Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 26
26 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
Kattarglottið, fyrsta smá sagna safn Benedikts Jó hannessonar, er kom ið út. Benedikt er útgefandi Frjálsrar verslunar og rit stjóri Vís bend ing ar, vikurits
um við skipti og efna hagsmál. Benedikt
hefur um árabil skrifað greinar í blöð og
tímarit, en þó ekkert þessu líkt. Í bókinni
eru fjórtán sögur og höfundur fer um víðan
völl. Þekkt ur pólitíkus slettir ærlega úr
klaufunum í New York, frægur blaðamaður
nær að plata Guð almáttugan í viðtal og
dýrin í skóginum hætta að vera vinir.
Ýmsar spurningar vakna: Voru Frau
Himm erfeldt og Arnaldur gift bürgerlich?
Ná vísinda afrek NÞ eyrum umheimsins
eða verða þau lokuð í fangelsi dásvefnsins
um allan ald ur? Hvers vegna er Jesús á
rölti um miðbæ Reykjavíkur? Sög urnar eru
glettnar en þó með alvarlegum undirtón.
Skil raunveruleika og ímyndunar eru
stund um óljós. Söguhetjur eru venjulegt
fólk og einkennilegt, óþekkt og heimsfrægt.
Sumar sögurnar gerast í Reykjavík sam
tímans, aðrar á óljósum tíma og óræð um
stöðum. Eitt er þeim sameiginlegt: Þær eru
ekki allar þar sem þær eru séðar.
Frjáls verslun ræddi við Benedikt um sög
urn ar. Benedikt er útgefandi blaðsins og
ritstjóri Vís bendingar, vikurits um viðskipti
og efnahags mál.
Nú ert þú þekktur fyrir að skrifa um
stjórnmál og viðskipti. Hvers vegna
ákvaðstu að skrifa smá sögur?
Ætli skýringin sé ekki sú að það er miklu
skemmtilegra að skrifa smásögur. Sá sem
skrifar um málefni líðandi stundar verður
að halda sig við stað reyndir og alvöru
lífsins. Í sög um býr maður til sinn eigin
raun veruleika. Eða óraunveruleika.
þekktur pólitíkus slettir úr
klaufunum í new york
Bókin Kattarglottið er komin út:
Kattarglottið er fyrsta smásagnasafn Benedikts Jóhannessonar. Í bókinni eru fjórtán sögur og höf undur fer um víðan völl. Þekktur pólitíkus slettir ærlega úr klaufunum í New York og frægur blaða-
maður nær að plata Guð almáttug an í viðtal. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna kötturinn á
forsíðunni glotti ekki. Skýringin er sú að TexTi: JÓn G. Hauksson myndir: Geir Ólafsson
Benedikt Jóhannesson, útgefandi Frjálsrar verslunar og ritstjóri Vísbendingar, les upp úr Kattarglottinu.