Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 12

Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Fyrst þetta ... Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri klipptu á borða og opnuðu þar með nýbyggingu Háskólans í Reykjavík með formlegum hætti fimmtudaginn 14. janúar síðastliðinn. Svafa Grönfeldt og Ari Kristinn Jónsson ávörpuðu samkomuna. Finnur Oddsson, formaður háskólaráðs og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, flutti ávarp. Nýbyggingin er við Menntaveg 1 í Reykjavík. Þrjár deildir af fimm við HR, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild, eru þegar flutt í nýbygginguna í Nauthólsvík sem er 23 þúsund fermetrar. Skólinn verður 30 þúsund fermetrar þegar byggingu hans lýkur næsta haust. Þá flytja lagadeild og kennslu- og lýðheilsudeild í bygginguna og allar deildir verða undir sama þaki. Um 3.000 nemendur eru skráðir í nám við HR og hafa um 2.300 þeirra þegar flutt í Nauthólsvíkina. Háskólinn leigir húsnæðið af Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Áætlað er að byggingin muni kosta um 12 milljarða króna þegar verkinu lýkur. Ístak byggir húsið og er aðalverktaki. Fram hefur komið í fréttum að HR mun greiða um 600 milljónir króna á ári í leigu. Upphaflega stóð til að leigan yrði um 1 milljarður á ári. Skólinn fær rúmlega 2,3 milljarða króna á ári frá ríkissjóði, auk þess sem hann fær tekjur af skólagjöldum. Arkitektar eru Henning Larsen Architects í Danmörku og arkitektar Arkís eru samstarfsaðilar á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri klipptu á borða og opnuðu nýbyggingu Háskólans í Reykjavík formlega. Háskólinn í Reykjavík flytur í Nauthólsvík: Þau ganga Menntaveginn Svava Grönfeldt, fráfarandi rektor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.