Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 17
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 17 Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jó úin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Í stuttu máli seðlabankar ræsa prentvélarnar Erna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri B&L, hefur keypt tvö af stærri bílaumboð um landsins af Íslandsbanka og kröfuhöfum. Þetta er hennar gamla bílaumboð, B&L, auk Ingvars Helga sonar. Þessi fyrirtæki voru sameinuð snemma á þessu ári. Ekki hefur verið gefið upp hvað hún greið ir fyrir umboðin en innan bílageir ans er rætt um að hún greiði tæpan milljarð fyrir þau. Erna er af þekktu bílafólki. Faðir henn­ ar, Gísli Guðmundsson, stýrði B&L í áratugi en hann tók við starfinu af föður sínum, Guðmundi Gíslasyni, sem var einn af stofnendum fyrirtækis ins. Fjöl ­ skyldan seldi B&L um mitt árið 2007 til dótturfélags Sunds og var rætt um á þeim tíma að söluverðið hefði verið á bil­ inu tveir og hálfur til þrír milljarðar króna. Erna snýr því til baka í bílageirann með „gamla peninga“ frá því að fyrirtækið var selt í útlánabólunni miklu um mitt árið 2007. Hún hefur rekið fjárfestingarfélagið Egg sem m.a. kom að kaupum á Sjóvá fyrr á þessu ári. erna snýr aftur Í bÍla sölu Erna Gísladóttir Hagnaður Haga stefnir í að verða um tveir milljarðar á þessu ári og er það um tvöföldun hagnaðar frá í fyrra þegar hagnaðurinn var rúmur milljarður. Á sama tíma sýnist velta Haga hafa dregist saman, m.a. vegna þess að búið er að selja keðjuna 10-11 út úr samsteypunni. Hagnaður Haga sem prósent af veltu nemur núna um þremur prósentum. Hagnaður Haga tvö­ faldast fJÓrtán flugfélög til Íslands næsta sumar Hart flugstríð framundan: Það stefnir í hart flugstríð á Íslandsmarkaði næsta sumar. Vefmiðillinn turisti.is segir að fjórtán flug félög muni fljúga reglulega til Íslands og frá næsta sumar – en þó í mjög mismiklum mæli. Skúli Mogensen og fleiri hafa stofnað flugfélagið Wow air og ætlar það í harða samkeppni við Icelandair, Iceland Express og aðra á markaðnum. Þá hafa lággjaldaflugfélögin EasyJet og Norwegian tilkynnt áætl unarflug frá Íslandi. Það síðar - nefnda mun fljúga þrisvar í viku á milli Keflavíkur og Oslóar. EasyJet flýgur sömuleiðis þrisvar í viku á milli Keflavíkurflugvallar og Lundúna. Icelandair er auðvitað risinn á markaðnum og mun örugglega ekki láta sitt eftir liggja. Rekstur félagsins hefur gengið vel að und- an förnu. Þá flýgur SAS milli Kefla - víkur og Oslóar allt árið. Með Skúla Mogensen í Wow air eru fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Express, Matthías Imsland, og Baldur Baldursson, en hann er framkvæmdastjóri. Það er fjár - festingarfélag Skúla, Títan, sem er eigandi hlutarins í Wow air. Fróðlegt verður að sjá hvernig kaupin gerast á eyrinni og hverjir lifa þetta af. Þar stendur slagurinn væntanlega fyrst og fremst á milli Iceland Express og Wow air. EasyJet flýgur fyrst í stað aðeins á milli Íslands og Luton-flugvallar í norðurhluta London. Ef vel tekst til á þeirri flugleið verða fleiri áfanga staðir skoðaðir. Vefmiðillinn turisti.is segir að meðal annarra nýliða til Íslands í sumar sé spænska lá ggjalda flug - félagið Vueling en sam kvæmt upp lýsingum frá Isavia munu Spán - verjarnir aðeins sinna leigu flugi hingað. Það sama gildir lík lega um þrjú önnur fyrirtæki á listanum. Þá hefur bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnt að það muni hefja á ný sumaráætlunarflug milli Keflavíkurflugvallar og John F. Kennedy-flugvallar í New York, en flugið hefst 2. júní 2012. Fimm áætlunarflugferðir verða í hverri viku yfir sumarmánuðina í samstarfi við Air France-KLM en félögin eiga með sér samstarf í alþjóðlegu áætlunarflugi. Delta verður á ný eina bandaríska flug - félagið sem býður upp á beint áætlunarflug milli Íslands og Bandaríkjanna. Skúli Mog ensen opnaði á dögunum heimasíðu Wow air.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.