Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 48

Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 48
48 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 G unnar Einar Steingrímsson, djákni við Grafarvogskirkju, segir að dæmið gangi upp. Fjölskyldan muni hafa úr meiru að spila eftir komuna til Nor egs en nú er á Íslandi. Þau fara um mið­ jan janúar, sex manna fjölskylda, og ætla að reyna fyrir sér í sveitaþorpinu Beitstad í Norður­Þrændalögum. Beitstaður er á nákvæmlega sömu breiddar­ gráðu og Grafarvogurinn í allþéttbýlu héraði í Mið­Noregi. Þau hjón, Gunnar og Erla Valdís Jónsdóttir sjúkraþjálfari, fara með þrjú börn sín. Svo er afinn, Steingrímur Einarsson, sjötti maður. Við höfum áhuga á heimilisbókhaldinu. Gunnar leggur spilin á borðið: Þegar þau fara út hefur einungis hann vinnu, en laun hans eins verða álíka há og þau hjón hafa nú til samans á Íslandi. En nýju vinnunni fylgja fríðindi sem breyta mjög miklu. Það er oft hægt að fá slík fríð indi þar sem skortur er á fólki til vinnu, sérstaklega úti á landi í Noregi. Gunnar verður afleysingaprestur við Beitstadkirkju í eitt ár og fær prestsbústað á góðum kjörum og frían flutning. Við bætast svo barnabætur með þremur börnum, samtals 2.940 norskar krónur. Það eru 60 þúsund íslenskar. Erla er sjúkraþjálfari. Það er menntun sem ætti að gefa greiða leið inn á norskan vinnumarkað. Það er skortur á fólki í heil­ brigðisstéttunum. En markmiðið er að hún geti verið án vinnu fyrst meðan fjölskyldan er að koma sér fyrir. Tvö börn eru í skóla og eitt í leikskóla og þau hafa ekki búið í útlöndum áður. tvöfaldar tekjur Það kemur meira í umslagið en útgjöldin eru líka mikil. Þar kemur á móti að húsa leigan er bara 3.400 norskar krónur, eða tæpar 70 þúsund íslenskar. Í þéttbýli þætti vel sloppið að borga þrefalda þá upphæð. Þetta setur strik í reikninginn – fjölskyldunni í hag. Á móti kemur að þau Gunnar geta ekki verið án bíls. Það væri vel hægt í þéttbýli. Hann fær bílastyrk vegna aksturs fyrir söfnuðinn en verður að kaupa bíl sjálfur. Fimm ára gamall sjö sæta skutbíll af al­ gengri gerð kostar 150­170 þúsund norskar krónur. Það eru um þrjár milljónir íslenskar. Þessi póstur er þyngri en á Íslandi. Kostn­ aður við bílinn er 4.600 norskar á mánuði, samkvæmt opinberum útreikningum. Það eru 90 þúsund íslenskar en hluti af því fæst greiddur. sex manna FjöLskyLda FLytur úr graFarvogi tiL norður-Þrænda Laga Fjölskylda Flytur „Beitstaður er á ná kvæmlega sömu breidd ar gráðu og Grafarvogurinn í allþéttbýlu hér aði í Mið­Noregi.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.