Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 54

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 54
54 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 C hristine Lagarde hef ur al drei farið troðnar slóð ir og oft verið fyrst kvenna til að tak ast á hendur ýmis verkefni. Svo sem að verða forstjóri Al þjóða gjaldeyrissjóðsins. Í stjórnmálum er hún talin hallast til hægri. Hún fylgir í megindráttum fjáls lyndum skoðunum. Fylgir frelsi á mark aði og takmörkuðum af ­ skipt um ríkis af efna hags­ og fjármálalífi. Það þýðir þó alls ekki að hún elti bara það sem aðrir hafa sagt um fjármál. Til dæmis hefur hún fullyrt að fjármála­ kreppu okkar daga megi að hluta rekja til karllægra sjónarmiða í fjármálastofn­ unum. Karlhormónið hefur haft of mikil áhrif á ákvarðanir og áhættusækni banka, segir hún. Hún er eiginlega hægri sinn­ aður femínisti. Lagarde tók við gjaldeyrissjóðnum í sumar, einmitt eftir að karlhormónið varð fyrri forstjóra að falli. Dominique Strauss­Kahn flæktist í pilsum herbergis­ þernu á hóteli í New York. Dæmigert fyrir valdakarla sem ekki ráða við tillann á sér. Hvað gerðist í raun og veru og í smáatriðum þarna á hótelinu skiptir ekki lengur máli. DSK er búinn að vera og kona komin í einn helsta valdastól heimsins í dag. Fremst meðal kvenna Lagarde hefur verið fremst meðal kvenna í mörgu – ekki bara listsundi. Hún varð fyrst kvenna fjármálaráðherra Frakklands og þar með fyrst kvenna til að fara með fjármál ríkis í G8­hópnum, hópi helstu auðríkja heims.Hún vekur líka alltaf athygli fyrir glæsi legan klæðaburð og glæsilega framkomu og kunnugir segja að hún hafi sterka nálægð. Það fer ekki fram hjá neinum þegar hún gengur í sal­ inn. Þetta er ekki eiginleiki sem er öllum gefinn. Sumir eru og verða alltaf gráar mýs. Og henni vefst aldrei tunga um tönn. Því er henni oft líkt við poppstjörnu á fundum ráðamanna heimsins – hún er senuþjófur. Á fundi G20­ríkjanna í Cannes í Frakk­ landi í haust kom líka fram að forstjóri AGS er ekki litlaus blýantsnagari. Hún sagði að tillögur Silvios Berlusconis í efna hagsmálum Ítala væru ótrúverðugar. Hann er nú hættur. Hún sagði jafnframt að Kínverjar yrðu að breyta efnahags­ stefnu sinni, áratugurinn væri glataður í efnahagsmálum og glötuð kynslóð að vaxa úr grasi! Ekki skortir sjálfstraustið. Yfirstéttarstúlka Christine Madeleine Odette Lallouette fæddist 1. janúar 1956 í París og er því 55 ára. Hún er dóttir háskólakennara og í æsku hennar var aldrei spurning hvort hún færi í langskólanám, heldur aðeins hvað hún myndi læra. Hún lagði stund á lög og síðar stjórnmálafræði bæði í Frakk landi og Bandaríkjunum. Eftirnafn­ ið Lagarde er frá fyrrverandi eiginmanni hennar. Hún er fráskilin tveggja barna móðir. Á námsárunum var hún um tíma í aðstoðarliði bandaríska þingmanns ins Williams Cohens. Hann varð síðar varn­ armálaráðherra hjá Bill Clinton. Að námi loknu fór hún að vinna fyrir al þjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Baker and McKenzie, fyrst í París en síðar í Banda ríkjunum, og varð loks forstjóri fyrir tækisins, fyrst kvenna að sjálfsögðu, og hafði aðsetur í Chicago. Hún talar ensku reiprennandi og án hreims. Það heyrð ist alltaf að DSK var franskur. Sérfræðingur – stjórnmálamaður Baker and McKenzie var starfsvettvang­ ur hennar frá 1981 til 2005. Það eru 24 mótunarár án þátttöku í stjórnmálum. Þó alltaf þannig að sérgrein hennar voru lög gegn hringamyndun og svo síðar löggjöf Evrópusambandsins. Hún þekkir lög um viðskipti betur en nokkur annar. En árið 2005 urðu tímamót. Hún varð stjórnmálakona, orðin nærri fimmtug. Hún