Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Síða 6

Fréttatíminn - 17.04.2015, Síða 6
 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566 ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR TIMEOUT Hægindastóll með skemli Fáanlegur í mörgum útfærslum og litum. Svart leður og hnota með skemli. Fullt verð: 379.980 kr. Tilboðsverð 299.990 kr. AFSLÁTTUR 20% Stillanlegur höfuðpúði. Þægilegt handfang til að stilla halla á baki. Skemill hentar öllum óháð lengd. Undirritun við Celiktrans Shipyard. Saban Koca, innkaupastjóri Celiktrans, Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek og Volkan Urun, framkvæmdastjóri Celiktrans.  SkipaSmíðar Nortek gerir 270 milljóNa króNa SamNiNg Fullbúið gagnaver í þrjá ísfisktogara Nortek ehf. hefur gert 270 milljóna samning við tyrknesku skipasmíðastöð- ina Celiktrans í Istanbúl. Samningurinn felur í sér að Nortek hannar og setur upp öryggis- og tæknibúnað ásamt full- búnu gagnaveri í þrjá ísfisktogara sem skipasmíðastöðin er með í smíðum fyrir HB Granda. Nortek gerði nýverið samn- ing um samskonar verkefni í 4 skip, fyrir Samherja, Útgerðarfélag Akureyr- ar og Fisk Seafood á Sauðárkróki. Það var stærsti einstaki samningurinn sem Nortek hefur gert frá upphafi og nam verðmæti hans 350 milljónum króna. Þessir tveir samningar skapa fjölda hátæknistarfa á Íslandi og í Noregi en fyrirtækið þarf að fjölga tæknimennt- uðu starfsfólki vegna samninganna, að því er fram kemur í tilkynningu. Nortek hefur sérhæft sig í öryggis- tækni, seinni árin með sérstaka áherslu á öryggis-, upplýsinga- og vöktunarkerfi fyrir útgerðina. „Samningarnir tveir eru sterkar grunnstoðir fyrir fyrirtækið og tryggja rekstur Nortek næstu tvö árin. Samn- ingarnir færa einnig systurfyrirtæki Nortek, Nordata, umtalsverð verkefni og tekjur. Með samningnum tryggja ís- lensku útgerðarfyrirtækin sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima en Nortek bæði selur og þjónustar búnaðinn,“ segir Guðrún Ýrr Tómasdóttir, markaðsstjóri Nortek. Í vöktunarkerfinu sér skipstjórinn legu skipsins myndrænt, halla þess og hversu djúpt það ristir. Olíueyðsla og raforkunotkun sést einnig í rauntíma. Allar upplýsingar og viðvaranir eru skráðar, ásamt því að siglingaljósum og ljósum á dekki er stjórnað frá skjánum. -jh a llir félagsmenn í Dýralækna-félagi Íslands, 12 félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga hjá Matvælastofnun og 13 starfsmenn í Stéttarfélagi háskólamanna á matvæla-og næringasviði (SHMN) hjá Matvælastofn- un, fara í ótímabundið verkfall næstkom- andi mánudag, 20. apríl. Einungis forstjóri Matvælastofnunar og yfirdýralæknir eru undanþegnir verkfalli hjá þessum starfs- stéttum. Þar að auki munu 35 félagsmenn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnar- ráðsins (FHSS) fara í verkfall þennan sama dag og er boðað að það standi til 8. maí. Öll 17 aðildarfélög BHM semja sameiginlega um kjör félagsmanna og sameiginleg krafa þeirra er hækkun grunnlauna og stytting vinnuvikunnar. Dýravelferð ógnað Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonast til að samningar náist áður en boðað verkfall skellur þann 20. apríl. „Ef verkfall hefst á mánudag eru afleið- ingarnar þær að við leggjum niður allt mat- vælaeftirlit. Það mun strax koma sér mjög illa fyrir slátrun, sérstaklega á alifuglum og svínum því menn eru komnir að þeim tíma að það þarf að fara að slátra þeim dýrum. Það á alltaf að vera viðstaddur dýralæknir við slátrun á dýrum til að hafa eftirlit með aflífun og heilbrigði afurðanna. En ef slátrunin dregst þá verður þröngt á dýrunum svo það munu koma upp dýra- velferðarmál. Eina leiðin út úr því er að sótt verði um undanþágur til undanþágu- nefndar sem búið er að skipa. Sú nefnd ákveður hvort það verði einhver kallaður út til starfa eða ekki.“ Inn- og útflutningur stöðvast Auk tafa á slátrun eiga eftir að koma upp vandamál með inn- og útflutning sem þarfnast heilbrigðisvottunar. „Viðskipti á EES svæðinu ættu að geta gengið nokkuð eðlilega fyrir sig en í viðskiptum við svo- kölluð þriðju ríkin, eins og t.d. Bandaríkin, Rússland og Kína, þar geta skapast miklir erfiðleikar varðandi inn- og útflutning á landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þar að auki leggst niður allt eftirlit með matvæla- fyrirtækjum hjá okkur auk þess eftirlit með fóðri og áburði. Það er auðvitað á fjölmörgum sviðum sem þetta starfsfólk er að sinna störfum sínum, sem varða bæði hagsmuni fyrirtækja og almennings.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  ViNNudeilur Fjögur Félög BHm í VerkFall á máNudagiNN Verkfall gæti ógnað dýravelferð Hefjist verkfall félagsmanna Dýralæknafélags Íslands og félagsmanna BHM hjá Matvælastofnum mánudaginn 20. apríl mun allt matvælaeftirlit stöðvast. Sláturtíð í alifuglahúsum og á svínabúum er að hefjast og óttast Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, að verði ekki af slátrun muni fljótt þrengja að dýrunum. Félagsmenn í verkfalli frá 7. apríl  Félag geislafræðinga (FG), ótímabundið verkfall.  Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) á Landspítala, ótímabundið verkfall.  Félag lífeindafræðinga (FL), ótímabundið verkfall, frá klukkan 8-12 alla virka daga.  Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) á Landspítala, ótímabundið verkfall frá klukkan 00-24 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.  Stéttarfélag lögfræðinga (SL) hjá Sýslumanninum á höfuð- borgarsvæðinu. Ótímabundið verkfall.  Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) á Sjúkrahúsinu á Akureyri, ótímabundið frá klukkan 00-24 alla mánudaga og fimmtu- daga frá 9. apríl. Verkföll sem hefjast 20. apríl  Dýralæknafélag Íslands (DÍ), ótímabundið verkfall.  Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) á Matvæla- stofnun, ótímabundið verkfall.  Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og nær- ingarsviði (SHMN) á Matvælastofnun, ótímabundið verkfall.  Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðs- ins (FHSS) hjá Fjársýslu ríkisins, tímabundið verkfall frá 20. apríl til 8. maí. Ef verk- fall hefst á mánudag eru afleið- ingarnar þær að við leggjum niður allt matvæla- eftirlit. 6 fréttir Helgin 17.-19. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.