Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Side 20

Fréttatíminn - 17.04.2015, Side 20
Maður er stöð- ugt að þiggja frá jörðinni svo við verðum að hugsa um hana. Þetta er mat- arkistan okkar. „You dont shit where you eat.“ É g vildi óska þess að fólk myndi opna augun fyrir því hversu skaðlegt plast er umhverfinu. Það eru sífellt að koma fram nýjar rannsóknir sem sýna fram á skað- semi þess en fjölgun á plastumbúðum hefur nánast verið logarithmísk síðan þær komu á almennan markað seinnipart síðustu aldar,“ segir Dísa Anderiman en hún hefur nú sett umhverfisvæna taupoka í framleiðslu í sam- starfi við prentsmiðjuna Odda. Taupokann kallar hún Listapokann en hann er hannaður í samstarfi við myndlistarkonununa Gabríelu Friðriksdóttur. „Þetta eru ótrúlega flottir og níðsterkir pokar,“ segir Dísa. „Verkin hennar Gabríelu njóta sín svo vel og gera það að verk- um að þú passar vel upp á þinn poka, manst eftir honum og svo eignast þú listaverk.“ Fyrst til að rækta rúkóla á Íslandi Dísa hefur barist fyrir bættari og umhverfis- vænni heimi í mörg ár og lifað meira og minna sjálfbæru lífi síðan hún fluttist í Mosfellsdalinn fyrir tuttugu og fimm árum. „Ég stofnaði líf- ræna grænmetismarkaðinn í Mosfellsdal fyrir um tuttugu árum með vinkonu minni, Tristan Gribbin, og bræðrunum í Dalsgarði. Pabbi hennar var algjör frumkvöðull í sjálfbærum lífsstíl. Hann stofnaði og stuðlaði að sjálfbær- um þorpum víða um heim og það veitti okkur Vill plast- pokalaust Ísland Dísu Anderiman hefur verið umhugað um sjálfbæran lífsstíl síðan hún fluttist í Mosfellsdalinn til að rækta grænmeti og elta hesta fyrir tuttugu og fimm árum. Hún var ein þeirra fyrstu til að selja grænmeti beint frá býli og var fyrsta konan á Íslandi til að rækta og selja rúkóla – eða klettasalat. Fyrir tuttugu árum byrjaði hún að hvetja fólk til að raða grænmeti í körfur frekar en plastpoka og í dag berst hún fyrir því að Ísland feti í fótspor þeirra landa sem hafa alfarið bannað einnota plastpoka. Dísa Anderiman leggur áherslu á að taupokar nýtist öllum, jafnt konum sem körlum og stelpum sem strákum. Listapokinn sé fallegur og eigulegur poki sem allir geti borið með stolti. Hann sé yfirlýsing um að þú standir með jörðinni gegn plasti. Hér er Dísa með tveimur af sínum fjórum börnum, Brynju og Skildi. Mynd/Bjarni Grímsson. Fallegra að setja mat í körfu en plast „Ég var alltaf að hvetja fólk til að koma með körfur á markaðinn því við vildum ekki selja grænmetið í pokum,“ segir Dísa. „Ég náði í allar körfur sem ég fann og skreytti borð- in með þeim því það er bæði yfirlýs- ing, fallegt og girnilegra svo ekki sé nú talað um ánægjuna af því að setja grænmeti í körfur frekar en plast.“ „Með því að búa í dalnum og í gegnum vinkonu mína, hana Trist- an, fór ég að verða sífellt meðvitað- ari um sjálfbærni og það hversu mikilvægt það er að nýta allt og minnka ruslið, bæði mat og um- búðir. Ég er með hænur, kindur og hesta og allir matarafgangar fara í dýrin og krummana. Þeir sem ekki eiga dýr geta notað moltu og búið til bestu mold í heimi fyrir innanhús- plöntur eða til að bæta mold í garð- inum. Svo nota ég skítinn í garðinn og á túnin og allt er í jafnvægi. Mað- ur er stöðugt að þiggja frá jörðinni svo við verðum að hugsa um hana. Þetta er matarkistan okkar,“ segir Dísa ákveðin. „You dont shit where you eat.