Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 46
hulstur utan um til að verja þær. Hjá Citroën Cactus er þessi vörn einfaldlega innifalin í formi eftir- gefanlegrar plastklæðn- ingar með loftbólum. Já, ég potaði í klæðninguna og já, hún gaf eftir. Vegna þessarar sér- stöku hönnunar vekur útlit bílsins athygli hvert sem hann fer. Hann fæst í tíu litum, meðal annars er hægt að fá hvítan með brúnni hlífðarklæðningu og rauðan með svartri klæðningu, en víst er að þeir sem ekki eru hrifnir af því að vekja of mikla athygli geta einfaldlega valið litinn á bílnum sem ég reynsluók, dökkgráan með svartri klæðningu. En nóg um útlitið. Citroën C4 Cactus er í raun stór smábíll. Hann hentar einstaklega vel til innanbæjaraksturs, og vel á bílastæði borgar- innar. Þetta er bíll sem er nægjanlega vel búinn til að ekkert skorti og lætur þar við sitja. Þess vegna er hægt að fá hann allt niður í tæpar 2,7 milljónir, en mögulegt er að velja um þrjár gerðir af vélum og þrenns konar pakka af staðal- búnaði. Allir bílarnir eru útbúnir 7 tommu marg- miðlunarsnertiskjá, USB- tengi, aksturstölvu, LED- ljósum í framstuðara og veltistýri. Ég skal viðurkenna að ég reiknaði ekki með neinum sérstökum akst- urseiginleikum þegar ég settist fyrst upp í bílinn, að teknu tilliti til krafts og verðmiðans, og viður- kenni ég því líka að hann kom mér skemmtilega á óvart. Það var hreint út sagt bara mjög gott að keyra hann og það var ekki laust við að ég sakn- aði hans eilítið þegar ég var búin að skila honum. Þetta er bíll sem stendur undir því sem lofað er og veitir auka skemmtun við aksturinn að aka bíl sem á engan sinn líkan í útliti. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 46 bílar Helgin 17.-19. apríl 2015  ReynsluakstuR CitRoën C4 CaCtus Þægilegur borgarbíll með rispuvörn JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Citroën C4 Cactus er einfaldur borgarbíll sem hefur þó til að bera allt sem þarf. Sérstaklega er hann hentugur fyrir þá sem hafa stöðugar áhyggjur af því að fá rispur eða litlar dældir á bílinn af innkaupakerrum eða öðrum bílum því hann er búinn sérhannaðri hlífðarklæðningu sem setur sterkan svip á bílinn. Þ að fyrsta sem grípur augað við Citroën C4 Cactus er hlífðarklæðningin á hliðum, afturhlera og stuðara. Einhverjir kunna að spyrja sig hvað þetta sé eiginlega, og því er f ljótsvarað: Þetta er sérhönnuð klæðning sem ver bílinn til að mynda fyrir hurðum annarra bíla á þröngum bílastæðum, fyrir innkaupakerrunum á bílastæði Kringlunnar og hvers konar hnjaski. Við fyrstu kynningu á bílnum sagði yfirhönnuðurinn að hugmyndin hefði raun komið frá snjallsímum því margir kaupa slíkar tæknigræj- ur en þurfa síðan að kaupa sérstakt CitRoën C4 CaCtus 5 dyra Vél 1,2 VTi 82 hestöfl Eyðsla 4,6 l/100 km í blönduðum akstri Úblástur 107 Co2 g/km Tog 118 Nm Lengd 4160 mm Farangursrými 358 lítrar Verð frá 2.890.000 kr Citroën C4 Cactus vekur athygli fyrir útlitið en Citroën er með einkaleyfi á hönnun hlífðarklæðningarinnar á hliðum, afturhlera og stuðara. Þeir djarfari geta valið saman liti þannig að heildarútlitið verði enn meira afgerandi. Myndir/Hari Mælaborðið er stílhreint og í miðjunni er 7 tommu margmiðlunarskjár. B ílasala á Evrópumarkaði hef-ur vaxið umtalsvert á milli ára og nemur aukningin um 279.300 bílum á fyrsta ársfjórðungi 2015. Þegar hlutur Opel og enska systurfyrirtækisins Vauxhall er tekinn saman kemur sést að vöxtur þeirra er nokkuð yfir því sem aðrir bílaframleiðendur hafa notið á tíma- bilinu. Aukningin hjá Opel er einnig í samræmi við þá þróun sem átt hef- ur sér stað hjá fyrirtækinu frá árinu 2013 og nemur vöxturinn 5,8% mið- að við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Opel. Hér á landi er sömu sögu að segja, segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri bílasviðs Bíla- búðar Benna. „Frá því að við opn- uðum nýjan Opel sýningarsal í haust hafa fjölmargir lagt leið sína til okkar og reynsluekið nýjum Opel bifreiðum,“ segir hann. „Við frum- sýndum nýjan Opel Corsa á dögun- um og seldist hann upp. Nú er stór sending á leiðinni til landsins og við sjáum bara góðan vöxt fram undan,“ segir hann. Umboðið býður einnig fjölbreytt úrval atvinnubíla frá Opel. Gott gengi hjá Opel Opel eykur markaðshlutdeild sína í 11 Evrópulöndum. Sportjeppinn Mokka, sem valinn var 4X4 bíll ársins í Þýskalandi, á stóran þátt í velgengninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.