Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Síða 10

Fréttatíminn - 17.04.2015, Síða 10
Nýskráðir fólksbílar eftir litum 2014 Heildarfjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á árunum 2007-2014 eftir litum Heimild: Samgöngustofa N 29 2015 Listahátíð í Reykjavík Dans, jazz & ópera Shantala Shivalingappa @ Borgarleikhúsið — 2. júní Jan Lundgren Trio — Sænskur jazz @ Gamla Bió — 4. júní MagnusMaria @ Þjóðleikhúsið — 3. júní Nýskráðir brúNir bílar 2007-2014 Nýskráðir bláir bílar 2007-2014 ’07 ’07’08 ’08’09 ’09’10 ’10’11 ’11’12 ’12’13 ’13’14 ’14 1.600 1.000 800 500 Nýskráðir gráir bílar 2007-2014 Nýskráðir rauðir bílar 2007-2014 ’07 ’07’08 ’08’09 ’09’10 ’10’11 ’11’12 ’12’13 ’13’14 ’14 8.000 1.200 4.000 600 Nýskráðir svartir bílar 2007-2014 Nýskráðir hvítir bílar 2007-2014 ’07 ’07’08 ’08’09 ’09’10 ’10’11 ’11’12 ’12’13 ’13’14 ’14 1.600 2.200 800 1.100 Nýskráðir aðrir litir 2007-2014 samtals Nýskráðir fólksbílar 2007-2014 ’07 ’07’08 ’08’09 ’09’10 ’10’11 ’11’12 ’12’13 ’13’14 ’14 1.200 16.000 600 8.000 n Brúnn 967 n Blár 270 n Grár 4.078 n Rauður 1.060 n Svartur 649 n Hvítur 2.109 n Aðrir litir 242 Samtals 9.462 Gráir bílar vinsælastir – hvítir í sókn á síðasta ári voru 9.500 fólks-bílar nýskráðir og voru 4.100 þeirra gráir. Hvítur hefur verið í sókn á undanförnum árum en aðrir litir njóta minni vin- sælda. Svartir bílar seldust eins og heitar lummur árið 2007 þegar fjöldi nýskráðra bíla var einnig í há- marki en vinsældir svarta bílsins hafa dalað nokkuð síðan. Guðmundur Hrafnkelsson, sjálf- stætt starfandi bílasali og bílamál- ari, telur vinsældir gráa litarins vera þann að óhreinindi sjást lítið á gráum bílum. „Það þarf bara að skola bílinn og þá er hann hreinn. Það ber líka minna á lakkskemmd- um. Hvítur er að vinna mikið á, bæði er það hlutlaus litur og margir nýir bílar eru þannig hannaðir að hvítur kemur mjög vel út á þeim,“ segir hann. „Mér persónulega finnst rauðir bílar alltaf fallegastir. Það er svona sportlegur litur á með- an þeir sem vilja ekki vera áberandi taka gráa litinn. Það er líka algengt að fólk kaupi alltaf nýjan bíl í sama lit og gamli bíllinn.“ Svartir bílar eru gjarnan merki um ákveðinn lúxus en afar mikla vinnu þarf til að halda þeim hrein- um og glansandi. „Það er eins og með aðra dökka bíla að það er dag- leg vinna að halda þeim almenni- lega við,“ segir hann. Samgöngustofa tók saman fyr- ir Fréttatímann tölur yfir fjölda nýskráðra fólksbíla á síðustu árum eftir litum, óháð skráningu bílanna í dag. Tekið skal fram að bílaleigubílar eru ekki inni í þess- um tölum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Gráir bílar eru þeir alvinsælustu á Íslandi en á síðasta ári voru þeir ríflega 40% nýskráðra fólksbifreiða. 10 fréttir Helgin 17.-19. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.