“ Vill plastpokalaust Ísland Dísa er ötul talskona gegn plasti og hennar draumur er að Ísland verði í framtíðinni plastpokalaust land. „Bæði borgir og heilu löndin eru orðin plastpokalaus og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Íslandi verði þar á meðal. Hér fara 45 milljónir burð- arplastpoka í ruslið á hverju ári, og þá hafa ekki verið taldar allar aðrar plastumbúðir. Draumurinn minn er að í framtíðinni verði hér allir með fjölnota taupoka í stað plastpoka, og að þeir gangi bara á milli fólks, svona eins og maður skiptist á regn- hlífum í London.“ „Ég man þegar ég var lítil stelpa, en þá sáust engir plastpokar hér á landi, hvernig hún amma mín setti alltaf þrjú dagblöð í skúringafötu og þegar hún var full braut maður saman efstu blöðin og henti. Það sem er svo hættulegt í dag er það að það er búið að slíta samhengið milli úrgangs og ábyrgðar. Fólk þarf ekki lengur að hugsa út í það hvert ruslið fer. Fólk virðist því mið- ur ekki hugsa lengra en út í svörtu ruslatunnuna, þar stoppar ábyrgðin. Þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta því ábyrgðin er okkar allra.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is mikinn innblástur. Sjálf hafði ég búið í Danmörku þar sem ég var vön að kaupa ferska vöru beint frá býli undir berum himni og saknaði þess alltaf rosalega. Svo keypti ég minn bóndabæ upp í sveit og fór að rækta grænmeti og elta hesta,“ segir Dísa en hún var meðal annars fyrsta manneskjan til að rækta og selja rúkóla og svartkál á Íslandi. „Já, ég held ég megi nú alveg monta mig aðeins af því,“ segir hún og hlær. Listapokinn kemur út í takmörkuðu upplagi og er hugmyndin að gefa út fleiri poka með ólíkum listamönnum. Pokinn er óblægður sterkur taupoki, með góðum handföngum sem hægt er að sveifla yfir öxlina. Pokann er hægt að nálgadst í prensmiðjunni Odda. Hvað á að nota undir ruslið? n Ekkert – ef þú er með moltu fyrir matarúr- gang og flokkar þá er ekkert rusl eftir. n Dagblöð. n Bréfpoka. n Hríspoka, maíspoka eða kartöflupoka. n Stjórnvöld víðs- vegar um heiminn hafa ákveðið að taka sér stöðu gegn einnota plastpokum og með umhverfinu. n Rúanda, Kína, Taívan og Makedónía hafa alfarið bannað plastpoka. n Nokkrar borgir í Bandaríkjunum eru plastpokafríar. Árið 2014 varð Kalifornía fyrsta fylkið til að setja lög sem banna sölu plastpoka. n Í apríl 2014 setti Evrópuþingið sér það markmið að minnka plastnotkun um 50% fyrir árið 2017 og um 80% fyrir árið 2019. n Árið 2003 setti Dan- mörk skatt á heildsala sem gefa plastpoka. Í kjölfarið fóru verslanir að rukka fyrir pokana og að hvetja til notkunar á taupokum, körfum og netum. Í dag er minnsta plastnotkun í Evrópu í Danmörku, þar sem hver Dani notar um 4 plastpoka á ári, miðað við 466 poka meðaltal í Portúgal, Póllandi og Slóvakíu. n Árið 2011 bannaði Ítalía sölu á plast- pokum sem eru ekki úr lífrænum efnum sem brotna niður í náttúrunni. 20 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015 Þrif í matvælafyrirtækjum kalla á fagmennsku og öguð vinnubrögð. Sérþekking starfsfólks ISS tryggir að þrif í matvælaiðnaði standist þær ströngu gæðakröfur sem til þeirra eru gerðar. Við hugsum í lausnum. Fáðu upplýsingar um þjónustuna. 580 0600 | sala@iss.is „Fagmennska og gæði” Heildarlausnir í fasteignaþjónustu. Enginn viðskiptavinur hefur sömu þarfir. Við sérsníðum lausnir sem henta hverjum og einum. F A S T E I G N A U M S J Ó N | R Æ S T I N G | M A T V Æ L A Þ R I F | S É R V E R K E F N I | V E I T I N G A R | I S S . I S

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.