Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
– segir Gunnlaugur eiðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Kjarnafæðis
Kjarnafæði fær brátt útflutningsleyfi
Þetta opnar ýmsa möguleika og það eru spenn andi tím ar framundan,“ segir Gunnlaug ur
Eiðsson, aðstoðarframkvæmda
stjóri Kjarnafæðis, en fyrirtækið
hefur undanfarna mánuði unn
ið að því að fá útflutningsleyfi
fyrir afurðir sínar. „Það er verið
að leggja lokahönd á verkefnið
og er leyfið núna í sjónmáli.“
Ný matvælalöggjöf tók gildi
hér á landi 1. nóvember síðast
liðinn og tekur m.a. til hollustu
hátta og opinbers eftirlits. Lög
gjöfin er byggð á sambærilegri
löggjöf fyrir ESBlöndin.
Með því að uppfylla þessa
nýju löggjöf þurfti að gera
ákveðnar breytingar innan
fyrirtækisins og segir Gunnlau
gur að for svarsmenn fyrirtæki
sins hafi þá séð gott tækifæri
í útflutningi og drifið af stað
framkvæmdir til að uppfylla
skilyrðin.
Í kjölfar þeirra fær fyrirtækið
útflutningsleyfi fyrir vörur
sínar. Iðnaðarmenn hafa
undan farna mánuði unnið að
breytingum á húsnæði Kjarna
fæðis og þá verður nýtt lager
og vörustjórnunarkerfi tekið
í notkun með tölvustýrðum
búnaði sem lagaður hefur
ver ið að þörfum fyrirtæksins,
en Marel sá um smíði hans og
uppsetningu.
„Útflutningsleyfið opnar
fjöl marga möguleika. Það eru
þegar ýmis verkefni í farvatn
inu og við horfum bjartsýn
fram á veginn,“ segir Gunn
laugur.
kjarnafæði
Feðgarnir í Kjarnafæði, Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri og Gunnlaugur Eiðsson
aðstoðarframkvæmdastjóri. Fyrirtækið vinnur nú að því að afla sér útflutningsleyfis.
„Útflutningsleyf
ið opnar fjölmarga
möguleika, það eru
þegar ýmis verk
efni í farvatninu og
við horf um bjartsýn
fram á veginn,“ seg ir
Gunnlaugur.