Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 50

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 – segir Gunnlaugur eiðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Kjarnafæðis Kjarnafæði fær brátt útflutningsleyfi Þetta opnar ýmsa möguleika og það eru spenn andi tím ar framundan,“ segir Gunnlaug ur Eiðsson, aðstoðarframkvæmda­ stjóri Kjarnafæðis, en fyrirtækið hefur undanfarna mánuði unn­ ið að því að fá útflutningsleyfi fyrir afurðir sínar. „Það er verið að leggja lokahönd á verkefnið og er leyfið núna í sjónmáli.“ Ný matvælalöggjöf tók gildi hér á landi 1. nóvember síðast­ liðinn og tekur m.a. til hollustu­ hátta og opinbers eftirlits. Lög­ gjöfin er byggð á sambærilegri löggjöf fyrir ESB­löndin. Með því að uppfylla þessa nýju löggjöf þurfti að gera ákveðnar breytingar innan fyrirtækisins og segir Gunnlau­ gur að for svarsmenn fyrirtæki­ sins hafi þá séð gott tækifæri í útflutningi og drifið af stað framkvæmdir til að uppfylla skilyrðin. Í kjölfar þeirra fær fyrirtækið útflutningsleyfi fyrir vörur sínar. Iðnaðarmenn hafa undan farna mánuði unnið að breytingum á húsnæði Kjarna ­ fæðis og þá verður nýtt lager­ og vörustjórnunarkerfi tekið í notkun með tölvustýrðum búnaði sem lagaður hefur ver ið að þörfum fyrirtæksins, en Marel sá um smíði hans og uppsetningu. „Útflutningsleyfið opnar fjöl marga möguleika. Það eru þegar ýmis verkefni í farvatn­ inu og við horfum bjartsýn fram á veginn,“ segir Gunn­ laugur. kjarnafæði Feðgarnir í Kjarnafæði, Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri og Gunnlaugur Eiðsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Fyrirtækið vinnur nú að því að afla sér útflutningsleyfis. „Útflutningsleyf­ ið opnar fjölmarga möguleika, það eru þegar ýmis verk­ efni í farvatninu og við horf um bjartsýn fram á veginn,“ seg ir Gunnlaugur.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.