Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Síða 31

Fréttatíminn - 17.04.2015, Síða 31
VERKEFNASTJÓRNUN ER FRAMTÍÐIN! Félag útskrifaðra nemenda úr Meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) bauð á dögunum til landins Tom Taylor. Tom er einn ötulasti tals- maður faglegrar verkefnastjórnunar á Bret- landi og forseti Association for Project Man- agement (APM) þar í landi. Hann hélt erindi á ráðstefnu félagsins þar sem hann ræddi síaukið mikilvægi verkefnastjórnunar. Tom sem hefur gefið út fjölda bóka og greina um nýsköpun í viðskiptalífi og nýjungar í stjór- nun og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir afburðarárangur í faglegri verkefnastjórnun. Erindi þitt fjallaði um strauma og stefnur í verkefnastjórnun. Hvað er að gerast? Verkefnastjórnun og verkefnamenning er í síauknu mæli að verða hluti af daglegu lífi fólks í nútíma samfélagi. Við sjáum aukinn áhuga á verkefnastjórnun á öllum sviðum athafnalífs; ekki aðeins í byggingariðnaði, hugbúnaðarþróun og verkfræði. Heilbrigðis- geirinn, hönnuðir, auglýsendur, listamenn, rannsakendur og viðskiptalífið er að átta sig á mikilvæginu. Verkefnastjórnun er að verða fyrsti námskostur reynslumikils fólks sem vill láta til sín taka og koma hlutum í verk. Það er mikil efirspurn eftir fólki sem kann að stýra teymum af skilvirkni og þannig að þek- king allra nýtist. Metnaðurinn er að aukast og eins skilningur á hvað skilar raunárangri í verkefnum. Þá er síaukinn áhugi á sjálfbærni, Tom Taylor sem vinnur að alþjóðlegri gæðaúttekt á MPM-náminu litar mynd af inntaki námsins. Hann er forseti Association for Project Management (APM) í Bretlandi. ÞETTA ERUM VIÐ! ÞETTA KUNNUM VIÐ! MPM-FÉLAGIÐ KYNNIR MEÐ STOLTI KYNNA NÝJA MYND AF INNTAKI MPM-NÁMSINS! SJÓNRÆN FRAMSETNING Á MEGININNTAKI MEISTARANÁMS Í VERKEFNASTJÓRNUN (MPM) VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK. siðrænum og „grænum” viðmiðum innan fyrirtækja og stofnana; og þá bæði í vali á verkefnum og hvernig þau eru unnin—og það er gott. Hvað er fagleg verkefnastjórnun? Verkefnastjórnun er sérþekking sem gerir háar faglegar kröfur. Þessari þekkingu er beitt víða og í miðju atburða þar sem verk- fræði, viðskiptalíf og menning mætast. Fag- maður í verkefnastjórnun vinnur á grund- velli sérfræðiþekkingar sem skilgreind er al þjóðlega og af fagfélagum á borð við APM og Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). APM hefur þá hugsjón að auka á veg og vegsemd verkefnastjórnunar í þágu viðskipta vina, fyrirtækja og stofnana, og með almannahagsmuni í huga. Samtökin eru ekki rekin í ábataskyni og með limir þeirra koma úr viðskiptalífi, úr félagasamtökum og frá sveita stjórnum og ríkisstofnunum. Hjá okkur starfa 60 manns og við erum með skrifstofur víða, meðal annars í Hong Kong. Í samtöku- num eru um 20,000 einstaklingar og um 500 fyrir tæki. Við sjáum mikinn vöxt í samtöku- num í takt við stóraukinn skilning á mikilvægi verkefnastjórnar í samfélaginu. APM vinnur hörðum höndum að því að fá löggildingu á starfsheitinu Charted Project Management Professional í Bretlandi og við stefnum líka að nánu faglegu samstarfi við VSF og MPM- námið í HR. Hver til tilgangur heimsóknar þinnar? Ég er að hitta kollega, núverandi og útskrifaða MPM-nemendur og kynna faglega verkefna- stjórnun í víðum skilningi. Ég er líka að funda um þekkingu, útgáfumál og ráðstefnuhald, og aðstoða HR við innri úttekt á MPM-námuni og leggja grunn að alþjóðlegri gæðaútekt þess. Vottunin mun skerpa enn frekar á því góða starfi sem þar er unnið, stilla strengi og draga en meiri athygli að MPM-náminu bæði hér og erlendis. Það er fróðlegt að kynnast af eigin raun þessu stórmerkilega starfi—ég veit ekki hvort Íslendingar átti sig fyllilega á því mikla orðspori sem fer erlendis af frum- kvöðlastarfi forsvarsmanna MPM-námsins á Íslandi. Hvað viltu segja að lokum—eitthvað sem gæti komið á óvart? Já, ég hlakka til þess dags þegar allir ráð- herrar í ríkisstjórn Íslands verði færir um að beita verkefnastjórnun í ráðsmennsku sinni. Þetta kann að hljóma sem ögrun eða grín— en í reynd er þetta aðeins almenn skynsemi, enda er fagleg verkefna stjórnun besta leiðin til að gera réttu hlutina rétt. Íslenskt sam- félag nýtur þess að eiga nú fjölda fólks með glæsilega menntun á sviði verkefnastjórn- unar—þetta mun veita ykkur forskot inn í framtíðina. Myndin er hugmynd Írisar Hrundar Þórarinsdóttir sem er að ljúka MPM-námi við HR. Myndin er hluti af lokaverkefni hennar sem fjallar um sjónræna stjórnun. Grafísk útfærsla: Björk Bjarkadóttir. hr.is/mpm sida 4.indd 1 16.04.15 19.01

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.