Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 15

Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 15
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 15 Í Stuttu máli Segir allt Sem SegJa þarf Það þarf ekki mörg orð um þessa mynd, hún segir allt sem segja þarf. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætir á ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpu. Þegar Ólafur gekk í salinn stóðu nokkrir upp og heilsuðu honum með virktum. Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra heilsuðu þjóðhöfðingjanum en sátu hins vegar sem fastast. 38 þúS. á mann Í JÓlainnkaup Rannsóknasetur verslunarinnar áætlar að hver Íslendingur verji að jafnaði um 38 þús. krónum til innkaupa sem rekja má til jólahaldsins. Því er spáð að heildarvelta smásöluverslana í nóvem ber og desember verði tæplega 60 millj arðar króna án virðis­ aukaskatts. Þá spáir rannsóknarsetrið því ennfremur að jólagjöfin í ár verði spjaldtölva – en hún nýtur núna mikilla vinsælda. Hver Íslendingur eyðir um 38 þús. kr. í jólainnkaup. Áætlað er að 53.200 laxar hafi veiðst á stöng í ís lenskum ám á nýliðnu sumri, samkvæmt upplýs ingum frá Veiði­mála stofnun. Þetta er 19% minni veiði en í fyrrasumar, sumarið 2010, en engu að síður sjötta mesta veiði frá upphafi skráningar veiði úr íslenskum laxveiðiám. Heildarstangveiðin í fyrra var 74.961 lax. Sjötta mesta laxveiðin frá upphafi

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.