Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 43

Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 43
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 43 Launin hærri í Noregi – en segir það allt? Jón er nýlega útskrifaður iðnaðarmaður með sveinsbréf. Guðrún er hjúkrunarfræð­ ingur. Menntun beggja á að gefa víst starf í Noregi. Þau eiga tvö börn. Annað 10 ára og hitt fjögurra ára. Jón hefur haft vinnu á Íslandi þrátt fyrir kreppu og hann vinnur smávægilega yfirvinnu. Hann er með 3,6 milljónir króna í árslaun eða um 300 þúsund á mánuði. Guðrún kona hans hefur sömu grunn­ laun á Íslandi. Yfirvinna iðnaðarmanna á Íslandi hefur hins vegar minnkað vegna verkefnaskorts. Tekjur þeirra hjóna eru 7,2 milljónir á ári – og þarna er miðað við smávægilega yfirvinnu hjá þeim báðum. Ráðstöfunar­ tekjur þeirra eftir skatta eru 4,9 milljónir króna. Ef við miðum hins vegar eingöngu við grunnlaun þeirra hér heima, taxt ann, eins og tíðkast í Noregi þá hafa þau brúttótekjur samtals um 4,8 millj ónir á ári. Ráðstöfunartekjur eftir skatta af þeim tekjum á Íslandi eru 3,4 milljónir á ári eða 283 þúsund á mánuði. Þau ná ekki endum sam­ an af þeim tekjum á Íslandi. Það borgar sig fyrir þau að flytja út. Í Noregi er sjaldan yfirvinna í boði þannig að þar er miðað við grunnlaun. Þau skoða launataxtana hjá norska iðanaðarmannasam­ bandinu og hjá SF, hinu norska félagi hjúkrunarfræðinga. Þar blasa þessar tölur við. Byrjunarlaun Jóns í full u starfi yrðu 322 þúsund norskar eða um 6 milljónir íslenskar á ári. Guðrún er aðeins betur sett, með 329 þúsund norskar á ári eða nær 6,5 milljónum íslenskra í árslaun. Jón og Guðrún þurfa að standa skil á marghátt­ uðum útgjöldum til heim­ ilis og samfélags, jafnvel þótt þau fari að kalla sig Ole og Kari upp á norsku. Spurningin er: Í hvoru landinu, hvoru hagkerfinu, er kaupgetan meiri; meiri afgangur af launum? Þau fá því saman á árinu tólf og hálfa milljón króna fyrir skatta og öll útgjöld. Það er meira en tvöfalt á við það sem vinna á Íslandi gaf og þó er vinnu­ vikan styttri í Noregi – 37,5 stundir á móti 40 stundum á Íslandi. Þetta lítur vel út. Hærri skattar en samt meira eftir Það er þetta reikningsdæmi sem er forvitni­ legt. Mjög margt er hægt að bera saman. Það er t.d. enginn stórkostlegur munur á mat. Lifnaðarhættir eru ekki mjög ólíkir en efnahagsaðstæður þeim mun ólíkari. Fyrst eru það skattarnir: Hvað fá þau Jón og Guðrún borgað þegar hið moldríka norska olíuríki er búið að taka skattana sína? Skattareglur eru tiltölulega einfaldar. Þau geta saman fengið 150 þúsund norskar í persónuafslátt. Ríkið tekur 36% af því sem eftir er. Þetta þýðir að heimilið á eftir 470 þúsund norskar krónur á ári – eða 38 þús­ und á mánuði til ráðstöfunar á heimilinu. 38 þúsund norskar krónur jafngilda 760 þúsund íslenskum krónum. Muna mannlega þáttinn Þannig leggja þau út í lífið í nýju landi. Þó má ekki gleyma að þarna er miðað við að bæði gangi beint inn í fulla vinnu í nýju umhverfi. Það er erfitt því umskiptin eru þrátt fyrir allt mikil. Menningin vissulega grein af sama meiði en margt er samt ólíkt og margt að læra. T.d. að allt tekur lengri tíma í Noregi en á Íslandi. Það þarf að aðlagast nýju samfélagi, læra nýtt tungumál og halda fjölskyldunni óbrot­ inni við óvissar aðstæður. Allir nýbúar vita að það tekur á. Íslendingar í Noregi eru að þessu leyti ekkert frábrugðnir öðrum nýbúum. Þetta er þáttur sem oft er vanmet­ inn. Það er ekki nóg að telja bara krónunar og gleyma hinum mannlega þætti. En skoðum útgjöldin. Bóla á húsnæðismarkaði Húsnæðið er erfiðast. Það er eignabóla í gangi í Noregi. Það viðurkenna allir nema fast eignasalarnir. Húsnæðisverð hefur hækk að um 10% á árinu og það ofan á sömu hækkun í fyrra. Verð á húsnæði er nú tvö falt til þrefalt hærra en í Reykjvík. Þetta á við um alla stærstu bæi landsins þar sem vinnu ­ Verðkönnun tekin í Reykjavík og Ósló í nóvember 2011: (Allar tölur í íslenskum krónum) Ísland Noregur Nýmjólk 1 l 106 kr 306 kr. Ungnautahakk 1 kg 1.295 kr. 1.670 kr. Kornflögur 750 g Kellogg’s 520 kr. 524 kr. Bananar 1 kg 259 kr. 303 kr. Ostur kílóaverð 1.595 kr. 2.990 kr. Heilhveitibrauð 770 g 295 kr. 566 kr. Kók 500 ml 135 kr. 320 kr. Ajax Universal 500 ml 265 kr. 599 kr. Kaffi Gevalia 500 g 639 kr. 1.066 kr. Colgate 398 kr. 540 kr. Kippa bjór (Ringnes/Egils) dósir (½ l) 2.034 kr. 2.880 kr. Gin (Beefeater) 700 ml 5.099 kr. 6.525 kr. Winston-pakki 977 kr. 1.527 kr. Bensínlítri (95 oktana) 230 kr. 266 kr. 13.847 kr. 20.082 kr. Verðlag samkvæmt þessari stuttu könnun er 45% hærra í Noregi en á Íslandi. Pítsa á veitingastað Það kostar 17 þús. kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu að fara á veitingastað og kaupa sér pítsu. Noregur: Peppes-veitingastaðurinn 9 tommu pepperonipítsa 179 nkr. Hálfslítra kók 28 nkr. Samtals: 207 nkr. Íslenskar kr. 4.215 ískr. Ísland: Eldsmiðjan 10 tommu pítsa pepperoni 1.395 kr. Hálfslítra kók 275 kr. Samtals 1.670 kr. 2009: Fóru til Noregs 1576 Komu frá Noregi 301 Brottfl. umfram aðfl. 1275 2010: Fóru til Noregs 1539 Komu frá Noregi 564 Brottfl. umfram aðfl. 975 2011 – samtals þrír fyrstu ársfjórðungar Fóru til Noregs 1290 Komu frá Noregi 440 Brottfl. umfram aðfl. 850 sundurliðum 2011 eftir ársfjórðungum: 1. ársfj. 2. ársfj 3. árfj Fóru til Noregs 320 380 590 Komu frá Noregi 130 120 190 Brottfl. umfram aðfl. 190 260 400 Sundurliðunin sýnir að straumurinn til Noregs hefur harðnað eftir því sem liðið hefur á árið. verðkönnun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.