Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 87

Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 87
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 87 íslenskum sjávarútvegi. Fyrirtæki var stofn­ að utan um það árið 1983. „Stefna fyrirtækja þarf sífellt að aðlagast breyttu umhverfi án kúvendinga. Við þurfum að takast á við nýjar áskoranir, vaxa og dafna, að öðrum kosti er hætta á að við visn um og deyjum,“ sagði Árni Oddur og vitn aði þar í Gandhi. „Ef við værum með þá stefnu í dag að auka framleiðni í íslensk ­ um sjávarútvegi væri Marel agnarsmátt fyrirtæki og sennilega í ákaflega miklum erfiðleikum þar sem fjárfestingar í íslensk ­ um sjávarútvegi hafa nánast engar verið síðustu þrjú árin.“ Árni Oddur sagði meginmarkmið Mar els í dag að vera í fararbroddi á heimsvísu í þróun og markaðssetningu á há tæknibúnaði til kjöt­, kjúklinga­ og fisk vinnslu. „Þessi breyt ing á stefnunni hefur átt sér stað án umbyltingar, í smáum skrefum á löngum tíma. Fjölbreytileiki og stöðugleiki tekna er nú mun meiri á milli iðngreina og mis mun ­ andi landsvæða.“ Við þurfum að takast á við nýjar áskoranir, vaxa og dafna, að öðrum kosti er hætta á að við visnum og deyjum, sagði Árni Oddur og vitnaði þar í Gandhi. Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæm- dastjóri Parlogis: Hvatningin er mikilvægust á tímum stöðnunar Guðný Rósa Þorvarðardóttir, fram­kvæmdastjóri Parlogis, ræddi um það hvort forgangsröðun stjórnend a hefði breyst eftir hrun – sagði að ekkert eitt svar væri til við því þar sem forgangsröðun stjórnenda væri mismunandi eftir einstakl­ ingum og þeim fyrirtækjum sem þeir stýrðu. Að hennar mati væri þó hvatning­ in for gangsverkefni forstjóra á næstu árum vegna þess hve mikil stöðnun væri í atvinnu lífinu. Stöðnun virkar letjandi á alla og þá þarf hvatningin að koma til sögunnar. „Vissulega hafa ytri skilyrði áhrif á for­ gangsröðun stjórnandans. Andrúmsloftið í þjóðfélaginu einkennist frekar af varkárni en djörfung og það eru því ólíkar áskoranir stjórnenda við þessar aðstæður,“ sagði Guðný. „Við vitum að væntingar starfsmanna hafa breyst, þrýstingur á launahækkanir er almennt minni og bónusar sjaldgæfir. Það þýðir hins vegar ekki að stjórnandinn geti sleppt því að hvetja og umbuna. Í rauninni er hvatningin það mikilvægasta núna.“ Guðný Rósa lagði áherslu á að í um hverfi hafta og stöðnunar væri hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og öflugt starfsmannateymi lykilatriði ef fyrirtæki ættu að eiga sér fram­ tíð. „Starfsfólk fylgist betur með því sem er að gerast innan fyrirtækisins og góður stjórn andi hlýtur því að nýta sér þessa áherslubreytingu og fá starfsfólkið í lið með sér til að sinna grunngildum fyrirtækisins og gera fyrirtækið öflugra. Mikilvægasta hlutverk stjórnandans hlýtur því ávallt, óháð efnahagsástandi, að vera að hlúa að starfs­ mönnum fyrirtækisins þannig að þeir geti sinnt viðskiptavinunum sem best og skapi sem mest verðmæti fyrir eigendur og aðra hagsmunahópa.“„Við verðum að skapa umhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar á skynsamlegan hátt; það verður að vera leyfilegt að taka áhættu án öfga og við verðum að losa okkur úr því umhverfi hafta og sjálfsvorkunnar sem við höfum komið okkur í.“ Vegna þess hve mikil stöðn­ un er í atvinnulífinu verður hvatningin helsta forgangs­ verkefni for stjóra á næstu árum. Stöðn un virkar letjandi á alla. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Viðskiptaráðs: Laða að og þjálfa gott fólk Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Viðskiptaráðs, fjallaði um Alcoa í fyrirlestri sínum; þetta fyrirtæki sem „hefur valdið svo miklu umróti í íslenskri umræðu“ eins og hann sagði. Hann sagði að verksmiðjan á Reyðarfirði væri fullkomnasta álver í heimi og sagðist telja að þar væri sömuleiðis einn besti rekst­ ur í heimi í þeim bransa. Velta fyrirtækisins hér á landi er um 100 milljarðar íslenskra króna á ári og sagði Tómas Már að í dag væru tækifærin mörg: Nýtt álver og góður rekstur í góðri stórri samsteypu. „Hlutverk stjórnenda er fyrst og fremst að laða að gott fólk, þjálfa það, halda í það og hjálpa því að ná árangri. Við höfum unn ið talsvert í því að markaðssetja svæðið og samfélagið og laða að rétta fólkið. Við hvetjum fólk til dæmis til að taka þátt í leikfélaginu á staðnum, skíðafélaginu og ferðafélaginu; þetta er hluti af hvatakerfi okkar. Við leggjum mikið upp úr þjálfun og menntun starfsmanna, rekum Stóriðjuskóla Fjarðaáls og reynum að halda góðri tengingu við háskóla. Starfsumhverfið er lykilatriði og við reynum að skapa áhuga­ vert starfsumhverfi og auka færni hvers og eins og gera fólk að sérfræðingum. Við leggjum áherslu á þátttöku starfsfólks og það kemur víða að ákvarðanatökum og þá sérstaklega í gegnum nefndarstörf. Einnig er mikil áhersla á teymisvinnu og við viljum fjölga tækifærum til innri vaxtar í gegnum okkar fólk.“ Tómas Már sagði að hreinskilni og raun­ sæi væru lykilatriði til að ná þessu öllu. „Við erum að innleiða frammistöðustjórnunar­ kerfi þar sem við höfum þróað hvata með því að tengja launaþróun við frammistöðu og hæfni og að okkar mati hefur það skilað góðum árangri.“ „Hlutverk stjórnenda er fyrst og fremst að laða að gott fólk, þjálfa það, halda í það og hjálpa því að ná árangri. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnar- formaður Marels. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Viðskiptaráðs. Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.