Frjáls verslun - 01.10.2011, Qupperneq 39
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 39
Hætta-að-gera
-listinn
þau hafa orðið
Páll Stefánsson ljósmyndari:
Úrtölur
Þau kosta mjög svipað, tvö af fínustu úrum
á markaðnum í dag;
Patek Philippe 5002P
og Vacheron Constantin
Tour D’lil, um 1,4 millj
ón ir dollara sem gerir
rúm lega 160 milljónir
íslenskra króna – stykk
ið. Og hvað fær maður
fyrir handsmíðað úr
sem gengur rétt og er
sett saman úr tæplega
eitt þúsund hlutum sem
allir eru handsmíðaðir?
Tíminn sem tekur að
setja svona úr saman
er ekki talinn í mínútum
eða klukkutímum, heldur
árum. Það tekur úrsmið
um tíu þúsund klukku
stundir að smíða svona
grip.
Fáir hlutir standast
eins vel tímans tönn,
hvort heldur er sem
hönn un eða fjárfest
ing. Dýrt handsmíðað
úr heldur verðgildi sínu
bet ur en flestir fjárfest
ingarhlutir. Jafnvel betur
en gull. Og fáa hluti er
eins auðvelt að flytja
milli landa. Full ferða
taska með hundrað og
sextíu milljónum myndi
vekja athygli tollvarða,
armbandsúr ekki.
Enda auglýsir Patek
Philippe úrin sín sem
fjár festingu sem þú ert
aðeins að geyma fyrir
næstu kynslóðir.
Bæði þessi sviss
nesku úrafyrirtæki
byggja á alda gamalli
hefð og tækni. Vacher on
Con stant in hóf starf
semi fyrir 256 árum á
meðan Patek Philippe
er tæp lega hundrað
árum yngri. Napóleon
Bónaparte er líklega
einn þekktasti einstakl
ingurinn sem gengið
hefur með VCúr. Núna
framleiðir fyrirtækið um
20.000 úr á ári; úr sem
kosta milljónir. Patek
Philippe framleiðir held
ur ódýrari úr en samt
kosta þau líka milljónir;
framleiðslan er 40.000
úr á ári.
Ef þú vilt skera þig
úr er um að gera að
fjárfesta í regnhlíf, hann
aðri af Flavio Briatore,
Formúlu 1eigandanum,
og Angelo Galasso.
Regnhlífin er úr vatns
heldu krókódílaskinni og
handfangið handgert
úr eðalviði. Verðið er
aðeins fimm milljónir
og 750 þúsund – og
fæst einungis í Couture
flagshipversluninni í
London.
Tímaskekkja? Nei, það
á það til að rigna, bæði
hér og þar.
Þörf á eðlilegu
rekstrarumhverfi
Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræð ideild
Háskóla Íslands:
Samkeppniseftir litið hefur haft áhyggjur af eignarhaldi banka
á fyrirtækjum í óskyld um
rekstri. Það telur m.a. að
dulin yfirráð verði að koma
upp á yfirborðið og tryggj a
þurfi eðlilegan rekst ur
fyrir tækja í eigu banka og
flýta endurskipulagningu
og sölu fyrir tækja. Jafn
framt að arðsemis kröfur
séu ekki nægilega skýrar
og upplýsingagjöf vegna
þeirra ekki nógu skýr og
leggur áherslu á að fjár
hags stuðningur banka sé
ekki notaður til rösk unar
á samkeppni. Það er ljóst
að bankar hafa tvo hatta
í þessum efnum; annars
vegar fjármála þjónustu
og hins vegar eignarhald,
og þá sé hætta á blokka
myndun og skapast
hefur tortryggni gagnvart
jafnræði. Staðreyndin er
einmitt sú að heilu atvinnu
greinarnar mótast nú af
því að þar eru fyrirtæki í
eigu banka og skila nefnda
í samkeppni við einkaaðila
og í innbyrðis sam keppni.
Þetta hefur bjagað eðlilega
sam keppni. Nefna má bíla
markaðinn og markað með
ritföng sem dæmi um þetta. Í
verklags reglum fjár mála fyrir
tækja er sagt að „stefna skal
að því að selja eignar hluti í
fyrirtækjum eins fljótt og hag
kvæmt er“. Það er óeðlilegt
að hagkvæmn is sjónarmið
banka séu sett ofar almanna
hagsmunum. Markmiðið
hlýtur að vera að fyrirtækin
fari sem fyrst úr eigu bank
anna og í hend ur framtíðar
eigenda en jafnframt að
eðlileg verðmyndun verði á
þess um fyrir tækjum.“
Viltu kaupa úr sem kostar aðeins 160 milljónir stykkið?
HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN
FASTEIGNAMARKAÐURINN
FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ Græjur
Jæja, þá er það jólahlaðborðið. Margir forstjórar vilja gera vel við
sitt fólk og það þykir fínt að bjóða í
jólahlaðborð.
Að vísu endaði boðið í fyrra með
hálfgerðum ósköpum. Það er ekki
enn búið að gera upp allt það sem
þá fór úrskeiðis. Ein kæra vegna
kyn ferðislegrar áreitni á leið fyrir
dóm og stjórinn varð að biðja þrjá
góða starfsmenn afsökunar á
ómakleg um um mælum strax mánu
daginn eftir geimið.
Um jólagleði, sem aðra gleði, gildir
hið fornkveðna: Far þú í dans en
gættu hvar þú stígur!
Þetta er alþjóðlegt vandamál og
það eru til óskrifuð alþjóðleg lög um
hvernig á að koma í veg fyrir að allt
fari úr böndunum. Því er ráðlegt að
lesa það sem hér fer á eftir.
Margir færustu stjórnunarsérfræð
ingar heims hafa bent á hvernig
stjórn endur eiga að búa sig undir
jóla skemmtunina. Undirbúningurinn er
mikilvægur hluti af starfi þeirra. Þetta
er engin skemmtun; hér koma siða
reglur forstjóra á svona skemmtunum:
1. Ekki fara í fyrirpartí. Það er vont
fordæmi ef stjórinn lyktar af áfengi við
komuna á aðalhátíðina. Mættu edrú!
2. Ekki þrasa um vinnuna við ein
staka menn. Tveggja manna tal undir
áhrifum á ekki að fjalla um starfið.
3. Haltu ræðu undir borðum. Það
gerir samkomuna formlegri. Undir
búðu ræðuna og forðastu að röfla
um allt og ekkert.
4. Líttu á jólaskemmtunina sem
hluta af vinnunni. Þú ert ekki prívat
persóna á svona samkomum.
5. Láttu óleyst vandamál í vinnunni
bíða næsta mánudags. Allt sem þú
segir á að vera jákvætt og hvetjandi.
6. Komdu vel klæddur. Láttu upp
lýsta jólabindið, sem hann Doddi
frændi gaf þér í fyrra, liggja heima.
7. Raðaðu til borðs. Ekki láta þá,
sem þú veist að eru alltaf út úr á
svona skemmtunum, sitja saman.
8. Biddu veitingamanninn að segja
bæði frá húsakynnum og matnum.
Það gefur samkomunni menningar
legan blæ.
9. Eitt glas af víni á mann á að fylgja
matnum á kostnað fyrirtækisins. Ekki
meir. Vilji fólk meira verður það að
borga sjálft.
10.Farðu sjálfur heim ef þér finnst
þú þurfa núna – og í áheyrn allra –
að reka ræfilinn hann Nonna, sem
aldrei mætir á réttum tíma .
Siðareglur forstjóra
á jólahlaðborðum
Stjórnunarmoli
efTir Gísla krisTJánsson