Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 27
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 27 En kemurðu viðskiptaheiminum eitthvað að í sögunum? Nei, ég held að engin sagan fjalli um við skipti, en í nokkrum koma stjórn ­ mála menn við sögu. Hins vegar geta dul ­ sálar fræðingar örugglega séð einhverjar tilvísanir. En þær verða kannski ekki endi­ lega þær sem ég hafði hugsað mér. Mann grunar stundum að á bak við sakleysis legar sögur geti leynst ádeila á einhvern eða einhverja. Er það rétt? Það er ekkert jafnlíklegt til þess að eyði­ leggja sögur og að höfundurinn fari að útskýra hvað hann á við. Hver og einn verður að fá að skilja sög urnar með sínum hætti. En eru fyrirmyndir, til dæmis að Halli Sig urðs syni í fyrstu sögunni? Maður hefur ákveðnar grunsemdir. Nokkrir lesendur hafa talið sig þekkja ein ­ hverja ákveðna þar, en ég verð að játa að ég var að minnsta kosti ekki með neinn þeirra í huga sem nefnd ir hafa verið við mig. Hvernig verða svona sögur til? Eru þær ein göngu hugarfóstur þitt, eða eru einhverjir at burð ir sem verða kveikjan að smásögu? Líklega eru ástæðurnar jafnmargar og sög urnar. Stundum hef ég gleymt því hvers vegna ég skrifa eitthvað. Ein sagan kviknaði þegar Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður lenti í bílslysi og lá í dái í nokkra daga áður en hann dó. Ég fór að velta því fyrir mér hvað maður í dái hugsar. En Gunnlaugur kemur ekkert fyrir í sögunni. Nokkrar sögurnar byggjast á sönnum at ­ vik um, en þau eru bara notuð sem umgjörð. Sög urnar fara svo sínar eigin leiðir. Sögurnar eru nokkuð ólíkar. Áttu þér ein hvern uppáhaldshöfund sem þú leitar að hugmyndum hjá? Ég á auðvitað marga uppáhaldshöfunda. Kafka sést bregða fyrir á að minnsta kosti ein um stað. Í einni af nýjustu sögunum sem ég skrifaði í haust notaði ég stílbragð sem ég sá í smásögu eftir Oscar Wilde. Að öðru leyti eru sögurnar skáldskapur minn, held ég. Sumar sögurnar virðast liggja á mörkum hins raunverulega. Já, það er rétt. Ég hef svolítið gaman af slík um æfingum. Annars var ég svo hepp - inn að mig dreymdi efni tveggja sagna og þurfti lítið annað að gera en skrifa þær upp. Önnur er sérstök, hin er frekar venju ­ leg. Vigdís konan mín ætlaði að fara að leið rétta atriði í annarri sögunni, en ég bann aði henni það. Sagan var í mínum draumi en ekki hennar, þannig að ég vissi hvernig þetta átti að vera, þó að henni fyndist það ekki geta staðist. Guð kemur við sögu í nokkrum sögum. Er hægt að lesa eitthvað út úr því um hugarfar höfundar? Guð er reyndar bara beinn þátttakandi í einni sögu þar sem tekið er viðtal við hann, en svo kemur bréf frá honum í annarri. Guð gefur tilefni til skemmtilegra atburða og hug mynda. En ég er hræddur um að menn séu litlu nær um trúarskoðanir mínar eftir að hafa lesið þessar sögur. Hvenær skrifaðir þú sögurnar? Sú fyrsta varð til fyrir þrettán árum þegar frændi minn varð fimmtugur. Svo skrif aði ég aðra í minningabók annars frænda míns og vinar þegar hann fyllti hálfa öld fimm árum síðar. Mér fannst ekki fara illa á því að skrifa eina þegar ég náði sama áfanga. Nú í ársbyrjun voru sögurnar orðnar átta, en ég bætti sex við í ár. Þrjár síðustu sögurnar eru skrifaðar niður í sept ember síð astliðnum, en líklega voru þær til að ein hverju leyti í höfðinu á mér fyrr. Kattarglottið kemur fyrir í Lísu í Undra­ landi. Eru einhver tengsl í þá bók? Nei, ekki beint. Þó muna menn, að í Lísu er talað um það þegar kött urinn hverfur og ekkert nema glottið er eftir, þá talar Lísa um að hún hafi oft séð glottlausan kött en aldrei kattar laust glott. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna kötturinn á forsíðunni glotti ekki. Skýringin er sú að það gerir kötturinn í sögunni ekki heldur. Hversu mikil alvara er þér með þessum sögum? Þetta er snúin spurning. Ég skrifaði sög ­ urnar að gamni mínu og reyndi að setja inn sitthvað skemmtilegt sem ég er ekki viss um að allir átti sig á strax. Smásögur eiga sér tvennan tilgang: Annars vegar að segja einhverja sögu og hins vegar að koma hugmynd eða fléttu á blað. Sumar sögur eru bara forleikur að endinum. Mér sjálfum finnst smásögur gott form því að ef manni leiðist sagan þá eyðir maður ekki miklum tíma í að lesa eitthvað leiðinlegt. Þetta mætti margur skáldsagnahöfundurinn hafa í huga. Ef menn hafa svo gaman af sögunni líka þá er það bónus. Guðrún Skúladóttir og Logi Jónsson mættu til leiks. Áslaug Ottesen og Hörður Sigurgestsson með höfundi. B e n e d i k t J ó h a n n e s s o n K a t t a R g l o t t i ðo g f l e i r i s ö g u r K attaRglottiðo g f l e i r i s ö g u r KattaRglottið B e n e d ik t J ó h a n n e s s o n Kattarglottið er fyrsta smásagnasafn Benedikts Jóhannessonar. Hann hefur um árabil skrifað greinar í blöð og tímarit, en þó ekkert þessu líkt.Í bókinni eru fimmtán sögur og höfundur fer um víðan völl. Þekktur pólitíkus slettir ærlega úr klaufunum í New York, frægur blaðamaður nær að plata Guð almáttugan í viðtal og dýrin í skóginum hætta að vera vinir.Ýmsar spurningar vakna: Voru Frau Himmerfeldt og Arnaldur gift bürgerlich? Ná vísindaafrek NÞ eyrum umheimsins eða verða þau lokuð í fangelsi dásvefnsins um allan aldur? Hvers vegna er Jesús á rölti um miðbæ Reykjavíkur? Sögurnar eru glettnar en þó með alvarlegum undirtón. Skil raunveruleika og ímyndunar eru stundum óljós. Söguhetjur eru bæði venjulegt fólk og einkennilegt, óþekkt og heimsfrægt. Sumar sögurnar gerast í Reykjavík samtímans, aðrar á óljósum tíma og óræðum stöðum. Eitt er þeim sameiginlegt: Þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar. ISBN 978-9979-9790-6-7 9 789979 979067
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.