Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Page 12

Fréttatíminn - 17.04.2015, Page 12
„Helvítis útlendingarnir“ F jöldi innflytjenda á Íslandi hefur tvöfaldast á síðastliðn-um áratug og nú telur þessi vaxandi hópur 8,4% landsmanna. Rannsóknir hafa sýnt að meðallaun þessa fólks eru lægri en Íslendinga og að menntun þeirra nýtist þeim illa hér á landi. Erla S. Kristjáns- dóttir, doktor í þverfaglegri aðlög- un, og Þóra Christianssen, doktor í samskiptum, hafa nýlokið við rann- sókn á samningsstöðu útlendinga með háskólamenntun á íslenskum vinnumarkaði. „Af einhverjum ástæðum er menntun útlendinga ekki að nýtast þeim á Íslandi og þess vegna fannst okkur áhugavert að skoða hvernig þetta fólk upplifir sína samningsstöðu,“ segir Þóra. „Af hverju er það með lægri laun og af hverju nýtist menntun þess ekki í starfi? Er það ekki með neinar kröfur eða treystir það sér ekki til að koma með kröfur? Eða fær það ekki tækifæri til þess?“ Tungumálið og tengslanetið Niðurstöður þeirra styðja niðurstöð- ur fyrri rannsókna. Það sem hamlar innflytjendum við að komast áfram á íslenskum vinnumarkaði er fyrst og fremst tungumálið og skortur á tengslaneti. Þeirra rannsókn sýn- ir að það eru líka þessi atriði sem hamla menntuðum útlendingum þegar kemur að því að semja um laun. „Tengslanetið er mjög mikil- vægt til að komast að því hvað eru eðlileg laun og margir nefna hversu gott sé að hafa stéttarfélögin. En taxtinn er eitt og hann segir hvað lágmarkið er, en svo semur fólk vanalega um hærri laun. En það heldur kannski að allir séu að fá lágmarkslaunin og sættir sig því við þau, eða þorir ekki biðja um launahækkun af ótta við að missa starfið,“ segir Þóra. „Fólk sem upp- lifir sig í veikri stöðu semur síður um laun.“ „Varðandi tungumálið þá er ég hjartanlega sammála því að fólk sem kemur til landsins ætti að leggja sig fram við að læra íslensku. En fólkið í þessari rannsókn er ráð- ið til Íslands vegna hæfni sinnar en samt sem áður er ekkert komið til móts við það. Viðmælendur nefndu starfsmannafundi oft sem dæmi, en þeir fara alltaf fram á íslensku,“ segir Erla. Pólverjar hljóta að vinna við fiskvinnslu Rannsóknin ýtir líka undir það sem áður hefur komið fram í rannsókn- um, að við erum full af fyrirfram gefnum hugmyndum um útlendinga. Það birtist meðal annars í því að við gefum okkur það að Pólverjar vinni almennt við fiskvinnslu. „Í rannsókn- inni ræddum við einungis við mennt- að fólk og þeirra á meðal eru aðilar sem hafa gefist upp á því að vinna hér því þeir sjá ekki fram á að geta nokkurn tíma náð að komast áfram í starfi. Það er ekki í boði að komast áfram því það er fyrst og fremst litið á þetta fólk sem útlendinga. Og það kemur aftur og aftur fram í viðtöl- unum að íslenska orðið „útlending- ur“ er niðurlægjandi skammaryrði í þeirra eyrum og nokkur þeirra höfðu orðið vör við að vera kölluð „helvítis útlendingar“. Útlendingar upplifa það líka að þeim er haldið á tánum og látnir finna að þeir eigi að vera þakklátir fyrir að hafa starf því heima hjá þeim bjóðist nú örugglega ekkert betra,“ segir Þóra. Vannýttur mannauður Þær segja íslenska atvinnurekendur geta dregið lærdóm af niðurstöðun- um. „Það er mjög mikilvægt þegar nýr starfskraftur er ráðinn að tekin sé umræða um hvað manneskjan hafi fram að færa, að hennar þekking sé örugglega nýtt til fulls,“ segir Þóra. „Svo er líka mikilvægt að það fari fram opin umræða um menningar- legan mismun á vinnustöðum,“ segir Erla og bætir því við að mikilvægt sé að eyða ranghugmyndum. „Íslendingar gera sér oft þær rang- hugmyndir að hingað komi fólk til þess að liggja á atvinnuleysisbótum. En það er að sjálfsögðu ekki þannig. Hér er fullt af fólki sem hefur bæði menntun og metnað og vill búa hér frekar en annarsstaðar en fær samt ekki sömu tækifæri og Íslendingar. Það er auðvitað algjör synd að nýta ekki alla þá þekkingu sem þetta fólk er að koma með inn í okkar litla land,“ segir Erla. „Á sama tíma er maður að heyra að það sem standi íslenskum fyrirtækj- um fyrir þrifum á erlendum markaði, sé skortur á þekkingu og tengslaneti, vanþekking á því hvernig best sé að koma sér inn á markaðina,“ segir Þóra. „En svo erum við með fullt af fólki hér, með þekkingu, sem við kunnum ekki heldur að nýta okkur.“ Þóra og Erla munu kynna niður- stöður sínar á Vorráðstefnu Við- skiptafræðistofnunar Háskóla Ís- lands næstkomandi þriðjudag, 21. apríl. Þær munu einnig kynna niður- stöður sínar á menningarfræði-ráð- stefnunni „SIETAREUROPA“ í Val- encia á Spáni í maí. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.isVÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Í Adria 2015 línunni ættir þú að finna fullkomið hjólhýsi fyrir þig. Fallega hönnuð og margverðlaunuð hjólhýsi framleidd með gæði og nýjungar að leiðarljósi. Verð frá 2.995.000 Hvert ætlar þú í sumar? Opið um helgar frá klukkan 12 til 16 Útlendingar á Íslandi vinna meira og eru með lægri laun en Íslendingar og menntun þeirra nýtist þeim ekki í starfi. Erla S. Kristjánsdóttir og Þóra Christiansen, sem hafa nýlokið rannsókn á samningsstöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, segja vannýtt tækifæri felast í þessum mikla mannauði. Rannsóknin sýnir að það sem helst hamlar innflytjendum þegar kemur að því að semja á vinnumarkaði er tungumálið, skortur á tengslaneti og fordómar. Í rannsókninni kemur einnig fram að útlendingar á Íslandi upplifa orðið „útlendingur“ sem mun gildishlaðnara orð en enska orðið „foreigner“. Hér sé orðið niðurlægjandi skammaryrði. Erla S. Kristjáns- dóttir og Þóra Christiansen, sem báðar kenna og stunda rannsóknir við Háskóla Ís- lands, eru mennt- aðar í samskiptum. Þær ákváðu að skoða hvernig samningsstaða menntaðra útlend- inga á íslenskum vinnumarkaði væri. Í ljós kom að sam- skiptaerfiðleikar vegna tungumáls- ins, fordómar og lélegt tengslanet mynda valdaójafn- vægi sem gerir það að verkum að fólk semur síður um laun. Mynd/Hari. 12 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.