mask- ari. Sumir framleiðendur setja nær- ingu og maskara í sömu umbúðir sem getur verið handhægt og þægi- legt að stinga í töskuna. Leiðbein- ingar eru á umbúðum um hversu oft þarf að nota augnháranæringu, en hafið í huga að það tekur nokkrar vikur af notkun til að sjá raunveru- legan árangur. Löng og mjúk Draumurinn um löng, þykk og mjúk augnhár getur ræst með því að nota augnháranæringu. Augnhárin verða mýkri og þykkari með notkun augnháranæringar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.