Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 87

Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 87
tískaHelgin 13.-15 mars 2015 19 Peysurnar frá Júniform hafa notið mikilli vinsælda um árabil. Falleg íslensk hönnun í notalegu umhverfi Öxney er einstök verslun í 101 Reykjavík J úniform er þekkt 13 ára gamalt íslenskt merki og á sinn stað í hjörtum margra ís-lenskra kvenna. Peysurnar frá Júniform eru fáanlegar í Öxney og hafa verið vinsælar ár eftir ár og stöðug endurnýjun á sér stað í sniðum, mynstrum og litum. Peysurnar eru hlýjar en samt léttar og eru allar prjónaðar hér á landi og henta vel fyrir íslenskt veðurfar. Öll munstrin eru hönnuð og teiknuð í hönd- unum af Birtu Björnsdóttur, yfirhönnuði hjá Júníform. Um þessar mundir er grár, hvítur og svartur litur áberandi í mynstrunum og fleiri litir eru væntanlegir með vorinu ásamt nýjum sniðum. Hönnunarteymið hjá Júníform býður einnig upp á marga fallega kjóla og handunnið skart sem er einnig fáanlegt í Öxney. Verslunin er einstaklega skemmti- lega hönnuð að innan. Fallegir fylgihlutir. Hálsmen af öllum stærðum og gerðum. Íslensk hönnun í fyrirrúmi Öxney er einnig með samnefnda línu sem sam- anstendur af flottum kjólum. Kjólarnir eru klass- ískir með bóhemísku yfirbragði sem gerir þá ein- staka, en bóhemísk áhrif verða áberandi í sumar. Efnin og öll hugsun bak við þessa línu eru kjólar sem konur geta notað oft og mikið og efnin sem eru valin eru þægileg, flott og endast vel. Öxney býður einnig upp á mikið úrval af fallegum ein- stökum fatnaði og fylgihlutum, mest íslenskum. Klæðnaður fyrir öll tilefni Í Öxney er hægt að finna klæðnað fyrir öll til- efni og boðið er upp á persónulega þjónustu. Það er því um að gera að kíkja á Klapparstíginn og finna rétta klæðnaðinn fyrir ferminguna, veisluna, árshátíðina eða útskriftarveisluna. Nánari upplýsingar má finna í síma 571-4010. Unnið í samstarfi við Öxney Bóhemísk og rómantísk áhrif verða áberandi í sumar.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.