Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.10.2011, Qupperneq 64
64 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 13. sony tablet s1 Spjaldtölva (frá u.þ.b. 110.000 kr., www.netverslun.is). Þessi vel hannaða spjaldtölva frá Sony er líklegust Android­spjaldtölva til að velgja iPad undir uggum að mati sérfræðinga PC World. Hún fær jafnframt aukastig fyrir að vera ekki bara iPad­eftirherma eins og allt of margar tölvur keppinautanna. 14. Microsoft internet explorer 9 Netvafri (ókeypis, windows.microsoft.com). Þótt orðspor Inter­ net Explorer hafi verið vafasamt í gegnum tíðina er þessi nýj asta útgáfa vafrans flott, hraðvirk og betur varin gegn alls kyns net ­ ó væru en fyrri útgáfur. IE 9 ræður vel við HTML5 og ýmsa flóknari grafíkvinnslu sem er sífellt að verða algengari. Hér er því loks kom inn vafri frá Microsoft sem stenst samkeppnina við vafra á borð við Chrome og Opera, sem hingað til hafa verið taldir meira spenn andi. 15. amazon kindle Fire Spjaldtölva (u.þ.b. 40.000 kr., www.amazon.com). Amazon kynnti Kindle Fire, nýjustu viðbót sína við spjaldtölvumarkaðinn, fyrir skömmu. Þessi sjö tommu Android­spjaldtölva er fyrst og fremst hugsuð fyrir lestur, hljóð og mynd og er hönnuð til að virka vel með netþjónustu Amazon. Verðið vekur sérstaka athygli, einungis 199 dollarar vestanhafs, sem þykir með því lægsta sem gerist. Búast má við að kostnaður við að kaupa gripinn og koma honum hingað til lands sé í kringum 40.000 krónur. 16. barnes and noble nook Color Lestölva (u.þ.b. 45.000 kr., www.barnesandnoble.com). Þessi lita­lestölva með snertiskjá skilar skýrum texta og frábærum mynd­ gæðum. Það sem hefur þó heillað marga er hversu auðvelt er að eiga við græjuna og breyta henni. Til að mynda hefur ýmsum tekist að setja Android upp á henni og nota sem hefðbundna spjaldtölvu. 17. Canon powershot g12 Myndavél (u.þ.b. 110.000 kr., www.netverslun.is). G12­mynda­ vélin frá Canon er sterkbyggð, tekur gæðamyndir og ­vídeó og er með fjölbreytta stillingarmöguleika fyrir þá sem vilja ekki bara taka myndir á sjálfvirkri stillingu. Að mati sérfræðinga PC World er þetta því besta myndavélin með áfastri linsu sem í boði er um þessar mundir. 18. Microsoft office 365 Skrifstofuhugbúnaður í netskýi (u.þ.b. 700 kr. / mán. www.off­ ice365.com). Microsoft er á heimavelli þegar kemur að skrifstofu­ hugbúnaði. Office 365 er netútgáfa af Word, Excel, PowerPoint og Outlook og afar vel heppnuð sem slík. Þessi pakki er með bestu leturgerða­ og sniðvalmöguleika allra þeirra forrita sem í boði eru á netinu og er því frábær valkostur fyrir þá sem vilja flytja skrifstofu vinnsluna í „skýið“. 19. dell Xps 15z Fartölva (Frá u.þ.b. 270.000 kr., www.ejs.is). Það þarf ekki að fara í grafgötur með að Macbook Pro frá Apple hefur verið ansi ofarlega í huga þeirra sem hönnuðu XPS 15z. En hvað sem því líður er hún afar vel heppnuð, öflug og telst nokkuð ódýr miðað við gæði. 20. google Maps fyrir android Snjallsímaforrit (ókeypis, bit.ly/sOFL7J). Efst á blaði í flokki snjallsímaforrita er Google Maps, sem er einstaklega vel heppnað. Þetta ókeypis forrit er í senn landakort, fullkomið leiðsagnarforrit og upplýsingarit um verslanir og þjónustufyrirtæki með gagnleg­ um athugasemdum og ábendingum neytenda. Sony Tablet S1 er ekki bara eftirherma af iPad. Kindle Fire­spjaldtölvan frá Amazon er ekki bara til bóklestrar. Dell XPS 15z er öflug og ódýr miðað við gæði. G12­mynda vélin frá Canon er sterkbyggð, tekur gæðamyndir og ­vídeó. 13 15 17 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.