Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 58

Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 58
58 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 að vinna með og það hefur skipt sköpum í starfi okkar.“ Mentor er í fremstu röð á Norðurlöndun­ um á sviði upplýsingatækni fyrir skóla­ samfélagið. Mentor sameinaðist árið 2007 sænska fyrirtækinu P.O.D.B. og þar í landi starfa 20 manns og á þessu ári voru auk þess opnaðar starfsstöðvar í nokkrum löndum – Sviss, Þýskalandi og Bretlandi. Í undirbúningi er markaðssókn í Bretlandi en InfoMentor Ltd. var stofnað í upphafi þessa árs með samstarfsaðila Mentors í Bretlandi, WebBased. Unnið er að því að sameina það besta úr kerfum þess fyrirtæk is og Mentors. Fjöður í hattinn Velgengni Mentors hefur fært fyrirtækinu og Vilborgu ýmis verðlaun og viðurkenn­ ingar og má þar nefna að fyrirtækið var valið sprotafyrirtæki áranna 2008 og 2009. „Við erum gríðarlega stolt af Vaxtarsprota­ viðurkenningunum.“ Þá var fyrirtækið valið nýsköpunarfyrirtæki ársins 2011. Vil­ borg segir að það sé mikil viðurkenning og veiti fyrirtækinu stuðning á erlendri grund. „Það gefur okkur forskot að geta sagt frá þessu á erlendum markaði þannig að þetta hjálpar okkur í allri markaðssetningu.“ Vil­ borg fékk viðurkenningu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri á síðasta ári. „Það var enn ein fjöðrin fyrir Mentor.“ Hvernig ætli Vilborg lýsi sjálfri sér sem stjórnanda? „Ég á nokkuð gott með að vinna með fólki. Ég get hlustað, greint aðal atriðin og fundið lausnir auk þess að hafa skýra framtíðarsýn og markmið. Ég held minn helsti styrkur sé að geta unnið með fólki og fengið það með mér í þessa vegferð.“ Hermann Ottósson, forstöðumaður mark aðsþróunar hjá Íslandsstofu, segir að leiðir þeirra Vilborgar hafi legið sam an fyrir átta árum þegar hún tók þátt í verk efn ­ inu Útflutningsaukning og hagvöxt ur hjá Útflutningsráði. „Ég upplifði hana sem feiki­ lega duglega en fannst reyndar strax að hún hefði fullmörg járn í eldinum. Vilborg er nákvæm og heiðarleg og hún á auðvelt með að taka uppbyggilegri gagnrýni og sjá það jákvæða í hlutunum, jafnvel við erfiðar aðstæður. Hún er skemmtilegur og lifandi karakter og það er gaman að ræða við hana um heima og geima.“ Hermann segir að Vilborg njóti virðingar og tekur sem dæmi að hún sitji í stjórnum Ís landsstofu og Samtaka iðnaðarins. Þá er hún í stjórn Tækniþróunarsjóðs og í stjórn „Leadership for children and young people“ í Bretlandi. „Lífið kennir fólki og Vilborg hefur þrosk ast mikið sem stjórn­ andi. Hún hefur stækk að með fyrirtækinu.“ Veit hVað hÚn Vill Þegar vinnu sleppir – sem Vilborg segir að sé eitt sitt helsta áhugamál – nýtur hún þess að vera með fjölskyldunni. Hún og eiginmaðurinn, Pétur Pétursson, sem er stofnandi Manna og músa, eiga þrjú börn: Dóttur sem er 10 ára og syni 15 og 17 ára. Þau fara m.a. á skíði saman og ferðast um landið á sumrin. Mýrdalur, æskuslóðir Vil borgar í Þórisholti, er algengur áfanga­ staður. Jú, hún á fleiri áhugamál en vinnuna: Blak. Þá íþrótt hefur hún stundað í áraraðir. Huldu Helgadóttur viðskiptafræðingi kynntist Vilborg í blakinu fyrir mörgum ár um. „Vilborg er sveitastelpa og hún veit hvað hún vill,“ segir Hulda. „Hún er dug ­ leg, vinnusöm og með mikið keppnisskap sem birtist utan vallar sem innan. Hún hvetur okkur áfram og er góður liðsmaður. Vilborg er víðsýn og orkumikil og dugn­ aðurinn í vinnunni kemur stundum niður á æfingum – vinnuferðir erlendis eru ein helsta ástæða þess að Vilborg mætir ekki á allar æfingar.“ Hulda segir að Vilborg sé alltaf jákvæð og vinur vina sinna. Þá sé hún afskaplega hreinskilin og komi auga á skemmtilegu hlutina í kringum sig. „Það er alltaf gott að vera í kringum hana. Hún kann að segja skemmtilegar sögur, ekki síst af sjálfri sér. Hún á það til að týna hlutum og missa af lestum og flugvélum. Hún getur stundum verið svolítið utan við sig.“ En hvernig lýsir Vilborg sjálfri sér sem stjórnanda? „Ég held það sé minn helsti styrkur – að geta unnið með fólki og fengið það með mér í þessa vegferð.“ Það getur vel verið að Vilborg missi af lest­ um og flugvélum – eða öðrum samgöngu- tækjum. Hún virðist hins vegar ekki hafa misst af neinu farartæki á vegferð sinni í fyrirtækjarekstri. Hulda Helgadóttir viðskipta­ fræðingur kynntist Vilborgu í blakinu fyrir mörgum árum. „Vilborg er sveitastelpa og hún veit hvað hún vill,“ segir Hulda. Vilborg Einarsdóttir. „Ég get hlustað, greint aðalatriðin og fundið lausnir auk þess að hafa skýra framtíðarsýn og markmið.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.