Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
Fyrst þetta ...
Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra og
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri klipptu á borða og
opnuðu þar með nýbyggingu
Háskólans í Reykjavík með
formlegum hætti fimmtudaginn
14. janúar síðastliðinn.
Svafa Grönfeldt og Ari
Kristinn Jónsson ávörpuðu
samkomuna. Finnur Oddsson,
formaður háskólaráðs
og framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands, flutti
ávarp. Nýbyggingin er við
Menntaveg 1 í Reykjavík.
Þrjár deildir af fimm við
HR, tækni- og verkfræðideild,
tölvunarfræðideild og
viðskiptadeild, eru þegar flutt
í nýbygginguna í Nauthólsvík
sem er 23 þúsund fermetrar.
Skólinn verður 30 þúsund
fermetrar þegar byggingu
hans lýkur næsta haust. Þá
flytja lagadeild og kennslu- og
lýðheilsudeild í bygginguna og
allar deildir verða undir sama
þaki.
Um 3.000 nemendur eru
skráðir í nám við HR og hafa
um 2.300 þeirra þegar flutt í
Nauthólsvíkina.
Háskólinn leigir húsnæðið
af Eignarhaldsfélaginu
Fasteign hf. Áætlað er að
byggingin muni kosta um 12
milljarða króna þegar verkinu
lýkur. Ístak byggir húsið og er
aðalverktaki.
Fram hefur komið í fréttum
að HR mun greiða um 600
milljónir króna á ári í leigu.
Upphaflega stóð til að leigan
yrði um 1 milljarður á ári.
Skólinn fær rúmlega 2,3
milljarða króna á ári frá
ríkissjóði, auk þess sem hann
fær tekjur af skólagjöldum.
Arkitektar eru Henning
Larsen Architects í Danmörku
og arkitektar Arkís eru
samstarfsaðilar á Íslandi.
Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra
og Hanna Birna
Kristjánsdóttir
borgarstjóri klipptu
á borða og opnuðu
nýbyggingu Háskólans
í Reykjavík formlega.
Háskólinn í Reykjavík flytur í Nauthólsvík:
Þau ganga Menntaveginn
Svava Grönfeldt,
fráfarandi rektor.