Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 36

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 36
36 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 Frjáls verslun hefur fengið þekkta ein stakl inga til liðs við sig til að segja í mjög stuttu máli álit sitt á ýmsu tengdu við skiptum og efnahagslífi í hverju tölu blaði. umsJÓn: svava JÓnsdÓTTir Loftur Ólafsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum: Medelsvensson? ÁLITSGJAFAR FRJÁLSRAR vERSLUNAR E itt af hlutverk­ um Seðla­ bankans er að stunda rannsóknir á íslensku efnahagslífi. Á grundvelli þessara rannsókna spáir hann m.a. um framvindu verðbólgu og þjóð hags ­ stærða. Þessar spár eru notaðar við vaxta ­ ákvarðanir og aðrar ráðstafanir Seðlabank­ ans. Því skiptir miklu að þær séu sæmilega áreiðanlegar og umfram allt ekki bjagaðar. Í útgáfu Seðlabankans, Peningamálum 2011/3, eru teknar saman gagn­ legar upplýsingar um hversu góðar hagspár Seðlabankans hafa verið. Þar kemur m.a. í ljós að Seðlabankinn hef ur árum saman kerfisbund ið spáð miklu minni verð ­ bólgu er orðið hefur. Sé t.d. miðað við tímabilið frá 2001 er verðbólgunni fjóra ársfjórð unga fram í tímann vanspáð sem nemur að meðaltali 1,6%. Átta ársfjórðunga fram í tímann er verðbólgunni kerfisbundið vanspáð um 2,8%. Til samanburð ­ ar má geta þess að árs verðbólgan á þessu tímabili var um 6% að jafnaði.“ Ragnar segir að hægur vandi sé að gera óbjag ­ aðar verðbólguspár fjóra eða átta ársfjórðunga fram í tímann. Því sé ekki óeðlilegt að spurt sé hvaða tilgangi þessi kerfis bundna vanspá gegni. Í framhaldi af því væri ekki úr vegi að upplýst yrði hvaða áhrif, ef þá nokkur, þessi spáskekkja hafi haft á efnahagsstjórn á Íslandi. „Er t.d. hugs an­ legt að fjármálastjórn hins opinbera hafi verið eftirlátssamari en ella á liðnum árum vegna þessa kerfisbundna und ­ irmats Seðlabankans á verðbólguhorfum? Seðlabankinn og stefna hans á við trúverðu g­ leik a vandamál að etja. Það hjálpar tæpast upp á þennan trúverðugleika að vanspá verðbólgu kerfi s bundið árum sam­ an.“ EFNAHAGSMÁL Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: vanspá verðbólgu Hinn knái Jack Welch, fyrr­verandi forstjóri General Electric, sagði einhverju sinni: „Við leitum logandi ljósi að mjög alþjóðlegu fólki. Sumir spjara sig einfaldlega betur í alþjóðlegu umhverfi. Hollending­ arnir og Svíarnir. Svíinn er þunga­ vigtarmaður á því sviði. Miðað við stærð státar Svíþjóð líklega af fleiri góðum stjórnendum en nokkurt annað land.“ Alþjóðleg sænsk fyrirtæki eru mjög mörg miðað við hversu fámennt landið er. Ofan í kaupið eru þau mörg hver í fararbroddi á sínu sviði og má þar nefna Electrolux, Sandvik, Assa Abloy, Ericsson, Hennez & Mauritz og IKEA. Í gegnum tíðina hafa sænskir stjórnendur iðulega hleypt heimdraganum til að stýra erlendum dótturfélögum eða er­ l endum fyrirtækjum. Og sænsku útrásarinnar hefur einnig orðið vart í þjálfun knattspyrnu liða. Eins og nærri má geta hafa menn­ ingarleg gildi áhrif á sænskan stjórnunarstíl. Nefna má sterka trú á mikilvægi liðsheildarinnar sem Svíar sjálfir gera grín að með því að tala um að til sé fatastærð sem er „extra medium“ og allir eiga að geta passað í. Svoköll ­ uð valdafjarlægð er einnig lítil, sem þýðir m.a. að mismunandi upp runi eða aðstæður fólks verða ekki til þess að háir sam skiptaleg ir múrar rísi á milli manna. Jafnframt má nefna það menn ingarlega ein ­ kenni að geta tekist á við óviss ar og síbreytilegar aðstæður án þess að hræðast að allt fari úr böndum. Þetta er ágætur eigin leiki fyrir knattspyrnuþjálfara og í síkvikum heimi fyrirtækjarekstrar og við ­ skipta auðveldar slíkt hugar far mönnum að takast á við breyting­ ar og tileinka sér nýjar leiðir og hugsun. Og fara kannski aðrar leiðir en hinn svokallaði meðal­ maður myndi fara.“ ERLENDI FORSTJÓRINN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.