Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 65

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 65
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 65 21. asus eee pad slider Spjaldtölva (u.þ.b. 130.000 kr., bit.ly/njEGHh). Hér gæti verið komin lausnin fyrir þá sem eiga í vandræðum með að velja hvort þeir kaupa fartölvu eða spjaldtölvu. Þessi spjaldtölva er þykkari en flestar slíkar, en er líka með QWERTY­lyklaborði sem rennt er út og innbyggt USB 2.0­tengi, sem þýðir að hún hentar betur við vinnuna en flestar aðrar spjaldtölvur. 22. panasonic lumix dMC-gh2 Myndavél (u.þ.b. 90.000 kr., t.d. hjá www.ht.is og www.sm.is). GH2 er frábært dæmi um hvernig myndavélar með snertiskjá eiga að vera. Vídeótaka er svo vel heppnuð, þökk sé myndgæðum, góðri fókusstýringu og fjölbreyttum stillingareiginleikum, að engin myndavél með útskiptanlegri linsu stóðst henni snúning að þessu leyti í prófunum PC World á árinu. 23. samsung galaxy tab 10.1 Wi-Fi 16gb Spjaldtölva (u.þ.b. 125.000, t.d. hjá www.elko.is). Framleiðandi hlýtur að vera kominn ansi vel áleiðis ef Apple reynir að stöðva sölu spjaldtölvunnar hans, eða hvað? Galaxy 10.1 frá Samsung var fyrsta spjaldtölvan sem virkilega náði að sýna getu Android­ stýrikerfisins á „stóra“ skjánum. 24. sony handycam neX-vg20 Vídeótökuvél (u.þ.b. 360.000 kr., www.netverslun.is). Þessi nýja vídeótökuvél frá Sony með útskiptanlegri linsu er bæting frá VG10­ útgáfu síðasta árs. Vídeótakan er 1080p/60­fps „Progressive“, en að auki getur hún skilað RAW­kyrrmyndum og ytri hönnun vélarinn ar er betri en fyrrirennarans. 25. seagate Freeagent goFlex desk 4tb Harður diskur (u.þ.b. 50.000 kr., bit.ly/dmo7nk). Hér er utanáliggj­ andi harður diskur sem ætti að duga ansi lengi til að halda utan um gagnasafnið – fjögur terabæti, hvorki meira né minna! Og USB 3.0 tryggir gagnaflutningshraða við hæfi. 26. sony alpha neX-7 Myndavél (u.þ.b. 260.000 kr., www.netverslun.is). NEX­7 frá Sony er frábær 24,3 megapixla myndavél með útskiptanlegum linsum. Stjórnkerfið er vel heppnað og vídeótakan góð. Fínasta viðbót við NEX­línuna frá Sony. 27. seagate goFlex satellite Mobile Wireless storage 500gb Harður diskur (u.þ.b. 40.000 kr., bit.ly/kZufq4). Þessi 500 GB þráðlausi harði diskur gæti orðið besti vinur spjaldtölvunnar. Það er nefnilega hægt að skella ansi stóru tónlistar­ og bíómyndasafni á hann og spila svo þráðlaust á spjaldtölvunni með WiFi­tengingu. 28. lenovo thinkpad X1 Fartölva (frá u.þ.b. 200.000 kr., www.netverslun.is). Thinkpad X1­fartölvurnar falla í flokk ofurléttra fartölva, en þær eru þó ekki alveg eins rennilegar og Macbook Air og Samsung Series 9. Engu að síður urðu þær efstar á blaði PC World fyrir viðskiptaferða­ langa, því afkastageta og ending gerast varla betri. 29. sony vaio sb series Fartölva (u.þ.b. 250.000 kr., www.netverslun.is). Hér er frábær valkostur fyrir þá sem vilja skipta upp úr ofurlétta flokkinum. Tölva úr þessari línu stóð sig frábærlega í prófunum PC World á árinu, skilaði frábærri vinnslugetu og samt entist rafhlaðan von úr viti. 30. Webroot secureanywhere antivirus Veiruvarnarforrit (u.þ.b. 5.000 kr./ári, www.webroot.com). Þessi veiruvarnarbúnaður notar tölvuský til að búa til hraðvirkari og öflugri veiruvörn en áður hefur þekkst. Með því að kaupa „Complete“­pakk­ ann (ca. 10.000 kr./ári) fæst líka veiruvörn fyrir iOS og Android­tæki. Panasonic Lumix DMC­GH2. GH2 er frábært dæmi um hvernig myndavélar með snertiskjá eiga að vera. Samsung Galaxy Tab 10.1 Wi­Fi 16GB. Samsung var fyrsta spjald tölvan sem virki- lega náði að sýna getu Android­stýrikerfisins á „stóra“ skjánum. Handycam NEX­VG20 er vel hönn­ uð vídeótökuvél frá Sony. Lenovo ThinkPad X1 er góður kostur fyrir viðskiptaferðalangana. 22 23 24 28

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.