Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Síða 68

Fréttatíminn - 17.04.2015, Síða 68
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Eva Bjarnadóttir  Bakhliðin Ógift en trúlofuð Nafn: Eva Bjarnadóttir Aldur: 32 ára. Maki: Styrmir Goðason. Börn: Bragi og Indra. Menntun: MSc í stjórnmálakenningum. Starf: Aðstoðarkona Árna Páls Árna- sonar, formanns Samfylkingarinnar. Fyrri störf: Blaðakona á Fréttablaðinu, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og ýmis störf sem tengjast jafnréttis- og mann- réttindamálum. Áhugamál: Skíðamennska er það skemmtilegasta sem ég geri en þar á eftir koma víkingaþreksæfingar í Mjölni og svo auðvitað lestur góðra bóka, ferðalög og baráttan fyrir betri heimi. Stjörnumerki: Sporðdreki. Stjörnuspá: Nú er ekki tími til þess að hafa uppi kröfugerð á hendur öðrum. Skrifaðu hugmyndir þínar hjá þér. Þó þú framkvæmir ekki nema helming þeirra, nærðu miklu betra jafnvægi, líkamlegu og andlegu. E va er ráðagóð, skemmtileg og hlý og mjög góður vin-ur,“ segir Hildur Steinþórs- dóttir, vinkona Evu. „Hún er með skemmtilega áráttu sem lýsir sér þannig að hún er alltaf að raða hlutum upp á nýtt, og mjög pent. Eina sem ég er ósátt við hennar persónu er að hún er ekki enn búin að bjóða mér í brúðkaupið sitt. Þrátt fyrir að hafa trúlofað sig fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Hildur Steinþórsdóttir. Eva Bjarnadóttir var í vikunni ráðin að- stoðarkona Árna Páls Árnasonar, for- manns Samfylkingarinnar. Eva hefur áður starfað fyrir Samfylkinguna, þá sem framkvæmdastjóri Ungra jafnaðar- manna árið 2008. Hrósið... ... fær golfarinn Guðmundur Ágúst Kristjáns- son sem farið hefur á kostum á háskólamótum í Bandaríkjunum að undanförnu. Guðmundur fagnaði sínum öðrum sigri í röð á móti í vikunni en hann leikur fyrir ETSU háskólaliðið. Flott fermingargjöf Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is Verð 39.900,-

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.