Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 75
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 75
F
yrir örfáum árum hefði þessi setn
ing verið alger rökvilla. Á tím um
snjallsím anna eru símarnir hins
vegar farnir að gegna svo mörg
um mismunandi hlutverkum að
þetta sem áður var grunnhlutverk græjunn ar
getur verið tiltölulega illa heppnað án þess
að það skipti svo miklu máli. Græjan er
ein faldlega svo góð í allt annað!
Ekki hægir á þróuninni í snjallsímunum
þessa dagana. Þeir fá öflugri örgjörva og
stærra minni, betri myndavélar, fjölhæfari
stýrikerfi, flottari skjái og svo mætti lengi
telja. Forritin verða fleiri og betri og nýtast
við sífellt fleiri verkefni dag legs lífs.
Þeir Vandlátu Velja 4s eða s ii
En hvaða símar á markaðnum fyrir þessi
jól eru líklegastir til að lenda í jólapökkum
landsmanna? Auðvitað er vandi um slíkt
að spá … en spáum samt aðeins. Þeir
vand látustu munu líta til hins nýja iPhone
4S frá Apple og Androidsímans Samsung
Galaxy S II, sem eru í dýrasta verðflokki
snjallsímanna, á yfir 100.000 kr. (reynd ar
hátt í 150.000 kr. í tilviki iPhone). Þessir
símar geta allt sem á annað borð er hægt
að gera með snjallsímum.
Ein hverjir vilja svo án efa bíða eftir Sam-
sung Galaxy Nexus, sem er væntanlegur á
markaðinn fyrir jól og verður fyrsti síminn
með Android 4.0stýrikerfinu. Í sama verð
flokki er Nokia N9 sem hefur fengið góða
dóma. Spurningarmerki hefur verið sett
við MeeGostýrikerfið sem þykir flott – en
óvíst að verði notað í nokkrum öðrum
síma.
Góðir miðað Við Verð
Þegar horft er til miðhluta markaðarins, á
verð bilið 6080 þúsund, er sennilegt að
Samsung W verði vinsæll Androidmegin.
Það er öflugur sími með flestallt sem hægt
er að óska sér í snjall símum þótt hann nái
e.t.v. ekki alveg sömu hæð um og þeir sem
eru í hæsta verðflokknum. Nokiafólkið
mun væntanlega horfa til Nokia 700 sem
er afar léttur og nettur en gefur þó lítið
eftir í vinnslugetunni. Ýmis kostakjör má
finna í neðsta verðflokknum. Til að mynda
þykir LG Optimus Hub vera ansi öfl ugur
miðað við verð, sem er í kringum 40.000
krónur. Þetta er arftaki Optimus One, sem
hefur notið talsverðra vinsælda meðal
ódýrari snjall síma. Enn neðar í verðbili,
og sérstaklega stílaður á ungt fólk, er
Sam sung Y, sem mun vænt anlega vera í
kring um 25.000 krónur fyrir jólin.
snjallIr jÓlaPaKKar
„Þetta er frábær farsími. En hann er ekkert sérstaklega góður fyrir símtöl.“
„Ekki hægir á þróuninni
í snjallsímunum þessa
dag ana. Þeir fá öflugri
ör gjörva og stærra minni,
betri mynd avélar, fjölhæfari
stýri kerfi, flottari skjái og
svo mætti lengi telja.“
iPhone 4S Samsung Galaxy S II LG Optimus HubNokia 700Samsung Galaxy Nexus Nokia N9
TexTi: krisTinn JÓn arnarson.