Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 11
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 11
Fyrst þetta ...
Víkingur Heiðar hlaut
bjartsýnisverðlaunin
Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson,
afhendir Víkingi
Heiðari bjartsýnis-
verðlaunin í Iðnó.
Rannveig Rist, for-
stjóri Alcans, aðstoðar
forsetann. Alcan
er bakhjarl verð-
launanna.
Víkingur Heiðar Ólafsson
píanóleikari hlaut Íslensku
bjartsýnisverðlaunin 2009.
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, afhenti verð-
launin við hátíðlega athöfn í
Iðnó. Alcan er bakhjarl verð-
launanna.
Víkingur fékk áletraðan
verðlaunagrip úr áli og verð-
launafé að upphæð ein
milljón króna. Dómnefnd
verðlaunanna skipa Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, sem
er formaður nefndarinnar,
Rannveig Rist, Sveinn
Einarsson og Örnólfur
Thorsson.
Víkingur Heiðar Ólafsson
lauk mastersprófi frá Juilliard-
listaháskólanum í New York
vorið 2008. Hann hefur hlotið
Íslensku tónlistarverðlaunin
tvisvar sinnum: Árið 2004 í
flokknum „bjartasta vonin“ og
árið 2006 í flokknum „flytjandi
ársins“.
Bjartsýnisverðlaunin voru
fyrst afhent árið 1981 og voru
þá kennd við upphafsmann
sinn, danska athafnamanninn
Peter Bröste.
Í ár gaf Víkingur út sína
fyrstu plötu, Debut, og hefur
hún hlotið góðar viðtökur, fékk
m.a. fjóra og hálfa stjörnu hjá
Jónasi Sen í Morgunblaðinu.
Víkingur Heiðar Ólafsson lauk mastersprófi frá Juilliard-
listaháskólanum í New York vorið 2008.