Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 78
78 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
OK-búðin er glæsileg sérverslun með tölvubúnað, til húsa í bogahúsinu á Höfðabakka 9. verslunin
var opnuð í tilefni af 25 ára starfsafmæli Opinna kerfa í maí á síðasta ári. Í kjöl farið var ráðist í mikl ar
endurbætur á vefverslun og þjónustugátt fyrirtækisins sem hefur verið starfrækt síðan 1999.
OK búðin -- fjölbreytt úrval tölvu-
og hugbúnaðar
Opin kerfi
Við fundum fyrir mikilli þörf á markaðnum fyrir öðruvísi tölvu verslun þar
sem viðskiptavininum er boðið
upp á meira en afgreiðslu og
leggj um því ríka áherslu á
faglega ráðgjöf. Allur sýning
arbúnaður er uppsettur og
við bjóðum viðskiptavinum
að upplifa hlutina í virkni og
fá ráðgjöf um val á búnaði.
Við skiptavinir geta þannig
mátað lausnirnar við vænt
ingar sínar og þarfir og tekið
upplýsta ákvörðun um kaup,“
segir Sævar Haukdal, sölustjóri
notendalausna hjá Opnum
kerfum.
Margra ára þróunarsam
starf HP með Apple
Í OKbúðinni er boðið upp á
fjölbreytt úrval tölvu og hug
búnaðar fyrir einstaklinga jafnt
sem fyrirtæki. „Opin kerfi eru
fyrst og fremst þekkt fyrir að
selja og þjónusta búnað frá HP,
Cisco og Microsoft sem öll eru
fremst á sínu sviði. Með því
að bjóða Apple erum við að
bæta öðru gríðarlegu sterku
vöru merki inn í okkar flóru og
stuðla frekar að því að uppfylla
þarfir viðskiptavina. Hjá okkur
geturðu borið saman það besta
úr báðum heimum, þægilegra
getur það varla orðið,“ segir
Sævar og bætir við: „HP hefur
verið í þróunarsamstarfi með
Apple í mörg ár, sem hefur
meðal annars getið af sér
ePrint og AirPrinttækni, sem
leyfir prentun beint úr tölvum,
snjallsímum og spjaldtölvum
yfir netið, án aukahugbúnaðar,
snúra eða slíks. Þetta er einun
gis til í HPprenturum.“
Þjónustan í OKbúðinni er
á margan hátt frábrugðin því
sem gengur og gerist. Opin
kerfi eru umboðsaðili HP á
Íslandi og í nánu samstarfi við
þennan stærsta framleiðanda
tölvubúnaðar í heiminum.
„Þetta hefur ýmsa kosti í för
með sér. Frá fyrstu viðskiptum
fær viðskiptavinurinn auðkenni
Ólafur Borgþórsson, verkefnastjóri rafrænna viðskipta, og Sævar Haukdal, sölustjóri notendalausna hjá Opnum kerfum.