Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 49
U
ngt fólk hefur
ekki nægi
lega trú á að
ríkis stjórnin rífi
íslenskt atvinn u
líf upp – það fer
ekki á milli mála.
En auðvitað er það líka þann ig
að ungt fólk er haldið ævin
týraþrá og vill kanna nýjar lend
ur og prófa að búa erlendis.
MMR kynnti könnuna í frétta
tilkynningu með þeim orðum
að fólkið hefði hugsað sér að
„flytjast erlendis“.
Ekki það að ég vilji vera með
meiri leiðindi en ég er vanur en
þá fer þessi málvilla alltaf jafn
mikið í taugarnar á mér.
Fólk flytur til útlanda og það
býr erlendis. Það flyst eng
inn erlendis.
„Að flytjast erlendis“ gæti í
besta fallið þýtt að fólk flytti á
milli staða erlendis. Það nær því
samt ekki.
Bjarni Benediktsson sagði
í opnunarræðu sinni á lands
fundi Sjálfstæðisflokksins að
þetta væri fyrsta kreppa hans
kynslóðar.
Það er mikið til í því. Þó var
hér kreppa á árunum 1989 til
1995 en hún var ekkert miðað
við það sem núna er og senni
lega hefur kynslóð Bjarna, sem
þá var í kringum tvítugt og í
námi, ekki fundið mikið fyrir
henni.
Órói hefur hlaupið í Íslendinga
í hvert einasta skipti sem landið
hefur lent í efnahags örðu gleikum
og margir þá tekið hatt sinn og
staf og flutt út. Þetta er hægt að
sjá í töflum frá Hagstofunni. Á
árunum 1967 til 1969 flutti fjöldi
Íslendinga til Svíþjóðar, Ástralíu
og Kanada.
Það er ekki á vísan að róa
með vinnu fyrir þá sem flytja út.
Ís lenskir iðnaðarmenn hafa þó
ætíð verið vel liðnir erlendis og
gott orð farið af þeim.
Þeir sem flytjast til Noregs finna
fljótt að þótt launin séu hærri eru
húsaleigan, barna gæslan, búðin
og samgöngur dýrari. Ósló hefur
ekki til þessa þótt ódýrasta borg
í heimi.
Íslendingar eru svo hrifnir af
Norð mönnum að allir málaskól
ar á Íslandi eru sagðir yfirfullir af
fólki að læra norsku.
Ungt fólk hefur misst vonina
um að bráðum komi betri tíð
með blóm í haga, sæta langa
sum ardaga.
Vandi okkar Íslendinga er hins
vegar heimatilbúinn. Hver er
sinnar gæfu smiður. Við erum
best og klárust. Við erum snill
i ngar.
Við hækkum laun í kreppu og
búum til verðbólgu. Þeir sem
standa fyrir þessum samningum
hrópa svo á götum úti á sama
tíma að þeir vilji umfram allt
stöð ug leika.
Við hækkum skatta til að örva
atvinnulífið. Það heitir að toga
sig upp á hárinu. Við hækkum
opinber gjöld á bensín, vín
og vindlinga og hækkum þar
með vísitölu neysluverðs – svo
verðtryggðu lánin okkar hækki
örugglega í kreppunni.
Við hækkum vexti til að slá á
ofhitnun hagkerfisins og of mikl
ar fjárfestingar, einmitt þegar
hvorugt er fyrir hendi. Íslensk
heimili eru í úlpum og barómet
atvinnulífsins eru ísköld en við
Íslendingar lesum út úr þessu
að það sé ofhitnun hagkerfisins.
Verðtryggingin hefur hækk
að verðtryggð lán í landinu um
40% frá hruni. Sú snilld verður
seint toppuð – skrítið að aðrar
þjóðir api þetta ekki upp eftir
okkur.
Við lesum fréttir um að heim ilin
eigi yfir 625 milljarða á inn
stæðureikningum en skuldi
svipað á móti í bönkunum. Þar
að auki skulda svo heimilin um
900 milljarða annars staðar í
kerfinu; mest hjá Íbúðalána
sjóði, eða um 1.500 milljarða.
Fínt; 10% verðbólga á ári
hækkar skuldastabba heimil
anna ekki nema um 150 millj
arða á ári.
5% verðbólga skilar hækk
un á lán heimilanna upp á 75
milljarða á ári – og sú snilld er
eiginlega aðeins of lítil snilld.
Eitt er klárt; það búa tvær
þjóðir í þessu landi. Það er ríki
Íslendingurinn sem er með fé
sitt í bönkunum og tryggt af
skattborgurum lands ins.
Svo er það fátæki Íslending
urinn sem skuldar. Á hann
leggjum við helst meiri álögur
í formi vaxta. Hann er ungur
og má við þessu. Að vísu vill
hann af einhverjum óskiljan
legum ástæðum flýja land og
er í málaskóla á kvöldin að
undirbúa brottförina.
Núna er það helsta lottóspil
unga fólksins hvar það var í
viðskiptum fyrir hrun.
Þeir sem voru óvarkárastir og
tóku 100% lán hjá bönkunum
til íbúðarkaupa fá núna hæstu
lottóvinningana, mest afskrifað
og heyrast t.d. tölur um 8 til 10
milljónir í niðurfellingu lána af
kannski 20 til 25 milljóna skuld
tveggja herbergja íbúðar.
Svo er það Íslendingurinn
sem fór varlega, kom með eig
ið fé í íbúðarkaupin og skipti
við Íbúðalánasjóð við kaup á
tveggja herbergja íbúð. Hann
skuldar núna 20 til 25 milljónir í
íbúðinni og á nákvæmlega ekki
neitt í henni, fær enga leiðrétt
ingu, situr fastur í skuldafang
elsi – og hefur skráð sig á
námskeið í norsku á kvöldin.
Það flytja sjö mannakorn af
landi brott á hverjum degi.
Það er brottför klukkan átta.
Jón G. Hauksson
jgh@heimur.is
brottFör klukkan Átta
Yfir 40% Íslendinga hafa íhugað alvar lega á síðustu mán
uðum að flytja af landi brott og meira en helming ur ungs
fólks á aldrinum 18 til 29 ára. Þetta kemur fram í nýrri
könnun sem fyrirtækið MMR hef ur gert.
Pistill á heimur.is