varð fyrst viðskiptaráðherra og ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs­ mála áður en hún tók við stjórn fjármála Frakklands. Orð fór af dugnaði hennar í embætti. Hún lagði áherslu á að auka framleiðslu og útflutning og styrkja þann ig grundvöll efnahagslífsins. Lagarde varð vinsæl meðal undirmanna sinna en þó mun aldrei spurning um hvar valdið liggur í nærveru hennar. Hún er sterk kona en hreinskiptin. Fyrir aðeins fjórum árum taldi tímaritið Forbes hana 39. valdamestu konu heims. Núna er hún einn af kandídötun­ um í efsta sætið ásamt Angelu Merkel og Hillary Clinton. Draugur frá tíma Evu Joly Ekki er allt á hreinu úr ráðherratíð henn ar í fjármálaráðuneytinu. Gömul spill ingarmál eru þar enn á sveimi eins og gamlir draugar. Maður er nefndur Bern ard Tapie, skrautlegur náungi sem hófst frá fátækt til frægðar og varð ríkur, eign að ­ ist m.a. knattspyrnufélagið Marseille og flækti af list saman stjórnmál og við skipti. Eva Joly varð Tapie þó að lokum fjötur um fót. Hann missti allt sitt og fór í fangelsi. En hann kom með krók á móti bragði. Hann sakaði ríkisbankann Credit Lyonnais um að hafa svindlað á sér og fór í mál og krafðist bóta. Óvænt var samið um sátt utan dómsalar og franska ríkið greiddi Tapie 285 milljónir evra í skaðabætur. Tapie hefur alltaf verið laginn við að velja sér vini meðal valdamanna, óháð stjórnmálaskoðunum. Meðal vina hans nú er Nicolas Sarkozy Frakklandsfor­ seti. Stjórnarandstæðingar segja að forsetinn hafi skipað fyrir um farsæla lausn fyrir vin sinn og Lagarde misbeitt valdi sínu í fjármálaráðuneytinu til að afgreiða málið og borga Tapie þessa aura. Málið er í opinberri rannsókn en þessi hindrun tafði samt ekki för Lagarde í stól forstjóra AGS. Í björgunarliði heimsins Enginn veit hvort misgjörðir sannast á Lagarde. Hún hefur líka um annað að hugsa þessa dagana. Efnahagur heims­ ins er valtur. Enginn veit hvort ríkin við Miðjarðarhaf komast út úr skuldakreppu sinni. Enginn veit hvort nokkur hjálp er í að Lagarde lét reka Berlusconi úr emb­ ætti – eða var það Angela Merkel sem lét reka hann? Sama hvor konan það var; skuldirnar eru enn ógreiddar. Svartsýnismenn spá tíu ára heims ­ kreppu. Lagarde hefur sjálf sagt að líkur séu á að slíkur spádómur gangi eftir. Og hún vinnur að því á hverjum degi að koma í veg fyrir kreppu. Ef til vill verður hún fyrst allra – karla og kvenna – til að bjarga heiminum. fremst meðal kvenna TexTi: Gísli krisTJánsson Christine Lagarde á aðeins sex ára stjórnmálaferil að baki. Samt er hún meðal valdamestu kvenna heims. GEFÐU FRÍ UM JÓLIN JÓLAPAKKAR ICELANDAIR Evrópa frá 29.900 kr.* eða 24.000 Vildarpunktar og 15.000 kr.* USA frá 52.900 kr.* eða 44.000 Vildarpunktar og 25.000 kr.* Jólapakkatilboðið gildir til London, Manchester, Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Helsinki, Amsterdam, Frankfurt og Parísar í Evrópu og til New York, Boston, og Seattle í Bandaríkjunum. Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. mars 2012 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair. * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er frá 24. nóv. til 24. des. 2011 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 22. des. 2011 til og með 13. jan. 2012. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánar á icelandair.is. Þessar ferðir gefa 3.000-16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki endilega í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað. + Bókaðu núna á www.icelandair.is ÍS LE N SK A SI A. IS IC E 5 74 21 1 1/ 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.