Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 77

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 77
með þartilgerðum pennum áttuðu Apple­ menn sig á því að spjaldtölvur henta miklu frekar vel til netvafurs, bóklesturs, kvikmyndaáhorfs, tölvuleikja og þar fram eftir götunum. Það ætti því ekki að koma á óvart að nýleg könnun sýni að þriðjungur iPad­eig ­ enda segist nota tölvuna á snyrting unni. iPad spjaldtölvan er byggð á sama stýri ­ kerfi og iPhone­síminn vinsæli frá Apple og þar með hefur hún aðgang að gríðarlegu úrvali allskyns smáforrita (Apps) sem fást í App Store netverslun inni. Um leið eykst notagildi gripsins verulega. Þótt margir hafi verið efins um notagildið fyrst þeg ar Apple kynnti iPad segja margir sem hafa fjárfest í slíkri tölvu að verulega hafi dregið úr notkun annarra tölva heimilisins eftir kaupin. Og skoðanakannanir meðal eigenda benda til að fólk í viðskiptalífinu láti sér oft nægja að taka slíkar tölvur með í ferða lagið til að halda sér í sambandi við vinnuna. Ekki er heldur nóg með að gott sé að taka þær með í fríið því spjaldtölvur geta í mörgum tilvikum verið fyrirtaks vinnu tól. Nýlega var t.d. tilkynnt að United og Conti­ nental flugfél ögin hefðu ákveðið að láta alla flugmenn sína nota iPad­tölvur til að halda utan um fluggögn á ferðum sínum í stað pappírs. Keppinauturinn er android Þótt engin ein spjaldtölvutegund sé farin að skáka iPad er ljóst hvaðan samkeppnin mun koma á þessum markaði: Google. Opna Android­stýrikerfið frá Google er notað í svo til öllum nýjustu spjaldtölvun­ um frá öðrum framleiðendum á borð við Lenovo, Samsung, Asus, Toshiba, Motor­ ola, HTC og Acer. Meira að segja Nook­lestölvan frá Barnes and Noble notast við Android­stýrikerfið. Íslendingar geta fengið flestar þess ara spjaldtölva hér heima; iPad er fáan leg á verðbilinu 85.000 ­ 150.000 krónur í net­ verslunum og verslunum helstu fjarskipta­ fyrirtækja og fjölmargar spjaldtölvur sem nota Android fást frá allt niður í 25.000 kr. Samsung spjaldtölvur fást á verðbil inu 85.000 ­ 130.000 krónur í ýmsum tölvu­ verslunum og einnig má nefna að nú nýverið komu fyrstu Lenovo­spjaldtölv urn ar á mark að hér á landi hjá Nýherja, en Lenovo hefur bæði framleitt spjald tölvur undir merkjum Lenovo og Thinkpad. Nýjustu sölutölur benda til að tölvur sem keyra á Android­stýrikerfinu séu komnar með um 20% markaðshlutdeild á heims­ vísu, en þar sem þær eru svo margar er engin ein spjaldtölvutegund farin að skera sig úr. Það er helst að Samsung Galaxy Tab sé nefnd í erlendum tæknirit­ um sem sú spjaldtölva sem sé næst því að velgja iPad undir uggum. Hvernig sem samkeppninni mun vinda fram á næstu misserum er þó ljóst að innrás spjaldtölv­ anna er rétt að hefjast – og hún mun breyta því hvernig mörg okkar nýta tölvu ­ tæknina. Hvað kosta spjaldtölvurnar? Íslendingar geta fengið flestar þessara spjaldtölva hér heima; iPad er fáanleg á verð bilinu 85.000 ­ 150.000 krónur í netverslunum og verslunum helstu fjarskiptafyrir­ tækja og fjölmargar spjaldtölvur sem nota Android fást frá allt niður í 25.000 kr. Samsung spjaldtölvur fást á verðbilinu 85.000 ­ 130.000 krónur í ýmsum tölvu ­versl unum og einnig má nefna að nú nýverið komu fyrstu Lenovo­spjaldtölvurnar á mark að hér á landi hjá Nýherja, en Lenovo hefur bæði framleitt spjaldtölvur undir merkjum Lenovo og Thinkpad. GaTes sá InnrásIna FyrIr FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 77 Sumir hafa viljað bæta Kindle­ bóklesaranum frá Amazon í flokk spjaldtölva, en hann hefur notið mikilla vinsælda og hafði selst í um átta milljónum eintaka við síðustu áramót. Notkunar- möguleikar Kindle hafa þó hingað til verið of takmarkaðir – hann er einungis hægt að nota til að lesa bækur – svo ósann­ gjarnt hefur verið að telja hann í hópi spjaldtölva. Þetta breytt­ ist þó nýlega þegar Amazon kynnti Kindle Fire til leiks – en með henni er hægt að horfa á bíómyndir, vafra á vefnum, nota forrit, spila leiki (og lesa bækur, að sjálfsögðu). Með nýjustu kynslóð Kindle hefur Amazon því hellt sér af fullum krafti í spjaldtölvuslaginn. Kindle Fire

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.