Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 16

Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 16
16 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 Í Stuttu máli lindex tæmdiSt á þremur dögum Auðvitað var 2007­bragur á því þegar fataverslunin Lin dex var opnuð í Smáralind um miðjan nóvember. Fjöldi fólks beið fyrir utan verslunina við opnunina; spennt með veskið á lofti. Svo fór að loka varð versl un inni vegna vöru ­ skorts þar sem vörulager sem átti að duga til þriggja vikna seldist nánast upp. Tíu þúsund manns komu í versl unina á þessum þremur dögum og salan var fimm sinnum meiri en reiknað var með. SigrÍður byrJ ar um ára mÓt in Hagfræðingurinn Sigríður Benediktsdóttir, sem nýlega var ráðin yfirmaður fjármála­ stöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, tekur formlega til starfa um áramótin. Sigríður varð flestum kunn fyrir störf sín sem einn þriggja nefndarmanna í rann­ sóknar nefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið árið 2008. Tryggvi Pálsson, sem var fjármála stjóri fjármálasviðs og yfirmaður fjármálastöðu­ gleikasviðs bankans, hætti störfum í september sl. Frá 2007 hefur Sigríður starfað sem kennari og aðstoðarmaður deildarforseta við hagfræðideild Yale­ háskóla í Bandaríkjun um. Hún starfaði sem hagfræð ingur hjá Seðlabanka Banda ríkjanna á árunum 2005­2007. Sigríður Benediktsdóttir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skrifaði nýlega á Evrópuvaktinni að dauða stríð ríkisstjórnarinnar væri hafið og það gæti orðið lang vinnt: Orðrétt segir Styrmir: „Evrópa er sundruð og þar ræður vonleysi ríkj um, segir þýzka tímaritið Der Spiegel, sem segir að einn fund­ ur taki við af öðrum en aldrei náist niðurstaða um, hvernig eigi að bjarga evrunni. Á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þurfa þau evruríki, sem veikast standa, að endurfjármagna miklar skuldir. Ítalía ein þarf að afla 110 milljarða evra til þess að greiða gömul skulda bréf, sem eru á gjalddaga á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hvaðan eiga peningarnir að koma spyr Spiegel og segir að endataflið um örlög evrunnar sé hafið. Ekki bætir úr skák, að í forystusveit Evrópusambandsins eru mikil inn anmein að sögn tímaritsins. Spiegel segir að Barroso, forseti fram kvæmdastjórnarinnar, sé öfundsjúkur út í Herman Van Rompuy, en Van Rompuy þoli ekki þau áhrif, sem Juncker, for ­ sætisráðherra Lúxemborgar, hafi. Hér á Íslandi má sjá þessa stöðu í örmynd. Ríkisstjórnin er sundruð. Hún heldur fundi og gefur yfir ­ lýsingar en ekkert gerist. Nú hafa þau Jóhanna og Steingrímur J. enn einu sinni fundið sinn blóraböggul. Hann heitir Jón Bjarnason sjávar ­ útvegsráðherra. Nú á allt að batna ef tekst að losna við hann úr ríkis ­ stjórn. Gagnrýnin á Jón Bjarnason vegna kvótamála er fyrir slátt ­ ur. Hin raunverulega ástæða fyrir at lög unni að honum er sú, að hann er eini maðurinn í ríkisstjórninni, sem stendur gegn ásælni Evrópu ­ sambandsins. En hvað gerist ef þeim tekst að losna við Jón? Heldur ríkis stjórnin velli eftir slíka aðgerð? Ætlar hún að lifa á náð Guð mundar Stein ­ grímssonar eða Hreyfi ng arinnar? Dauðastríð ríkisstjórna verður stund um langvinnt og erfitt. Það á ekki sízt við um vinstristjórnir. Dauðastríð núverandi ríkisstjórnar er hafið. Það getur orðið langt en það endar ekki nema á einn veg.“ Styrmir: dauðaStrÍð rÍkiS StJÓrnar - innar er Hafið Hreyflarnir eru núna keyrðir í botn til að forða fjármálakerfi heimsins frá bjargbrúninni. Óttast er að vand inn í Evrópu sogi hið alþjóðlega fjár mála ­kerfi niður með sér. Seðlabankar allra evruríkjanna, Bandaríkjanna, Japans, Sviss, Kanada og Bretlands tilkynntu 30. nóvember að þeir hefðu hafi ð aðgerðir til að bjarga evrunni og leggja stórum bönkum í vandræðum lið vegna skuldakreppunnar. Seðlabankarnir hefja sameiginlega peningaprentun í raun til að forða fjármálakerfi heimsins frá falli. Bandaríkjamenn eru stórskuldug þjóð en lán þeirra eru að mestu í dollurum og teljast þar með „inn­ lend lán“. Það sama á við Japani, þeir skulda mikið, en mest í jenum. Svo virðist sem komið sé að úr slita­ stundu í glímunni við skuldahalann, en hann á ættir að rekja til alþjóðlegu útlánabólunnar á árunum 2003 til 2008 sem felldi m.a. íslenska bankakerfið. Björgunarpakkarnir, sem Bandaríkjamenn og helstu þjóðir í Evrópu komu með haustið 2008, hafa samkvæmt þessu aðeins verið plástur á sárið og björgun til bráðabirgða – of miklar skuldir voru skildar eftir í pípunum. Það er komið að örlagastundu. Nú er það ekki Ísland heldur Guð blessi fjármálakerfi heimsins Seðlabankar ræSa prentvélarnar Hvar er kreppan?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.