Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 96

Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 96
96 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 Þ ráinn Freyr Vigfús­ son er verðlaunaður matreiðslumaður. Hann var keppandi Íslands fyrr á þessu ári á Bocuse d’Or í Frakklandi, sem er óopinber heimsmeis­ tarakeppni í matreiðslu, og endaði þar í sjöunda sæti. Frá því hann útskrifaðist úr Hótel­ og matvælaskólanum árið 2005 hefur hann verið valinn Matreiðslumaður ársins, 2007; varð í fyrsta sæti í One World Culinary Competition árið 2008 og náði öðru sæti í keppninni um matreiðslumann Norður­ landa 2009. Þráinn er yfirmatreiðslumaður á hinum nýja og glæsilega veit ingastað Kolabrautinni, sem er á fjórðu hæð í Hörpu. „Við leggjum áherslu á að nota ís lenskt hráefni og vinna það undir áhrifum frá löndum við Miðj arðarhafið – notum krydd sem er vinsælt þar til að fá réttu stemninguna. Eldhúsið er nánast í salnum þannig að gest urinn sér okkur kokkana og allt sem ver ið er að elda. Við erum með eldofn í salnum, nokkurs konar pítsuofn, sem við notum til að elda kjöt og grænmeti og geta gestir fylgst með gangi mála. Allt frá því við opnuðum staðinn hefur hann verið vel sótt ur og nú þegar við erum að fara inn í jólatraffíkina er mikið bókað hjá okkur. Við erum með sérstakan þriggja rétta jólamat­ seðil með góðgæti sem margir tengja við hátíðirnar. Jólamat­ seðlinum fylgir hlaðborð í forrétt og síðan er aðalréttur valinn samkvæmt matseðli og í lokin er jóladesert. Það er þétt bókað í jólamatseðilinn og má geta þess að í tengslum við Frostrósa­ tón leikana er allt fullbók að hjá okkur. Í heild njót um við góðs af þeim tónlistaratburðum sem eru í Hörpu og er yfirleitt fjöldi fólks í mat hjá okkur fyrir tónleika.“ Þráinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og fór snemma að vinna í eldhúsi. „Ég var ekki nema fjórtán ára þegar ég fór að vinna á sumrin í eldhúsi föður míns, Vigfúsar Vigfússon­ ar, sem rak hótel á Sauðárkróki og þaðan lá leiðin suður í nám. Ég byrjaði námið í Café Óperu, en flutti mig yfir í Grillið á Hótel Sögu þar sem ég lauk námi og starfaði allt þar til ég réð mig á Kolabrautina. Eins og gefur að skilja snúa áhugamál Þráins að mat. „Ég er í matreiðslulandsliðinu og við erum með æfingar sem eru verkefnabundnar og nú erum við að æfa fyrir ólympíuleikana í mat reiðslu sem verða í Þýska­ landi á næsta ári. Auk matreiðsl­ unnar hef ég svo áhuga á íþrótt­ um; fótbolta, körfubolta, veiði, skíðum og módelsporti. Ég spila fótbolta með félögum mín­ um okkur til gamans, veiðina stunda ég takmarkað en fer nokkrum sinnum á ári og reyni að fara á skíði þegar tækifæri gefst, sem er ekki oft hér sunn­ anlands. Ég er að sjálfsögðu Tindastólsmaður í boltanum hér heima en Manchester United­ maður í enska boltanum og er þar á skjön við aðra fjölskyldu­ meðlimi, sem eru allir Liverpool­ aðdáendur.“ Eins og gefur að skilja er nóg að gera hjá Þráni í jólamánuðin­ um, hann ætlar þó að taka smápásu áður en traffíkin hefst fyrir alvöru. „Við erum nokkrir félagar að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar og Óðins­ véa, hitta vini og kunningja og að sjálfsögðu fara í „dansk julefrokost“. Þráinn Freyr Vigfússon – yfirmatreiðslumaður á Kolabrautinni „Ég er að sjálfsögðu Tindastólsmaður í boltanum hér heima en Manchester United-maður í enska boltanum og er þar á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi, sem eru allir Liverpool-aðdáendur.“ Nafn: Þráinn Freyr Vigfússon. Fæðingarstaður: Sauðárkrókur, 24. maí 1981. Foreldrar: Vigfús Vigfússon og Lovísa Birna Björnsdóttir. Maki: Einhleypur. Börn: Engin. Menntun: Matreiðslumaður. fóLk

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.