Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.10.2011, Qupperneq 63
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 63 5. apple ipad 2 með Wi-Fi + 3g 16gb Spjaldtölva (verð u.þ.b. 115.000 kr. í mörgum síma­ og tölvuversl­ unum). iPad 2­spjaldtölvan frá Apple er í broddi spjaldtölvufylk­ ingarinnar að mati sérfræðinga PC World enda er hún öflugri og léttari en fyrirrennarinn auk þess að vera með betri myndavélar. Þó eru blikur á lofti, því þegar líður að lokum ársins hafa keppi­ nautarnir tekið stór skref fram á við í vélbúnaði. Sá grunur gerist æ áleitnari að starfsmenn Apple hafi e.t.v. verið of værukærir við þróun iPad 2. 6. Microsoft Windows phone 7 Mango Snjallsímastýrikerfi (fylgir með ýmsum snjallsímum, www. windowsphone.com). Það er ekki oft sem maður sér Microsoft í hlutverki lítilmagnans, en sú er engu að síður raunin á markaði snjallsímastýrikerfa. Með útgáfu Mango aukast líkurnar á að Micro­ soft taki þátt í samkeppninni af alvöru, því þetta er glettilega gott stýrikerfi með ýmsum vel heppnuðum nýjungum. 7. hp eprint Prentlausn (innbyggt í ýmsa HP­prentara, www.eprintcenter. com). Símar og spjaldtölvur eru nú orðin mikilvæg vinnutól, en það getur reynst þrautin þyngri að prenta efni frá slíkum græjum. ePrint­prentlausnin frá HP leysir þetta vandamál, því ef prentarinn er með ePrint­samhæfður má senda skrár til hans með tölvupósti úr hvaða fartóli sem er. 8. sony alpha slt-a77 Myndavél (u.þ.b. 270.000 kr., á www.netverslun.is). A77 frá Sony er vel að því komin að vera fyrsti fulltrúi myndavélanna á topplistanum í ár. Myndgæðin eru frábær og hraðinn er ótrúlegur – 12 rammar á sekúndu með hæstu upplausn (24,3 megapixlar) og 60 ramma vídeó á sekúndu með 1080p upplausn. Ýmsir flottir og skemmtilegir valkostir við myndatökur gera þessa vél að enn álitlegri kosti fyrir ljósmyndaáhugafólk. 9. samsung series 9 Fartölvur (u.þ.b. 300.000 kr., www.samsungsetrid.is). Þessar einstaklega þunnu en harðbyggðu fartölvur eru sennilega bestu ofurléttu Windows­fartölvur sem eru á markaðnum í dag. Þær veita MacBook Air talsvert harða samkeppni hvað útlit og vinnslugetu varðar, en kosta líka sitt. 10. google + Samfélagsvefur (ókeypis, plus.google.com). Ef maður ætlar í samkeppni við risa á borð við Facebook skemmir það auðvitað ekki fyrir að vera risi á borð við Google. Google + vinnur vel með öðrum Google­lausnum, snjallsímaforritið er betra en hjá Face­ book og notendaskilin eru einföld. Stóra spurningin er þó auðvitað hvort fólk muni á endanum flykkjast á Google + í sama mæli og á Facebook. 11. Canon eos 600d Myndavél (u.þ.b. 220.000 kr., www.netverslun.is). EOS 600D (þekkt sem Rebel T3i vestanhafs) er frábær kostur þegar velja skal stafræna SLR­myndavél af ýmsum ástæðum. Hún fékk eina bestu einkunn sem sést hefur í myndgæðaprófunum PC World, vídeótakan er fyrsta flokks og svo er hún tiltölulega ódýr miðað við margar aðrar myndavélar á markaðnum. 12. aMd radeon hd 6990 Skjákort (u.þ.b. 130.000 kr., í ýmsum tölvuverslunum). Þeir sem vilja fullkominn ofurkraft í grafíkvinnsluna (væntanlega til að geta keyrt nýjustu tölvuleikina) þurfa ekki að leita lengur – AMD Radeon HD 6990 er lausnin. Það fékk frábæra einkunn í hraðaprófunum PC World og fór langt með að réttlæta verðið – sem er reyndar svo hátt að jafnvel hörðustu leikjaáhugamenn hugsa sig tvisvar um áður en ráðist er í fjárfestinguna. iPad 2 frá Apple er flaggskip spjaldtölv­ anna – enn sem komið er. Sony Alpha SLT­A77 er sú myndavél sem nær hæst á topp 50 þetta árið. Samsung Series 9 er ein flottasta fartölvan á markaðnum í dag. Canon EOS 600D er góður kostur og tiltölulega ódýr miðað við ýmsa keppi­ nauta í sama gæðaflokki. 5 8 9 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.